fimmtudagur, 23. október 2008

Eiga börn að afgreiða auglýst áfengi til annara barna

Á Alþingi voru nýverið lögð fram tvö gömul frumvörp. Annars vegar um leyfi til áfengisauglýsinga. Flutningsmenn eru Sigurður Kári Kristjánsson, Bjarni Benediktsson,Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal.

Og hins vegar um leyfi til sölu áfengis í matvörubúðum. Flutningsmenn Sigurður Kári Kristjánsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Birgir Ármannsson, og aðrir meðflytjendur Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Einar Már Sigurðarson, Ásta Möller, Ólöf Nordal, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæði þessi frumvörp eru úrelt því ef litið er í greinargerðir þeirra þá rekur maður fyrst augun í það að frumvörpin byggja á upplýsingum og heimildum sem eru 10 til 12 ára gamlar . Þær “nýjustu ” sýnist mér vera frá árinu 2001. Flutningsmaður – menn þess hafa heldur betur kastað til höndunum í þessari vinnu. Það sem vekur einnig furðu mína er það að formaður heilbrigðisnefndar Ásta Möller er meðflutningsmaður á frumvarpinu um sölu áfengis í matvörubúðum. Finnst það með ólíkindum?

Ef litið er til hagsmuna barna og unglinga þá eru þessi frumvörp fjarri því að geta talist í þeirra þágu. “Fyrimyndarlandið” Danmörk sem býr við svona löggjöf státar að þeim vafasama heiðri að eiga við mestu unglingadrykkju í heimi að etja . Er það eitthvað fyrir okkur – nei takk ómögulega - Hef í gegnum störf mín á vettvangi norðurlandastamstarfs átt viðræður við danska félagsmálafrömuði um þessi mál sem all flestir eru komnir á þá skoðun að bæði verði að takmarka aðgengi unglinga að áfengi sem og að hefta auglýsingar.

Þingið er margsinnis búið að sýna hug sinn til þessara mála í raun og hefur ekki einu sinni áhuga að taka þess mál til meðferðar eða alla vega ekki sett þessi mál í neinn forgang. Á þessum síðustu og verstu tímum er tíma þingsins betur varið í önnur mál en þessi gjörendurnýttu frumvörp með fortíðartilvísunum. Eiga börn í stórmörkuðum að afgreiða auglýst áfengi til annara barna? Veit sem er að það eru ekki margir sem óska þess.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli