fimmtudagur, 29. janúar 2004

Ágæti Ríkislögreglustjóri og aðrir viðtakendur

"Ágæti Ríkislögreglustjóri og aðrir viðtakendur
Bendi Ríkislögreglustjóraembættinu á heilsíðuauglýsingu á blaðsíðu 3 í Fréttablaðinu miðvikudaginn 28 janúar. Auglýsingin er án nokkurs vafa gróft brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum. Af því tilefni óskar undirritaður eftir því að embættið taki málið til formlegrar rannsóknar og meðferðar.

Áfengisframleiðendur ganga sífellt lengra í ólöglegum auglýsingum. Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn og unglingar rétt á því að vera lausir við áreiti af þessu tagi. Sá réttur er algerlega virtur að vettugi og áfengisframleiðendur fara sínu fram , að virðist átölulaust af hálfu hins opinbera. Ég skora því á þar til bær yfirvöld að taka höndum saman og koma málum í það horf sem hagsmunir barna og unglinga eiga skilið.

Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi í Hafnarfirði"

Skrifaði sem sagt bréf til Ríkislögreglustjóra í dag og vona að menn fara nú að taka á þessum "einlæga brotvilja" áfengisframleiðenda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli