Hvað á að gera við síbrotamenn með einlægan brotavilja ?
Langar að velta upp einni hlið umræðunnar um áfengisauglýsingar af gefnu tilefni þar sem að akkurat þessa dagana birtast kolólöglegar og grímulausar áfengisauglýsingar í Fréttablaðinu, m.a. 28,29 & 30 janúar
Einlægur brotavilji í verki og á þá ekki að taka á því í samræmi við það? Þjást lögregluyfirvöld af einhverri verkfælni?
Ef fyrirtæki eins og þessi sýna í verki einlæga síbrotahegðun má þá ekki einnig gera ráð fyrir að öll menning fyrirtækisins sé sama marki brennd?
Og eru menn þá nokkuð hissa að fólk sniðgangi fyrirtæki sem ganga fram með þessum hætti. Vill einhver eiga samskipti við síbrotamenn? Ekki ég, og því hvet ég auðvitað alla til að sýna hug sinn i verki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli