Kraftaverk
Nýja árið 2004 heilsar með kraftaverkum. Varð vitni að tveimur slíkum í dag. Viti menn tveir ungir menn, sennilega að eigin mati fatlaðir, gengu eins og ekkert væri. Lögðu bílunum sínum í sitt hvort bílastæðið merkt fötluðum við inngang Samkaupa og gengu algerlega óstuddir inn í verslunina. Kraftaverk nema ef vera skyldi að fötlunin sé á hinu andlega sviði? Eða drengirnir bara einfaldlega illa upp aldir og tillitslausir - ætli séu verkir með þessu? Alltaf leiðinlegt að sjá Super egóista að störfum eins í þessu tilfelli. Er þetta ekki sama liðið og kann ekki á raðir?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli