þriðjudagur, 20. janúar 2004

Stjórnarfundur í dag

Stjórnarfundur í dag
og margt á dagskrá sem endranær. Rætt var um komandi samninga og á hvern veg best er að standa að þeim. Ljóst er að það stefnir í víðtækt samstarf bæjarstarfsmannafélaga og sennilegt að í Samfloti með okkur verði öll félög frá Húsvík og upp í Borgarnes. Norðurlandi vestra án Ólafsfjarðar, Vestfirðir og Vesturland mynda Kjarna félagið.

Ef þetta verður að veruleika þá standa 4.000 manns á bak við þetta starfstarf sem er öllu fleiri en mynduðu gamla Samflotið.

Þungt í ASÍ
Hljóðið í ASÍ fólki er þungt um þessar mundir og einhverjir sem ræða um verkföll þar á bæ þ.e.a.s ef ekki fari einhver hreyfing að komast á mál.

Hefðbundin grátur vinnuveitenda bætir ekki úr skák og "nýjar fréttir" úr þeim ranni um óvenju hátt launahlutfall hér landi er einungis til þess falinn að auka hörkuna.
Bullandi gróði fyrirtækja í landinu blasir hvarvetna við og það er akkurat í góðæri sem þessum sem ráðrúm til verulegra kaupmáttaraukningar er fyrir hendi.

Nýr sumarbústaður.
Jafnframt hefur verið ákveðið að festa kaup á nýjum sumarbústað í nágrenni við Stykkishólm. Með okkur í samstarfi um þessi mál er SfK (Starfsmannfélag Kópavogs) og félagið í Garðabæ.

Hér er um afar vandaða og glæsilega bústaði að ræða sem staðsettir eru á sjávarlóðum við vík skammt frá bænum. Bústaðir þessir eru búnir öllum helstu þægindum eins og heitum pottum.

Okkar helstu spésilistar í byggingartæknifræðum Svanlaugur og Kristján á Umhverfis og tæknisviði búnir að fara yfir lýsingar og fleira og koma með góðar ábendingar um það sem betur má fara varðandi smíðina ,efni og. fl. Sannkallaðir Haukar í horni. Breiðafjarðareyjar og Nesið því nýr vettvangur sumarleyfa fyrir STH félaga á sumri komanda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli