þriðjudagur, 29. apríl 2003
Nú magnast spennan
Nú magnast spennan. Surg og læti berast ennþá úr tölvunni ,heldur hávær og eftir samráði við ráðgjafa mína var það samdóma álit að sú vifta sem mest hefur fyrir hlutunum, sjálf örgjörfaviftan, sé orðin mædd. Til öryggis var mér þó fyrirskipað að koma ca einum dropa af saumvélaolíu í leguna. Enda töldu menn að viftur sem gangi eins heitar og þessi ættu það til að þorna og þá væri ekki að sökum að spyrja. Það reyndist ekki hafa nein veruleg áhrif grípa til saumavélaolíunnar og því lítið annað að gera en að versla nýa örgjörvaviftu hið fyrsta og koma henni í stað hinar örþreyttu og úrsérgengnu áður en illa fer.
miðvikudagur, 23. apríl 2003
Hef verið í miklum önnum undanfarið
Hef verið í miklum önnum undanfarið. Er í báðum aðferðarfræaðakúrsunum auk NKN kúrsins. Sem gerir það að verkum að mikið púsluspil upphefst við að koma öllu heim og saman í misserislok . Lítið má útaf bera varðandi verkefnaskil annars rekst allt á annars horn. Ég er að skila stóru verkefni í Eigindlegum , þar hef ég verið að rannsaka forsögu að stofnun Æskulýðsráðs Reykjavíkur . Stórmerkilega saga og mun lengri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Í Megindlegum eru mikil verkefnaskil auk þess sem prófað er í fræðunum þ. 6. maí n.k. Margir hafa efasemdir um gildi prófa í fjarnámi og efast um tilgang þeirra. Bent er á að í Háskólanum í Bifröst eru verkefnaskil meginregla mats í fjarnámi.
Ég hef verið að útfæra nánar hugmynda mína um vef um sögu félagsmiðstöðva. Er að velta fyrir mér lay-outinu . Vefurinn er ekki sérstaklega ætlaður unglingum en er frekar fræðilegs eðlis og þarf því að bera þess merki hvað varðar útlit. Vefir ætlaðir ungu fólki eru oft ofhlaðnir ýmsum fídusum sem ekki passa fyrir eldri kynslóðina og virka jafnvel fráhrindandi. Sama á við með látlaust útlit gagnvart unglingum, ef ekkert sérstakt á sér stað fljótlega þá leitar athyglin annað. Vefur af því tagi sem ég áforma höfðar því lítið til unglinga enda sennilega jafn spennandi í þeirra augum og skólasagan. Því er stefnan sett á fremur látlaust útlit með þægilegum leturgerðum.
Ég hef verið að útfæra nánar hugmynda mína um vef um sögu félagsmiðstöðva. Er að velta fyrir mér lay-outinu . Vefurinn er ekki sérstaklega ætlaður unglingum en er frekar fræðilegs eðlis og þarf því að bera þess merki hvað varðar útlit. Vefir ætlaðir ungu fólki eru oft ofhlaðnir ýmsum fídusum sem ekki passa fyrir eldri kynslóðina og virka jafnvel fráhrindandi. Sama á við með látlaust útlit gagnvart unglingum, ef ekkert sérstakt á sér stað fljótlega þá leitar athyglin annað. Vefur af því tagi sem ég áforma höfðar því lítið til unglinga enda sennilega jafn spennandi í þeirra augum og skólasagan. Því er stefnan sett á fremur látlaust útlit með þægilegum leturgerðum.
fimmtudagur, 17. apríl 2003
Gamla mekkanóið er komið aftur gott fólk
Gamla mekkanóið er komið aftur gott fólk. Þetta mundi ég þegar blessuð tölvan mín fór að surga meira en góðu hófi gegndi. Í fyrstu var ég smeykur um að það væri örgjörvaviftan sem væri að gefa sig og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Örgjörvinn steikist á svipstundu og þá þarf ekki að hafa áhyggur of honum meir. Sem betur fer þá var þetta vifta sem kælir minniháttar örgjörva á móðurborðinu. Svona smáviftur er einnig á skjákortum og það er lítið mál að skipta þeim út þær kosta lítið og fást í Tölvubúðinni í Nóatúninu.
Ég er með s.k. Athalon örgjörva sem þarf mikla kælingu og gengur mjög heitur ca 55 stig og jafnvel vel upp undir 60 stig. Af þessum sökum er viftan alltaf að. Ég skipti út fyrstu viftunni þar sem að hún var svo rosalega hávær og fjárfesti í einni mun hljóðlátari . Hins vegar var hitinn alltaf samur þannig að ég fór í mekkanóleik sem fólst í því að bæta viftum inn í vélina. Viftum úr eldri maskínum. Þannig áskotnaðist mér útsogsvifta og einni sem dælir inn lofti þegar að hitastig í kassanum er orðið 25 + og að auki 2-3 minni viftum. Þessu kom ég fyrir hér og þar í kassanum og nú er málum þannig komið að sennilega eru 9 vindstig inni í kassanum. Eitthvað hefur mér tekist að lækka hitann á örgjörvanum við þessar tilfæringar en hvort það sé eitthvað sem skiptir máli læt ég liggja á milli hluta, hins vegar lærir maður töluvert í sambandi við Hardware á þessu grúski sem er í ætt við mekkónið gamla og góða. Varðandi áhættu við svona fikt þá bý ég að því að bræður mínir allir eru menntaðir í tölvubransanum og því þéttriðið öryggisnet í kringum mig ef eitthvað fer úrskeiðis í fiktinu.
Ég er með s.k. Athalon örgjörva sem þarf mikla kælingu og gengur mjög heitur ca 55 stig og jafnvel vel upp undir 60 stig. Af þessum sökum er viftan alltaf að. Ég skipti út fyrstu viftunni þar sem að hún var svo rosalega hávær og fjárfesti í einni mun hljóðlátari . Hins vegar var hitinn alltaf samur þannig að ég fór í mekkanóleik sem fólst í því að bæta viftum inn í vélina. Viftum úr eldri maskínum. Þannig áskotnaðist mér útsogsvifta og einni sem dælir inn lofti þegar að hitastig í kassanum er orðið 25 + og að auki 2-3 minni viftum. Þessu kom ég fyrir hér og þar í kassanum og nú er málum þannig komið að sennilega eru 9 vindstig inni í kassanum. Eitthvað hefur mér tekist að lækka hitann á örgjörvanum við þessar tilfæringar en hvort það sé eitthvað sem skiptir máli læt ég liggja á milli hluta, hins vegar lærir maður töluvert í sambandi við Hardware á þessu grúski sem er í ætt við mekkónið gamla og góða. Varðandi áhættu við svona fikt þá bý ég að því að bræður mínir allir eru menntaðir í tölvubransanum og því þéttriðið öryggisnet í kringum mig ef eitthvað fer úrskeiðis í fiktinu.
mánudagur, 14. apríl 2003
Ég er búin að vera í leshring
Ég er búin að vera í leshring um tölvu- og upplýsingatækni í vetur. Fínn kúrs, gott fólk og úrvals kennarar. Umsjón með kúrsinu hafði Sólveig Jakobs þar til hún fór í leyfi um áramót. Þuríður Jóhanns hefur haft umsjón með tveimur lotum en Sigurjón Mýrdal tekur þá síðustu. Ég var að fara yfir innleggin frá mér frá því í vetur og gat ekki annað en brosað út í annað yfir ýmsu sem maður skrifaði. Og vel gæti það verið að ég væri í einhverju ósammála sjálfum mér. Það er hins vegar hið besta mál og maður uppgötvar að maður er ekki samur maður. Það er auðvitað akkúrat það besta í stöðunni því heldur væri það dapurlegt ef maður hefði ekkert breyst á þessari vegferð um hinn ágæta KHÍ því ef svo væri þá hefði maður ekkert lært og veran því til einskins, ekki satt ?
miðvikudagur, 9. apríl 2003
Nú er að vinda sér í vefnað
Nú er að vinda sér í vefnað um sögu félagsmiðstöðva. Ég hef reyndar haft áform um að koma á fót slíkum fræðsluvef um nokkra hríð, leitaði m.a. liðsinnis Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum efnum þar sem að vefur af þessu tagi nýtist vel í fræðslustarfi sveitarfélaganna fyrir þann fjölmenna hóp starfsmanna sem vinna á vettvangi frítímans, starfsfólk félagsmiðstöðva , kennarar og fl. Undirtektir sambandsins voru dræmar og greinlega lítil áhugi á þessum málum þar á bæ og í nokkru ósamræmi við yfirlýsta stefnu bæjarfélaganna í landinu varðandi endurmenntunarmál t.d. í síðustu kjarasamningagerð. En það er nú önnur Ella
Ég hef hins vegar verið að spjalla við fólk innan KHÍ um þessa hugmynd m.a. Karl Jeppesen og þar hafa menn sýnt málinu áhuga
Ég hef aðgang að ljósmyndum, tónlist , ýmsum skjölum og 8 mm kvikmyndum.. Þessu efni vildi ég gjarnan koma á framfæri í einni eða annarri mynd en það gæti orðið þrautinni þyngri. Myndir og skjöl eru lítið mál en erfiðust er filman. Hugmyndin er að fá lánaða 8 mm sýningarvél, varpa á vegg og taka upp með digitalvél. Þetta þarf ekki að vera flókið. hitt er öllu verra að finna format sem hentar best og tekur ekki mikið pláss og öll klippivinnan því gæði eru misjöfn. Sama á við um tónlistina hana má taka upp á minidisk.
Ég næ hins vegar ekki að koma þessu öllu í framkvæmd á einu bretti þannig að í fyrstu áætla ég að setja inn sitt lítið af hverju tengt viðfangsefninu, tengla og. fl. en bíða með flóknari atriði þar til mál skýrast varðandi samstarfsaðila.
En ég vonast samt til að koma á fót light version
Ég hef hins vegar verið að spjalla við fólk innan KHÍ um þessa hugmynd m.a. Karl Jeppesen og þar hafa menn sýnt málinu áhuga
Ég hef aðgang að ljósmyndum, tónlist , ýmsum skjölum og 8 mm kvikmyndum.. Þessu efni vildi ég gjarnan koma á framfæri í einni eða annarri mynd en það gæti orðið þrautinni þyngri. Myndir og skjöl eru lítið mál en erfiðust er filman. Hugmyndin er að fá lánaða 8 mm sýningarvél, varpa á vegg og taka upp með digitalvél. Þetta þarf ekki að vera flókið. hitt er öllu verra að finna format sem hentar best og tekur ekki mikið pláss og öll klippivinnan því gæði eru misjöfn. Sama á við um tónlistina hana má taka upp á minidisk.
Ég næ hins vegar ekki að koma þessu öllu í framkvæmd á einu bretti þannig að í fyrstu áætla ég að setja inn sitt lítið af hverju tengt viðfangsefninu, tengla og. fl. en bíða með flóknari atriði þar til mál skýrast varðandi samstarfsaðila.
En ég vonast samt til að koma á fót light version
fimmtudagur, 3. apríl 2003
Gerði smá tilraunir
Gerði smá tilraunir á blogginu, miðjusetti allt á vinstri vængnum og færði eldra efni neðar. Reyndi að færa dótið yfir í Dreamweverinn og laga vefinn til þar sem gekk ekki sem skyldi. Blogg.com neitaði harðlega að vista pakkann. Greip því til þess ráðs að finna html-kóða og smella þeim inn. Gekk þokkalega. Þarf endilega að læra hverning maður færir á milli.
miðvikudagur, 2. apríl 2003
Eitthvað er bloggið að klikka
Eitthvað er bloggið að klikka og 1. apríl innleggið komst ekki inn fyrr en í dag og því sennilegt að engin hafi hlaupið apríl af þeim sökum. Hélt reyndar fyrst að Blogg.com væri að grínast af tilefni dagsins. Þar sem að melding um template- vandkvæði birtust á skjánum þegar að maður ætlaði að senda innleggið frá sér. Lærdómurinn er því þessi: að þrátt fyrir frábæra tækniframfarir þá má oft lítið bera út af svo allt fari ekki í vitleysu og blessuð tæknin er ekki óskeikul frekar en önnur mannanna verk. Eitthvað myndi mannlegt atferli og hegðan breytast hjá okkur ef t.d. rafmagnið færi af í 2 -3 vikur, ekki satt? Kennir okkur kannski að ekki er hægt að taka öllu sem gefnu.
þriðjudagur, 1. apríl 2003
Í dag er hægt að kaupa þessar fistölvur
Í dag er hægt að kaupa þessar fistölvur sem maður getur handskrifað inn á með 40% afslætti hjá BT, aðeins 112.000- krónur stykkið . Mig minnir að á UT væri prísinn um 200.000-. Fín verð og gott að vera laus við lyklaborðið loksins.
Hot spring river this book? Þá hefur manni áskotnast Tools pakkinn við Offic XP pakkann. Þetta er í fjórða sinn sem ég á sambærileg viðskipti við Bill Gates og telst mér til að orðabækurnar séu a.m.k. orðnar fjórar. 11.000 kall kostar stykkið, þannig að nokkuð er af manni dregið í fjárútlátum vegna þessara kaupa.
Sú fyrsta sem ég keypti var einungis með sænsku. Núna eru tungumálin hins vegar orðin ca 40 í pakkanum. Ég nota sænsku mest enda nýti ég það mál í norrænum samskiptum. Það verðu hins vegar ekki annað sagt en að forritið verður stöðugt betra og aðgengilegra. Fyrir utan réttritunarleiðréttingar ( rauð undirstrikun ) þá eru samskonar leiðréttingar varðandi málfræðileg atriði ( græn undirstrikun ). Einnig eru ótvíræðir kostir varðandi mjög góða samheitaorðaskrá. Forritið er því ómissandi fyrir fólk sem vinnur mikið á öðru/m tungumálum en sínu eigin en ætti auðvitað að vera í grunnpakkanum. Þar er enska og hvers vegna ættu ekki önnur mál að vera þar líka?
Hot spring river this book? Þá hefur manni áskotnast Tools pakkinn við Offic XP pakkann. Þetta er í fjórða sinn sem ég á sambærileg viðskipti við Bill Gates og telst mér til að orðabækurnar séu a.m.k. orðnar fjórar. 11.000 kall kostar stykkið, þannig að nokkuð er af manni dregið í fjárútlátum vegna þessara kaupa.
Sú fyrsta sem ég keypti var einungis með sænsku. Núna eru tungumálin hins vegar orðin ca 40 í pakkanum. Ég nota sænsku mest enda nýti ég það mál í norrænum samskiptum. Það verðu hins vegar ekki annað sagt en að forritið verður stöðugt betra og aðgengilegra. Fyrir utan réttritunarleiðréttingar ( rauð undirstrikun ) þá eru samskonar leiðréttingar varðandi málfræðileg atriði ( græn undirstrikun ). Einnig eru ótvíræðir kostir varðandi mjög góða samheitaorðaskrá. Forritið er því ómissandi fyrir fólk sem vinnur mikið á öðru/m tungumálum en sínu eigin en ætti auðvitað að vera í grunnpakkanum. Þar er enska og hvers vegna ættu ekki önnur mál að vera þar líka?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)