Dagskinnan 1. árs
Málgagnið 1. árs í dag 31/1 2004. Byrjaði sem verkefni í kúrsinum Nám og kennsla a Netinu í framhaldsdeild KHÍ þar sem dr. Salvör Gissurardóttir opnað sýn mína inn í þessa skemmtilegu veröld - Netheima. Verð henni ávallt þakklátur fyrir þessi kynni. Umferð um vefinn ávallt verið góð og komið mér á óvart og því vaknaði sú hugmynd hvort ekki væri rétt að breyta vefnum í dagskinnu formanns Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Dagskinna formanns varð því raunin og hugmyndin sú að hafa möguleika á því að vera ögn persónulegri í skrifum en maður getur verið á formlegri heimsíðu stéttarfélags. Hugmyndin virkar, aðsókn er með ágætum fólk sendir mér tölvuskeyti með öllum hugsanlegum og óhugsanlegum viðbrögð við skrifum á síðunni - sérstaklega hvað varðar kjaramálin. Hef hins vegar farið víða í umfjöllun um landsins gagn og nauðsynjar og mun gera áfram . En sem sagt í stuttu máli 2.797 línur , 25,117 orð og 126.113 stafir og 7.355 gestir þegar að þetta er skrifað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli