miðvikudagur, 15. september 2004

Gissur Guðmundsson

Bæjarfulltrúi mælti bæði vel og skynsamlega í bæjarstjórn í gær að mínu mati og margra annarra.

Tilefnið, einkavæðing ræstinga hjá Hafnarfjarðarbæ, fyrirkomulag sem snertir fólk sem hvað síst hefur það launalega í okkar samfélagi, háskólanema sem freista þess að ná sér í aukapening til þessa að fjármagna nám sitt, einstæðar mæður, og fólk sem margt hvert hefur ekki átt kost á fjölþættum störfum í okkar margþætta samfélagi m.a. vega skorts á tækifærum til mennta.

Að rýra kjör þessa fólks með útboði og einkavæðingu á ræstingu í bæjarfélaginu er engan vegin við hæfi. Tek því ofan fyrir bæjarfulltrúanum Gissuri Guðmundssyni sem einn bæjarfulltrúa hefur haft í frammi mótbárur gegn þessu fyrirkomulagi og benti á með réttu ýmislegt sem betur gæti farið í þessum málum.

Veit ekki hvað er hægri og hvað er vinstri í þessum málum, er þessi ágæti bæjarfulltrúi í raun sá sem er mest til vinstri í þessu máli? Veit það eitt að skynsemin ein réð för í málflutningi bæjarfulltrúans og tek ofan fyrir þeim viðhorfum sem þarna komu fram. Vísa að öðru leyti til fyrri umfjöllunar minnar um þessi mál hér á dagskinnunni og vona að skynsemin taki völd fyrr en seinna í þessum efnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli