mánudagur, 14. apríl 2003
Ég er búin að vera í leshring
Ég er búin að vera í leshring um tölvu- og upplýsingatækni í vetur. Fínn kúrs, gott fólk og úrvals kennarar. Umsjón með kúrsinu hafði Sólveig Jakobs þar til hún fór í leyfi um áramót. Þuríður Jóhanns hefur haft umsjón með tveimur lotum en Sigurjón Mýrdal tekur þá síðustu. Ég var að fara yfir innleggin frá mér frá því í vetur og gat ekki annað en brosað út í annað yfir ýmsu sem maður skrifaði. Og vel gæti það verið að ég væri í einhverju ósammála sjálfum mér. Það er hins vegar hið besta mál og maður uppgötvar að maður er ekki samur maður. Það er auðvitað akkúrat það besta í stöðunni því heldur væri það dapurlegt ef maður hefði ekkert breyst á þessari vegferð um hinn ágæta KHÍ því ef svo væri þá hefði maður ekkert lært og veran því til einskins, ekki satt ?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli