Gunnar Guðmundsson fv þjálfari HK er drengur góður sem og afbragðs þjálfari. Held að það hafi verið mikil mistök hjá stjórn HK á láta hann taka pokann sinn. Félagið hefur búið við þröngan kost og fjárhagsströgl um langt skeið. Þjálfaraskipti kosta sitt og ef til eru aurar í það þá veltir maður fyrir sér hvort ekki hefði verið nær að nýta þá fjármuni í að styrkja liðið. Félaginu mun reynast erfitt að ráða þjálfara upp á þau býtti sem Gunnar bjó við og vann vel úr sbr. gengi liðsins síðustu ár.
Held því að stjórn HK hafi gert grundvallarmistök með uppsögn Gunnars. Var að mín mati óþarfi , verkefnið sem fyrir lá og liggur er fólgið í því að styrkja leikmannahópinn. En svo er nú fótboltinn - í hita leiksins er oft mikið um feil sendingar (og þessi sending stjórnar HK lenti langt upp í stúku!).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli