Í dag er hægt að kaupa þessar fistölvur sem maður getur handskrifað inn á með 40% afslætti hjá BT, aðeins 112.000- krónur stykkið . Mig minnir að á UT væri prísinn um 200.000-. Fín verð og gott að vera laus við lyklaborðið loksins.
Hot spring river this book? Þá hefur manni áskotnast Tools pakkinn við Offic XP pakkann. Þetta er í fjórða sinn sem ég á sambærileg viðskipti við Bill Gates og telst mér til að orðabækurnar séu a.m.k. orðnar fjórar. 11.000 kall kostar stykkið, þannig að nokkuð er af manni dregið í fjárútlátum vegna þessara kaupa.
Sú fyrsta sem ég keypti var einungis með sænsku. Núna eru tungumálin hins vegar orðin ca 40 í pakkanum. Ég nota sænsku mest enda nýti ég það mál í norrænum samskiptum. Það verðu hins vegar ekki annað sagt en að forritið verður stöðugt betra og aðgengilegra. Fyrir utan réttritunarleiðréttingar ( rauð undirstrikun ) þá eru samskonar leiðréttingar varðandi málfræðileg atriði ( græn undirstrikun ). Einnig eru ótvíræðir kostir varðandi mjög góða samheitaorðaskrá. Forritið er því ómissandi fyrir fólk sem vinnur mikið á öðru/m tungumálum en sínu eigin en ætti auðvitað að vera í grunnpakkanum. Þar er enska og hvers vegna ættu ekki önnur mál að vera þar líka?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli