Þegar að löggjafavaldið , framkvæmdavaldið og dómsvaldið er nánast allt komið á eina hendi þá eru auðvitað blikur á lofti í samfélaginu. Slík völd eru engum til góðs og allra síst þeim sem að þessu brölti standa. Það er heldur ekki til þess ætlast að mál skipist með þessum hætti. Þau "ríki" sem slíka "stjórnskipan" hafa eru yfirleitt nefnd einræðisríki og hafa ekki þótt til eftirbreyttni a.m.k. ekki hér á vesturlöndum.
Að veita einum ráðherra þau völd að ráða algerlega skipan hæstaréttardómara er ekki góð aðferð, eins og dæmin sanna.
Best væri auðvitað að það gerði þingið og til að öðlast setningu þá þyrftu a.m.k. 2/3 hlutar þings að samþykkja ráðninguna. Með því er hægt að hefja ráðningar í jafn mikilvægt embætti og starf hæstaréttardómara upp fyrir pólitískt karp og ekki síst grímulaust valdabrölt.
Það hefur verið mikil órói í íslensku samfélagi á umliðnum misserum. Hvert málið á fætur öðru hefur sett samfélagið á annan endann. Valdastjórnun í neikvæðasta skilning þess orðs hefur verið viðhöfð markvist. Það er ekkert heilagt í þessu valdabrölti, ekki einu sinni meginstoð hins lýðræðislega samfélags , þrískipting ríkisvaldsins.
Mál að linni og undarlegt að flokkur sem einu sinni auglýsti "fólk í fyrirrúmi" skuli láta hafa sig út í að styðja þessa vitleysu. Dýrðlegt að drottna - veit það ekki, en hitt veit ég að að "við og þið" samfélag er veruleiki og ef það var einhvern tímann eitthvað til sem kallaðist "landsföður" þá er það fyrir bí enda hlutverk sem fer illa saman við grímulausa hagsmunagæslu fámennrar valdaklíku.
fimmtudagur, 30. september 2004
miðvikudagur, 29. september 2004
Vinir & vandamenn / fundir & fundir
Af vinum og vandamönnum
Kom ekki á óvart hvernig skipan hæstaréttardómara varð! Málið í mínum huga afar einfalt. Viðkomandi er fulltrúi ákveðinnar valdaklíku í landinu og auðvitað valin í dóminn sem slíkur. Og ekki í fyrst sinn því mönnum er enn í fersku minn þegar að "frændinn " fékk jobbið í fyrra.
Alveg með ólíkindum að okkar fremstu fræðimenn eigi ekki möguleika og að fram hjá þeim sé gengið með nánast kerfisbundum hætti.
Gef lítið fyrir röksemdir annars ágæts fjármálaráðherra fyrir valinu , fannst þau eins sannfarandi og að réttinn vantaði akkúrat núna örvhentan dómara.
Fundur vegna Orkuveitu Suðurnesja
Í dag hittust trúnaðarmenn STH og STFS á fyrst fundi til að undirbúa komandi kjarasamninga, en þeir renna út 1. nóvember n.k.
Fundur um starfsmat
Ekki þori ég að nefna neina dagsetningu varðandi starfsmatið, og þó! Get sagt það að vonandi verður þess ekki langt að bíða að niðurstöður fáist og að í þeim tilfellum sem það á við verði hægt að fara að greiða samkvæmt því og leiðrétta laun aftur til 1.desember 2002.
Fundað var um málið síðdegis og ljóst að róið verður að því öllum árum að það takist að ganga frá matinu að hluta til eða öllu leyti þann 1. nóvember 2004? Hvort það tekst? Vonum það besta!
Aðlögunarsamningur á Sólvangi í síðustu viku lauk vinnu s.k. aðlögunarnefndar STH og Sólvangs og þar með er vinnu við ríkissamninginn lokið. Athyglisvert er að ríkið sem ekki hefur alltaf þó fara vel með laun til sinna starfsmanna er nú á mörgum sviðum komið langt fram úr sveitarfélögunum hvað þetta varðar.
Sveitarfélögin hafa afsalað sér öllum áhrifum og falið launanefnd sveitarfélaga umboð sitt í þessum málum með þeim dapurlega árangri að nú ríkir ákaflega metnaðarlaus launastefna sem byggir á því einu að viðhalda lægstu viðmiðum,hvað sem tautar og raular.
Alveg með ólíkindum að okkar fremstu fræðimenn eigi ekki möguleika og að fram hjá þeim sé gengið með nánast kerfisbundum hætti.
Gef lítið fyrir röksemdir annars ágæts fjármálaráðherra fyrir valinu , fannst þau eins sannfarandi og að réttinn vantaði akkúrat núna örvhentan dómara.
Fundur vegna Orkuveitu Suðurnesja
Í dag hittust trúnaðarmenn STH og STFS á fyrst fundi til að undirbúa komandi kjarasamninga, en þeir renna út 1. nóvember n.k.
Fundur um starfsmat
Ekki þori ég að nefna neina dagsetningu varðandi starfsmatið, og þó! Get sagt það að vonandi verður þess ekki langt að bíða að niðurstöður fáist og að í þeim tilfellum sem það á við verði hægt að fara að greiða samkvæmt því og leiðrétta laun aftur til 1.desember 2002.
Fundað var um málið síðdegis og ljóst að róið verður að því öllum árum að það takist að ganga frá matinu að hluta til eða öllu leyti þann 1. nóvember 2004? Hvort það tekst? Vonum það besta!
Aðlögunarsamningur á Sólvangi í síðustu viku lauk vinnu s.k. aðlögunarnefndar STH og Sólvangs og þar með er vinnu við ríkissamninginn lokið. Athyglisvert er að ríkið sem ekki hefur alltaf þó fara vel með laun til sinna starfsmanna er nú á mörgum sviðum komið langt fram úr sveitarfélögunum hvað þetta varðar.
Sveitarfélögin hafa afsalað sér öllum áhrifum og falið launanefnd sveitarfélaga umboð sitt í þessum málum með þeim dapurlega árangri að nú ríkir ákaflega metnaðarlaus launastefna sem byggir á því einu að viðhalda lægstu viðmiðum,hvað sem tautar og raular.
mánudagur, 27. september 2004
Gott útspil hjá bæjarstjóra
Er sammála Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra þegar hann segir í blaðaviðtali að ríkið verði að koma inn í kennaradeiluna með réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Skólar eru nú einsetnir, en voru tví- eða þrísetnir á tímum ríkisforræðis. Bara þetta eitt hefur gert það að verkum að byggingakostnaður og umsýsla öll hefur aukist verulega. Sama má segja um gæði starfsins, færri nemendur eru í bekkjum en áður var sem þýðir að fjöldi kennara hefur aukist hlutfallslega. Auk þess má nefna að sérdeildarstarf hefur aukist verulega m.a. vegna samdráttar ríkisins í þeim efnum t.d. með fjársvelti stofnnanna eins og barna og unglingageðdeildarinnar -BUGL sem engan vegin getur þjónustað þann fjölda sem á þyrfti að halda.
Hágæða skólastarf verður einfaldlega ekki rekið fyrir þann "tómbóluprís" sem bæjarfélögin fengu í "meðlag" frá ríkinu og mjög efast ég um að fólki vilji fá skólanna í sama horf og var þegar að ríkið sá alfarið um þessi mál? Ríkið getur einfaldlega ekki vikist undan því að greiða sanngjarna hlutdeild í þeim auknu gæðum skólastarfsins sem átt hafa sér stað á síðustu árum.
Íslendingar vilja alvöru skólakerfi. Til þess að svo megi verða þá verður auðvitað að borga kennurum sómasamleg laun. Því fer hins vegar víðs fjarri að svo sé, enda kennarar hér á landi sama marki brenndir og launþegar almennt, eru alstaðar í lægstu viðmiðum ef borið er saman við hin s.k. samkeppnislönd okkar. Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík blasir hvarvetna við.
Skólar eru nú einsetnir, en voru tví- eða þrísetnir á tímum ríkisforræðis. Bara þetta eitt hefur gert það að verkum að byggingakostnaður og umsýsla öll hefur aukist verulega. Sama má segja um gæði starfsins, færri nemendur eru í bekkjum en áður var sem þýðir að fjöldi kennara hefur aukist hlutfallslega. Auk þess má nefna að sérdeildarstarf hefur aukist verulega m.a. vegna samdráttar ríkisins í þeim efnum t.d. með fjársvelti stofnnanna eins og barna og unglingageðdeildarinnar -BUGL sem engan vegin getur þjónustað þann fjölda sem á þyrfti að halda.
Hágæða skólastarf verður einfaldlega ekki rekið fyrir þann "tómbóluprís" sem bæjarfélögin fengu í "meðlag" frá ríkinu og mjög efast ég um að fólki vilji fá skólanna í sama horf og var þegar að ríkið sá alfarið um þessi mál? Ríkið getur einfaldlega ekki vikist undan því að greiða sanngjarna hlutdeild í þeim auknu gæðum skólastarfsins sem átt hafa sér stað á síðustu árum.
Íslendingar vilja alvöru skólakerfi. Til þess að svo megi verða þá verður auðvitað að borga kennurum sómasamleg laun. Því fer hins vegar víðs fjarri að svo sé, enda kennarar hér á landi sama marki brenndir og launþegar almennt, eru alstaðar í lægstu viðmiðum ef borið er saman við hin s.k. samkeppnislönd okkar. Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík blasir hvarvetna við.
fimmtudagur, 23. september 2004
Vinir mínir Svíar og einkavæðingin
Samkvæmt ítarlegri skýrslu Samkeppnisstofnunar Svíþjóðar um einkavæðingu kemur fram að verðhækkanir hafa verið verulegar umfram vísitölu. Dæmi um slíkt er að raforkuverð hefur hækkað um 77 % , póstþjónusta um 9 % , miðar í járnabrautir um 68%.. Afnám opinberrar gjaldskrá fyrir leigubílaakstur hefur leitt til 40 % hækkunar.
Einkarekin einokun er ávísun á okurprísa til almennings. Hvar er þessi hagræðing og hvers vegna skilar hún sér ekki til almennings? Var það kannski ekki markmiðið með þessu öllu saman? Hljómar kunnuglega!
Afar athyglisverð skýrsla sem auðvitað er ekki er hægt að gera fullnægjandi skil á þessum vettvangi en í lokakafla segir m.a. að setja þurfi sérstaka löggjöf og stórefla eftirlitsstofnannir enda séu leikreglur afar óljósar sem leitt hafi til þess að hækkanir hafi orðið verulega umfram það sem gert var ráð fyrir með þessu “frjálsa” fyrirkomulagi .
Fín umfjöllun um þetta mál á heimasíðu BSRB og einnig má nálgast hina sænsku skýrslu í heild á slóðinni http://www.kkv.se/bestall/pdf/rap_2004-3.pdf Athyglisverð lesning og umfangsmikil.
Einkarekin einokun er ávísun á okurprísa til almennings. Hvar er þessi hagræðing og hvers vegna skilar hún sér ekki til almennings? Var það kannski ekki markmiðið með þessu öllu saman? Hljómar kunnuglega!
Afar athyglisverð skýrsla sem auðvitað er ekki er hægt að gera fullnægjandi skil á þessum vettvangi en í lokakafla segir m.a. að setja þurfi sérstaka löggjöf og stórefla eftirlitsstofnannir enda séu leikreglur afar óljósar sem leitt hafi til þess að hækkanir hafi orðið verulega umfram það sem gert var ráð fyrir með þessu “frjálsa” fyrirkomulagi .
Fín umfjöllun um þetta mál á heimasíðu BSRB og einnig má nálgast hina sænsku skýrslu í heild á slóðinni http://www.kkv.se/bestall/pdf/rap_2004-3.pdf Athyglisverð lesning og umfangsmikil.
miðvikudagur, 22. september 2004
Samflotið fundar
Samflot bæjarstarfsmanna fundaði í Valhöll á Þingvöllum 21 & 22.september. Fundarefnið var að fara yfir og hefja undirbúning vegna komandi kjarasamninga.
Fín stemming í mannskapnum, þó ljóst sé að komandi kjarasamningar verða bæði flóknir og erfiðir. Það virðist vera svo að ekki náist kjarabætur nema með miklum átökum eins og dæmin sanna. Kennarar hafa ekki fengið nokkurn hlut sjálfkrafa og það munum við ekki heldur fá.
BSRB þing samþykkti 150. þúsund króna lágmarkslaun og að sjálfsögðu þarf kröfugerð að taka mið af því. Bæjarstarfsmenn hafa dregist verulega aftur úr hvað kjör varðar. Nú er í raun svo komið að ríkið sem aldrei hefur fengið mörg prik fyrir framsýna launastefnu er komið vel fram úr flestum sveitarfélögum í landinu hvað laun varðar?
Það má því velta því fyrir sér hvort baráttan hafi verið rekin á röngum forsendum og full hógværum og þá hvort ekki þurfi að breyta algerlega um taktík? Held það við bæjarstarfsmenn eigum svo sannarlega inni verulegar leiðréttingar, þær þurfum við að sækja og með þeim aðferðum sem til þess duga. Bið félagmenn að hugleiða þetta og einnig það að til þess að svo megi verða þurfa allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, kaffistofuspjallið gefur ekkert í aðra hönd?
Fín stemming í mannskapnum, þó ljóst sé að komandi kjarasamningar verða bæði flóknir og erfiðir. Það virðist vera svo að ekki náist kjarabætur nema með miklum átökum eins og dæmin sanna. Kennarar hafa ekki fengið nokkurn hlut sjálfkrafa og það munum við ekki heldur fá.
BSRB þing samþykkti 150. þúsund króna lágmarkslaun og að sjálfsögðu þarf kröfugerð að taka mið af því. Bæjarstarfsmenn hafa dregist verulega aftur úr hvað kjör varðar. Nú er í raun svo komið að ríkið sem aldrei hefur fengið mörg prik fyrir framsýna launastefnu er komið vel fram úr flestum sveitarfélögum í landinu hvað laun varðar?
Það má því velta því fyrir sér hvort baráttan hafi verið rekin á röngum forsendum og full hógværum og þá hvort ekki þurfi að breyta algerlega um taktík? Held það við bæjarstarfsmenn eigum svo sannarlega inni verulegar leiðréttingar, þær þurfum við að sækja og með þeim aðferðum sem til þess duga. Bið félagmenn að hugleiða þetta og einnig það að til þess að svo megi verða þurfa allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, kaffistofuspjallið gefur ekkert í aðra hönd?
mánudagur, 20. september 2004
Minnist með hlýhug
á þessum tímamótum hafnfirskrar knattspyrnu, vinar míns Þóris Jónssonar. Sá hefði nú verið aldeilis kátur, enda búin að leggja sitt af mörkunum og ríflega það til þess að gera FH að því stórveldi í fótboltanum sem það er orðið.
Legg því til að nafn á væntanlega knattspyrnuhöll við Krikann verði tileinkað minningu hans.
Legg því til að nafn á væntanlega knattspyrnuhöll við Krikann verði tileinkað minningu hans.
miðvikudagur, 15. september 2004
Gissur Guðmundsson
Bæjarfulltrúi mælti bæði vel og skynsamlega í bæjarstjórn í gær að mínu mati og margra annarra.
Tilefnið, einkavæðing ræstinga hjá Hafnarfjarðarbæ, fyrirkomulag sem snertir fólk sem hvað síst hefur það launalega í okkar samfélagi, háskólanema sem freista þess að ná sér í aukapening til þessa að fjármagna nám sitt, einstæðar mæður, og fólk sem margt hvert hefur ekki átt kost á fjölþættum störfum í okkar margþætta samfélagi m.a. vega skorts á tækifærum til mennta.
Að rýra kjör þessa fólks með útboði og einkavæðingu á ræstingu í bæjarfélaginu er engan vegin við hæfi. Tek því ofan fyrir bæjarfulltrúanum Gissuri Guðmundssyni sem einn bæjarfulltrúa hefur haft í frammi mótbárur gegn þessu fyrirkomulagi og benti á með réttu ýmislegt sem betur gæti farið í þessum málum.
Veit ekki hvað er hægri og hvað er vinstri í þessum málum, er þessi ágæti bæjarfulltrúi í raun sá sem er mest til vinstri í þessu máli? Veit það eitt að skynsemin ein réð för í málflutningi bæjarfulltrúans og tek ofan fyrir þeim viðhorfum sem þarna komu fram. Vísa að öðru leyti til fyrri umfjöllunar minnar um þessi mál hér á dagskinnunni og vona að skynsemin taki völd fyrr en seinna í þessum efnum.
Tilefnið, einkavæðing ræstinga hjá Hafnarfjarðarbæ, fyrirkomulag sem snertir fólk sem hvað síst hefur það launalega í okkar samfélagi, háskólanema sem freista þess að ná sér í aukapening til þessa að fjármagna nám sitt, einstæðar mæður, og fólk sem margt hvert hefur ekki átt kost á fjölþættum störfum í okkar margþætta samfélagi m.a. vega skorts á tækifærum til mennta.
Að rýra kjör þessa fólks með útboði og einkavæðingu á ræstingu í bæjarfélaginu er engan vegin við hæfi. Tek því ofan fyrir bæjarfulltrúanum Gissuri Guðmundssyni sem einn bæjarfulltrúa hefur haft í frammi mótbárur gegn þessu fyrirkomulagi og benti á með réttu ýmislegt sem betur gæti farið í þessum málum.
Veit ekki hvað er hægri og hvað er vinstri í þessum málum, er þessi ágæti bæjarfulltrúi í raun sá sem er mest til vinstri í þessu máli? Veit það eitt að skynsemin ein réð för í málflutningi bæjarfulltrúans og tek ofan fyrir þeim viðhorfum sem þarna komu fram. Vísa að öðru leyti til fyrri umfjöllunar minnar um þessi mál hér á dagskinnunni og vona að skynsemin taki völd fyrr en seinna í þessum efnum.
mánudagur, 13. september 2004
Ofurlaunaðir kennarar ?
Vona svo sannarlega að kennurum gangi vel í kjarabaráttu sinni, ekki veitir af. Blæs á það áróðursbragð að kennarar hafi fengið hækkanir umfram aðrar stéttir vegna þess að um það hafi verið þjóðarsátt?
Málið er einfalt, íslensk láglaunapólitík er þjóðfélagslegt böl og kennarar þessa lands hafa verið dugmiklir í tilraunum sínum til að kveða þennan draug í kútinn. Þegar að Launanefnd sveitarfélaga varð að gefa eftir í síðustu kjarasamningum og hækka kennara meira en þeirra grjótharða láglaunapólitík gerði ráð fyrir, þá hét það að það væri "þjóðarsátt" um að hækka kennara umfram aðra.
Staðreyndin er hins vegar einfaldlega sú að kennarar hafa lagt hart að sér og náð af þeim sökum einum saman árangri.
Það er nefnilega svo að það skiptir nánast engu máli hvar stigið er niður fæti í hinu almenna íslenska launaumhverfi, alstaðar eru við í skussaflokki, einnig kennarar. Allar hagstærðir í þessu þjóðfélagi eru hins vegar hagstæðar. Allur samanburður íslenskra launþega stenst engan vegin samanburð við þær þjóðir sem við berum okkur saman við?
Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík á sér því engar efnahagslega forsendur og er í mínum huga einungis staðfesting á þeirri gjá óréttlætis og stéttaskiptingar sem er og hefur verið að myndast í íslensku samfélagi. Gjá milli hins almenna launamanns og ofurlaunaðar yfirstéttar hefur aldrei verið meiri.
Næstu kjarasamningar munu snúast um sanngjörn skipti. Til þess að svo megi verði sýnist mér einsýnt að færa verður einhverjar fórnir. Kjarabætur koma ekki af sjálfum sér og ljóst að aðferðir síðustu kjarasamninga hafa ekki gefið okkur þá hlutdeild í margyfirlýstu góðæri , sem okkur ber. Leiðréttingar verður því að sækja með öðrum aðferðum en gert hefur verið - ekki satt?
Málið er einfalt, íslensk láglaunapólitík er þjóðfélagslegt böl og kennarar þessa lands hafa verið dugmiklir í tilraunum sínum til að kveða þennan draug í kútinn. Þegar að Launanefnd sveitarfélaga varð að gefa eftir í síðustu kjarasamningum og hækka kennara meira en þeirra grjótharða láglaunapólitík gerði ráð fyrir, þá hét það að það væri "þjóðarsátt" um að hækka kennara umfram aðra.
Staðreyndin er hins vegar einfaldlega sú að kennarar hafa lagt hart að sér og náð af þeim sökum einum saman árangri.
Það er nefnilega svo að það skiptir nánast engu máli hvar stigið er niður fæti í hinu almenna íslenska launaumhverfi, alstaðar eru við í skussaflokki, einnig kennarar. Allar hagstærðir í þessu þjóðfélagi eru hins vegar hagstæðar. Allur samanburður íslenskra launþega stenst engan vegin samanburð við þær þjóðir sem við berum okkur saman við?
Hin grjótharða íslenska láglaunapólitík á sér því engar efnahagslega forsendur og er í mínum huga einungis staðfesting á þeirri gjá óréttlætis og stéttaskiptingar sem er og hefur verið að myndast í íslensku samfélagi. Gjá milli hins almenna launamanns og ofurlaunaðar yfirstéttar hefur aldrei verið meiri.
Næstu kjarasamningar munu snúast um sanngjörn skipti. Til þess að svo megi verði sýnist mér einsýnt að færa verður einhverjar fórnir. Kjarabætur koma ekki af sjálfum sér og ljóst að aðferðir síðustu kjarasamninga hafa ekki gefið okkur þá hlutdeild í margyfirlýstu góðæri , sem okkur ber. Leiðréttingar verður því að sækja með öðrum aðferðum en gert hefur verið - ekki satt?
mánudagur, 6. september 2004
Embættismenn eru líka fólk
Forseti Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Hr. Gunnar Svavarsson
Á síðustu misserum hefur það a.m.k. í þrígang átt sér stað að vegið er að starfsheiðri og æru embættismanna bæjarins úr ræðustól bæjarstjórnar,viðkomandi hafa m.a. verið sérstaklega nafngreindir, lítið gert úr persónum þeirra, sérfræðikunnáttu sem og gerðum.
Í þeim efnum má nefna ummæli tiltekinna bæjarstjórnarmanna í garð fyrrverandi sviðstjóra fjölskyldu- og skólasviðs, ummæli um æskulýðs- og tómstundafulltrúa og nú síðast ummæli um sviðsstjóra atvinnu- og þróunarsviðs.
Félagið vil benda á þá einföldu staðreynd að viðkomandi embættismönnum er með öllu ókleyft að grípa til varna á þessum vettvangi og það er því engan vegin við hæfi að umræða um einstaka embættismenn eigi sér stað með þessum hætti, á opinberum fundi bæjarstjórnar og í beinni útvarpsútsendingu.
Ef bæjarstjórnarmenn telja sig eiga eitthvað sökótt við embættismenn þá er auðvitað eðlilegast að fara hina stjórnsýslulegu leið og koma á framfæri formlegri kvörtun við bæjarstjóra sem er æðsti yfirmaður hinnar hafnfirsku stjórnsýslu. Í þeim tilfellum á viðkomandi starfsmaður a.m.k. formlegan andmælarétt og aðkomu að málinu á jafnréttisgrundvelli.
Félagið bendir jafnframt á þá staðreynd að embættismenn bæjarins búa við almenn lýðréttindi eins og málsfrelsi. Allar tillögur og hugmyndir um takmörkun þess, eins og t.d. með einhverskonar yfirlestri á faglegum erindum embættismanna eru út úr korti.
Félagið væntir þess að málum linni, og að forseti bæjarstjórnar sjái til þess að mál af þessum toga fái umfjöllun á réttum vettvangi.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson
formaður STH
Hr. Gunnar Svavarsson
Á síðustu misserum hefur það a.m.k. í þrígang átt sér stað að vegið er að starfsheiðri og æru embættismanna bæjarins úr ræðustól bæjarstjórnar,viðkomandi hafa m.a. verið sérstaklega nafngreindir, lítið gert úr persónum þeirra, sérfræðikunnáttu sem og gerðum.
Í þeim efnum má nefna ummæli tiltekinna bæjarstjórnarmanna í garð fyrrverandi sviðstjóra fjölskyldu- og skólasviðs, ummæli um æskulýðs- og tómstundafulltrúa og nú síðast ummæli um sviðsstjóra atvinnu- og þróunarsviðs.
Félagið vil benda á þá einföldu staðreynd að viðkomandi embættismönnum er með öllu ókleyft að grípa til varna á þessum vettvangi og það er því engan vegin við hæfi að umræða um einstaka embættismenn eigi sér stað með þessum hætti, á opinberum fundi bæjarstjórnar og í beinni útvarpsútsendingu.
Ef bæjarstjórnarmenn telja sig eiga eitthvað sökótt við embættismenn þá er auðvitað eðlilegast að fara hina stjórnsýslulegu leið og koma á framfæri formlegri kvörtun við bæjarstjóra sem er æðsti yfirmaður hinnar hafnfirsku stjórnsýslu. Í þeim tilfellum á viðkomandi starfsmaður a.m.k. formlegan andmælarétt og aðkomu að málinu á jafnréttisgrundvelli.
Félagið bendir jafnframt á þá staðreynd að embættismenn bæjarins búa við almenn lýðréttindi eins og málsfrelsi. Allar tillögur og hugmyndir um takmörkun þess, eins og t.d. með einhverskonar yfirlestri á faglegum erindum embættismanna eru út úr korti.
Félagið væntir þess að málum linni, og að forseti bæjarstjórnar sjái til þess að mál af þessum toga fái umfjöllun á réttum vettvangi.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson
formaður STH
föstudagur, 3. september 2004
Með beinakex í annarri - Út í óvissuna
Fínt framtak hjá bæjarstjóra að efna til óvissuferðar meðal starfsfólks á bæjarskrifstofum í kvöld. Lyfta fólki örlítið upp yfir dagsins amstur, þakka fólki góð störf og eiga góða stund saman. Kemst því miður ekki en veit að þetta verður fínt teiti.
Leiðir hugann að ágætu samstarfi bæjarins og starfsmannafélagsins varðandi veglega árshátíð bæjarstarfsmanna.
Sem aftur á móti leiðir hugann að því hvort samskipti bæjarins og starfsmannafélagsins séu ekki með ágætum . Get vottað það hér og nú að svo er nú yfirleitt, en með því fororði að vissulega getur hvesst og vissulega er tekist á oft á tíðum.
Sem einnig leiðir hugann að því að deilur snúast um hagsmuni viðkomandi aðila. Á þessu þarf að vera gangkvæmur skilningur því annars er hætta á að menn persónugeri deilur og átök sem auðvitað kann ekki góðri lukku að stýra.
Þegar að svo er komið þá er oftast stutt í vandræði. Reynslunnar fólk forðast þennan farveg, flest hvert. Hitt kann að vera að í staðbundnum krísum ýmsum t.d. tengdum skipulagsbreytingum einstakra deilda þá hafi aðilar ekki gætt nægilega vel að þessu.
Trúnaðarmenn félagsins hafa þær skyldur að gæta hagmuna sinna umbjóðenda á viðkomandi starfsstað í samráði við félagið. Ef trúnaðarmenn eiga að gjalda starfa sinna í þágu félagsins sem einkapersónur og starfsmenn þá er auðvitað fyrst og fremst verið að vega að stoðum starfsmannafélagsins sem slíks. Allt slíkt setur samskipti félagsins og bæjarins í annað og alvarlegra samhengi
Hef átt góð og afar hreinskiptin samskipti við bæjarstjóra varðandi starfsmannamál Vissulega ekki alltaf sammála en samt sem áður einfalt að ræða málin. Oft með ágætum árangri en stundum ekki.
Að gera fólki veislu eina góða endrum og sinnum er auðvitað ekki stórmál en það sýnir auðvitað ákveðið viðhorf. Ánægður með lítið - hugsar einhver! Veit það ekki - man hins vegar tímana tvenna í þessum efnum.
Sérstaklega minnisstætt tímabilið þegar að allt svona þótti mikið bruðl, var með öllu aflagt og meira að segja sérstakar reglur settar um veitingar á fundum , bara kaffi ef fundur var 1-2 klukkutíma og kex eftir það?
Leiðir hugann að ágætu samstarfi bæjarins og starfsmannafélagsins varðandi veglega árshátíð bæjarstarfsmanna.
Sem aftur á móti leiðir hugann að því hvort samskipti bæjarins og starfsmannafélagsins séu ekki með ágætum . Get vottað það hér og nú að svo er nú yfirleitt, en með því fororði að vissulega getur hvesst og vissulega er tekist á oft á tíðum.
Sem einnig leiðir hugann að því að deilur snúast um hagsmuni viðkomandi aðila. Á þessu þarf að vera gangkvæmur skilningur því annars er hætta á að menn persónugeri deilur og átök sem auðvitað kann ekki góðri lukku að stýra.
Þegar að svo er komið þá er oftast stutt í vandræði. Reynslunnar fólk forðast þennan farveg, flest hvert. Hitt kann að vera að í staðbundnum krísum ýmsum t.d. tengdum skipulagsbreytingum einstakra deilda þá hafi aðilar ekki gætt nægilega vel að þessu.
Trúnaðarmenn félagsins hafa þær skyldur að gæta hagmuna sinna umbjóðenda á viðkomandi starfsstað í samráði við félagið. Ef trúnaðarmenn eiga að gjalda starfa sinna í þágu félagsins sem einkapersónur og starfsmenn þá er auðvitað fyrst og fremst verið að vega að stoðum starfsmannafélagsins sem slíks. Allt slíkt setur samskipti félagsins og bæjarins í annað og alvarlegra samhengi
Hef átt góð og afar hreinskiptin samskipti við bæjarstjóra varðandi starfsmannamál Vissulega ekki alltaf sammála en samt sem áður einfalt að ræða málin. Oft með ágætum árangri en stundum ekki.
Að gera fólki veislu eina góða endrum og sinnum er auðvitað ekki stórmál en það sýnir auðvitað ákveðið viðhorf. Ánægður með lítið - hugsar einhver! Veit það ekki - man hins vegar tímana tvenna í þessum efnum.
Sérstaklega minnisstætt tímabilið þegar að allt svona þótti mikið bruðl, var með öllu aflagt og meira að segja sérstakar reglur settar um veitingar á fundum , bara kaffi ef fundur var 1-2 klukkutíma og kex eftir það?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)