miðvikudagur, 7. janúar 2004

Boðflennu hent út

Boðflennu hent út.
Nú á dagskinnan að vera orðin söm eftir leiðindasamskipti við hið óvandaða vefkompaní nepstern.com sem sýnir viðskptasiðferði sitt í verki með því að planta auglýsingaforit um eigið ágæti, tekur vefslóðir fólks traustataki og freistar þess að gera sig að upphafssíðu hjá vammlausu fólki um víða veröld. Viðskiptasiðferði mörgum stigum fyrir neðan farandsölumenn sem stinga fæti inn fyrir dyrnar þegar á að loka á þá.

Aðlögunarsamning við Heilsugæsluna á Sólvangi
var lokið skömmu fyrir jól. Samningurinn gildir fyrir félagsmenn STH og SFR. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningur SFR og Reykjavíkurborgar vegna heilsugæslunnar.
Sá sem þetta ritar hvetur félagsmenn sérstaklega til þess að nýta sér kafla um endurmenntunarmál enda liggur nokkur launaleg umbun í því samkomulagi.
Þátttaka í námskeiðum er ekki bara góð fyrir einstaklinga og stofnanir, hún er einnig ágæt fyrir budduna og því óráðlegt að láta slíka mögleika ónýtta. Ef menn nýta alla möguleika námskeiða þá getur hækkun numið allt að 12- 15 þús á mánuði þ.e. mun á þeim sem engin námskeið hefur tekið og þess sem hefur tekið allt sem hægt er. 144.000 - 190.000 krónur á ári er ekki lítið og hver hefur efni á að hafna slíku? Frumkvæðið liggur hjá ykkur í þessum efnum ágætu félagsmenn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli