Kvíði þeim degi verulega ef að Vegagerðin verður seld eða einkavinavædd eins og nú tíðkast. Geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að sama verði upp á teningnum og er uppi varðandi sölu Símans, þ.e.a.s. að fyrirtækið verði selt með öllu þ.m.t. dreifingarkerfinu.
Útkoman einkvædd einokun og öll önnur fyrirtæki undir Símann sett hvað varðar aðgengi að dreifikerfinu og á þeim prísum sem hið einkavædda einokunar fyrirtæki setur upp hverju sinni, verð og sem er þóknanlegt örfáum eigendum þess.
Ef Vegagerðin verður einkavædd þá má með sömu rökum halda því fram að allt vegakerfið fylgi með á sama hátt og dreifkerfið fylgir Símanum. Öll samgöngufyrirtæki, sem og almenningur hljóta því að greiða sérstaklega fyrir afnot af vegakerfinu.
Einkarekinn einokun flytur verulegt fjármagn í vasa fárra útvaldra í stað þess að nýta ágóðann til samfélagslegra málefna eins og t.d. bygginu sjúkrahúss. Fyrirtæki eins og Síminn hefur fært samfélaginu í heild björg í bú árum saman og afrakstur sjö ára starfsemi gerir okkur kleyft að byggja veglegt og fullkomið hátækni sjúkrahús.
Er það ekki skynsamara en að selja Símann t.d.hinu ameríska fyrirtæki Tele Danmark? Missa forræði yfir dreifikerfinu, sem skapar jafnframt algerlega óviðunandi rekstraskilyrði fyrir fjölmörg fyrirtæki hérlendis sem starfa í tækni,upplýsinga- og samskiptageiranum og ekki síst mun hærra þjónustuverðs til almennings en ella.
miðvikudagur, 26. janúar 2005
sunnudagur, 23. janúar 2005
Ekki í okkar nafni
Yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar framkvæmdastjóra ASÍ eru ekki í okkar nafni. Við erum öll Samfylkingarfélagar og fulltrúar í verkalýðsmálaráði flokksins.
Gylfa er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig en skoðanir hans eru ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar eða skoðanir verkalýðshreyfingarinnar almennt. Verkalýðsmálaráð hefur ekki komið saman, hvað þá myndað sér formlega skoðun á einstökum frambjóðendum til formannskjörs.
Það er einnig af og frá að verkalýðsmálaráð sé notað til að taka afstöðu í átökum um persónur innan flokksins. Með því er engum greiði unninn og flokknum bakað tjón.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB
Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, ritari BSRB
Kristín Á Guðmundsdóttir, Formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnamaður í BSRB
Jón Ingi Cæsarsson, ritari Póstmannafélags Íslands BSRB
Svala Nordal varaformaður SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu BSRB
Pétur Sigurðsson Verkalýðsfélag Vestfjarðar " ASÍ
Gylfa er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig en skoðanir hans eru ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar eða skoðanir verkalýðshreyfingarinnar almennt. Verkalýðsmálaráð hefur ekki komið saman, hvað þá myndað sér formlega skoðun á einstökum frambjóðendum til formannskjörs.
Það er einnig af og frá að verkalýðsmálaráð sé notað til að taka afstöðu í átökum um persónur innan flokksins. Með því er engum greiði unninn og flokknum bakað tjón.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB
Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, ritari BSRB
Kristín Á Guðmundsdóttir, Formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnamaður í BSRB
Jón Ingi Cæsarsson, ritari Póstmannafélags Íslands BSRB
Svala Nordal varaformaður SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu BSRB
Pétur Sigurðsson Verkalýðsfélag Vestfjarðar " ASÍ
fimmtudagur, 20. janúar 2005
„Sælla að þiggja en að gefa" eða ...
Það er auðvitað tómt mál að tala um að mæta í mat, leggjast upp í sófa að því loknu , horfa á ensku knattspyrnuna og neita algerleg, sem endranær, að ryksuga eða taka þátt í öðrum heimilisstörfum og láta eins og ekkert hafi í skorist, drattast upp í rúm og hrjóta eins og ekkert sé, sérstaklega ef viðkomandi hefur af eigin frumkvæði skilið við eiginkonuna, tilkynnt henni að nú eigi fólk ekki samleið lengur enda gefist aðrar konur og mun betri annarsstaðar.
Vera svo jafnvel fornema morguninn eftir þegar að í ljós kemur að hreinir sokkar og skyrtur eru ekki á sínum stað. Í hinu nýja sambandi munu allir þessir hlutir verða samkvæmt ýtrustu (ekki óskum) skilyrðum.
Lenda í síðan hremmingum milli sambanda og gera ráð fyrir að gamla „flamman" gangi þá fram fyrir skjöldu og reddi málum eins og ávallt áður. Verða síðan afar „misskildir" og jafnvel sárir þegar að sú fyrrverandi minnir á að „hin skyldu skipti" hafi það í för með sér að málið snerti sig ekki neitt lengur og menn séu á eigin vegum og hafi kosið það sjálfviljugir og verði því að greiða úr eign vandamálum sjálfir.
Datt þetta svona i hug þegar að ég fékk af því spurnir í dag hvort starfsmannfélagið ætlaði ekki að gera neitt varðandi breytta fasta yfirvinnu hjá einstakling sem sagði sig sjálfviljugur úr okkar ágæta starfsmannfélagi fyrir nokkru, teljandi sig fá verulega bætt kjör í öðru félagi. Svarið var einfalt félagið gerir ekki neitt enda viðkomandi af fyrra bragði og búin að segja að hann vilji ekkert með félagið hafa saman að sælda.
Spurningin er því einfaldlega sú? Er til fólk sem skilur að skiptum og ætlast til þess að allt það góða í gamla sambandinu gildi áfram og að viðkomandi hafi engar skyldur sjálfur? - Veit það svei mér ekki - veit hitt að vera í félagi er ekki bara réttindi, það eru ekki síst skyldur - Sennilega margir sem skilja ekki samhengið í þessu öllu saman - Veldur auðvitað áhyggjum hve mikil „naivismi" er í gangi hvað þessa hluti varðar.
Vera svo jafnvel fornema morguninn eftir þegar að í ljós kemur að hreinir sokkar og skyrtur eru ekki á sínum stað. Í hinu nýja sambandi munu allir þessir hlutir verða samkvæmt ýtrustu (ekki óskum) skilyrðum.
Lenda í síðan hremmingum milli sambanda og gera ráð fyrir að gamla „flamman" gangi þá fram fyrir skjöldu og reddi málum eins og ávallt áður. Verða síðan afar „misskildir" og jafnvel sárir þegar að sú fyrrverandi minnir á að „hin skyldu skipti" hafi það í för með sér að málið snerti sig ekki neitt lengur og menn séu á eigin vegum og hafi kosið það sjálfviljugir og verði því að greiða úr eign vandamálum sjálfir.
Datt þetta svona i hug þegar að ég fékk af því spurnir í dag hvort starfsmannfélagið ætlaði ekki að gera neitt varðandi breytta fasta yfirvinnu hjá einstakling sem sagði sig sjálfviljugur úr okkar ágæta starfsmannfélagi fyrir nokkru, teljandi sig fá verulega bætt kjör í öðru félagi. Svarið var einfalt félagið gerir ekki neitt enda viðkomandi af fyrra bragði og búin að segja að hann vilji ekkert með félagið hafa saman að sælda.
Spurningin er því einfaldlega sú? Er til fólk sem skilur að skiptum og ætlast til þess að allt það góða í gamla sambandinu gildi áfram og að viðkomandi hafi engar skyldur sjálfur? - Veit það svei mér ekki - veit hitt að vera í félagi er ekki bara réttindi, það eru ekki síst skyldur - Sennilega margir sem skilja ekki samhengið í þessu öllu saman - Veldur auðvitað áhyggjum hve mikil „naivismi" er í gangi hvað þessa hluti varðar.
fimmtudagur, 13. janúar 2005
Tölvunni minn ofbýður !
Tölvur eru víst greindar, þó svo að ég hafi ávalt haldið öðrum fram. Get sannað það með eftirfarandi sýnishorni úr póstforriti mínu.
Þannig er að mér var sendur samningur bæjarstarfsmannafélagana við launanefnd sveitarfélaga og viti menn tölvan flokkar það plagg snarlega og á sekúndubroti undir „Junk" og í mínu tilfelli þýðir hún á sannverðungan hátt innhaldið á íslensku sem „Rusl" sem er réttnefni og ákaflega viðeignandi þýðing. Skilaboðin á skjánum voru:
Subject: [RUSL] Samningar við LN
Mun ekki halda öðru fram að tölvur beri gott skynbragð a.m.k á íslenska láglaunapólitík. Kannski er það örgjörfin sem er svona snöggur að reikna innihaldið - hver veit? „In Iceland, we have a junk agreement" eru sem sagt skilaboðin inn í hina alþjóðlegu kjaramálaumræðu.
Þannig er að mér var sendur samningur bæjarstarfsmannafélagana við launanefnd sveitarfélaga og viti menn tölvan flokkar það plagg snarlega og á sekúndubroti undir „Junk" og í mínu tilfelli þýðir hún á sannverðungan hátt innhaldið á íslensku sem „Rusl" sem er réttnefni og ákaflega viðeignandi þýðing. Skilaboðin á skjánum voru:
Subject: [RUSL] Samningar við LN
Mun ekki halda öðru fram að tölvur beri gott skynbragð a.m.k á íslenska láglaunapólitík. Kannski er það örgjörfin sem er svona snöggur að reikna innihaldið - hver veit? „In Iceland, we have a junk agreement" eru sem sagt skilaboðin inn í hina alþjóðlegu kjaramálaumræðu.
miðvikudagur, 12. janúar 2005
Söngvakeppni & vel heppnuð heimasíða
Fullt út úr dyrum og upp í rjáfur, sennilega um 400 hundruð manns. Staðurinn: Félagsmiðstöðin Aldan. 19 frábær söng- og tónlistaratriði og á fimmta tug ungra listamanna sem kom fram. Fínt sánd, flottar kynningar og góð umgjörð. Tilefnið söngvakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og á Álftanesi.
Virk menningarstarfsemi unglinga er ávísum á betra mannlíf og aukin lífgæði viðkomandi . Ríkt menningarstarf unglinga, kimi samfélagsins sem nýtur því miður ekki verðskuldaðrar athygli almennings og hverfur því miður oft í þröngu sjónarhorni fjölmiðla sem sumir hverjir fjalla nánast eingöngu um það sem miður fer, fremur en að beina kastljósi sínu á það sem vel er gert.
Flott heimasíða hjá Hafnarfjarðarbæ. Praktísk, aðgengileg og um fram allt þokkalega hröð. Það er að mínu mati nokkur kúnst að gera stjórnsýslusíður. Fagna því sérstaklega að bæjarfulltrúar eru komir í bloggheima og sem hluti af því samfélagi býð ég þá velkomna. Fínt verkfæri til að breiða út „hinn rétta boðskap" hverju sinni og ekki síst tækifæri fyrir bæjarbúa sem kjósendur að kynna sér hugmyndir og stefnumið viðkomandi bæjarfulltrúa. Endilega kíkja á síðuna slóðin er www.hafnarfjordur.is
Virk menningarstarfsemi unglinga er ávísum á betra mannlíf og aukin lífgæði viðkomandi . Ríkt menningarstarf unglinga, kimi samfélagsins sem nýtur því miður ekki verðskuldaðrar athygli almennings og hverfur því miður oft í þröngu sjónarhorni fjölmiðla sem sumir hverjir fjalla nánast eingöngu um það sem miður fer, fremur en að beina kastljósi sínu á það sem vel er gert.
Flott heimasíða hjá Hafnarfjarðarbæ. Praktísk, aðgengileg og um fram allt þokkalega hröð. Það er að mínu mati nokkur kúnst að gera stjórnsýslusíður. Fagna því sérstaklega að bæjarfulltrúar eru komir í bloggheima og sem hluti af því samfélagi býð ég þá velkomna. Fínt verkfæri til að breiða út „hinn rétta boðskap" hverju sinni og ekki síst tækifæri fyrir bæjarbúa sem kjósendur að kynna sér hugmyndir og stefnumið viðkomandi bæjarfulltrúa. Endilega kíkja á síðuna slóðin er www.hafnarfjordur.is
mánudagur, 10. janúar 2005
Af andans mönnum
L. Norðfjörð stórskáld er maður nefndur sem gaukar oft að mér ýmsu menningarefni,tek ábyrgð á skrifum hans. Loðmundur þessi Norðfjörð hitti eitt sinn annan andans mann á förnum vegi, Flosa Ólafsson og sagði við það tilefni „þetta er bara eins og þegar að Bítlarnir hittu Rolling Stones"
L. Norðfjörð er um þessar mundir á miðju Thor Vilhjálmssonar tímabilinu í kveðskap sínum. Skáldið kveðjur djúpt eins og merkja má af kvæðunum Mímisbrunnur , Algleymi viskunnar og Eplið
Mímisbrunnur
Mímir í skjáskyggni
vestur í verum
fer í flæmingi
að andans kverum
Algleymi viskunnar
Eins og smjörbráð við sjóndeildarhringinn
húkum við mennirnir
Þar sem tíminn varir
og þrösturinn flýgur yfir farin veg
Þar er miðja hlutanna
í algleymi viskunnar
þar sem súrum eplum
meðalhófsins er haganlega
fyrirkomið.
Eplið
Eplið er
einungis
óvandaður
ferhyrningur
Af hverju er það
að gera grín af
okkur mönnunum
L. Norðfjörð anno 2004
L. Norðfjörð er um þessar mundir á miðju Thor Vilhjálmssonar tímabilinu í kveðskap sínum. Skáldið kveðjur djúpt eins og merkja má af kvæðunum Mímisbrunnur , Algleymi viskunnar og Eplið
Mímisbrunnur
Mímir í skjáskyggni
vestur í verum
fer í flæmingi
að andans kverum
Algleymi viskunnar
Eins og smjörbráð við sjóndeildarhringinn
húkum við mennirnir
Þar sem tíminn varir
og þrösturinn flýgur yfir farin veg
Þar er miðja hlutanna
í algleymi viskunnar
þar sem súrum eplum
meðalhófsins er haganlega
fyrirkomið.
Eplið
Eplið er
einungis
óvandaður
ferhyrningur
Af hverju er það
að gera grín af
okkur mönnunum
L. Norðfjörð anno 2004
miðvikudagur, 5. janúar 2005
Af klámhundi
Munaði mjóu skal ég segja ykkur, hélt að ég yrði rekinn. Vann einn vetur við dagskrágerð á gömlu Gufunni, sennilega árið 1979, hélt úti unglingaþætti einu sinni í viku.
Ekki fór nú mikið fyrir kynferðisfræðslu á þessum árum og því tilvalið að taka þau mál til umfjöllunar, enda staða mála þannig að náttúrfræðikennarar höfðu eina síðu í kennslubókinni, sér til halds og trausts í þessum efnum, um „æxlun manna", síðu sem margir hlupu yfir.
Mér fannst því tilvalið að fá að nýta fræðsluefni um kynferðismál sem unglingar í Fellahelli voru að nota í klúbbastarfinu í félagsmiðstöðinni.
Hófst nú lesturinn og ekki voru menn að láta latnesk heiti ýmissa líkamsparta trufla lesturinn. Orðin tippi og píka flugu um öldur ljósvakans þetta mánudagskvöld sem mæltist vægast sagt afar illa fyrir hjá þeim áheyrendum sem eldri voru , sem voru fjölmargir og hringdu í umvörpum í síma ríkisútvarpsins og kvörtuð sáran yfir þessum klámkjafti.
Blés nú ekki byrlega hjá okkar manni þar sem að hið hæstvirta útvarpsráð tók málið til umfjöllunar og ákvað samhljóða í snarhasti að sérmenntaður maður og þá ekkert minna en verulega langskólagengin doktor í læknavísindum yrði fengin til verksins í þeim tilgangi að klára seinni hluta umfjöllunarinnar, enda fyrirliggjandi loforð frá klámkjaftinum að halda áfram í næsta þætti þessari pornografisku umfjöllun, eins og einn eldri hlustenda orðaði svo snyrtilega
Doktorinn hóf lestur einn mikinn sem engin skyldi en að sögn lærðra manna í engu betri en í fyrri þættinum og gríðarlegt porno í öllu máli hans. Hins vegar skyldi ekki nokkur maður, eins og áður sagði, upp né niður í þessu „latínutali" og það sem merkilegast var að eldra fólkið var ánægt en blessuðum unglingunum fannst þetta bara leiðinlegt og sendu okkur bréf um hvers vegna við héldum ekki áfram fræðslunni frá fyrri þætti og hvers vegna við létum „ Karlinn" vera að lesa alla þessa útlensku?
Nú er öldin önnur, ungt fólk og krakkar kunna sennilega jafn mikla anatomíu og blessaður doktorinn okkar forðum, Mörgum leiðist þetta hreinlega, innri og ytri þetta og hitt...
Sem leiðir hugann að því að kannski er þessi fræðsla okkar á villigötum. Lífærrafræði neðan nafla er öllum löngu kunn. Eru ekki einhver önnur atriði sem þarf að fjalla um , þarf ekki nýja nálgun?
Hiklaust segi ég. Siðferði kynlífs og þau gildi sem ráða í nánum mannlegum samskiptum. Finnst stundum eins og ungt fólk sé ráðvillt og viti ekki sitt hlutverk. Fari jafnvel út í hluti sem þeim líkar ekki af því að þau halda að þetta eigi að vera svona, það séu bara þau sjálf sem eitthvað er að. Þetta skapar mikla vanlíðan hjá mörgu ungu fólk og ekki síst óöryggi þeirra um sitt kynhlutverk og sínar tilfinningar. Þetta segir manni að fræðslan er ekki nægileg og ekki miðuð við þær þarfir sem fræðslan þarf að uppfylla í samfélagi nútímans.
Það þarf því að bretta upp ermarnar í þessum efnum - megum ekki lenda í því að „sleppa þessari blaðsíðu" úr fræðslunni eins og átti sér stað með „æxlun mannsins" í gamla daga.
Ekki fór nú mikið fyrir kynferðisfræðslu á þessum árum og því tilvalið að taka þau mál til umfjöllunar, enda staða mála þannig að náttúrfræðikennarar höfðu eina síðu í kennslubókinni, sér til halds og trausts í þessum efnum, um „æxlun manna", síðu sem margir hlupu yfir.
Mér fannst því tilvalið að fá að nýta fræðsluefni um kynferðismál sem unglingar í Fellahelli voru að nota í klúbbastarfinu í félagsmiðstöðinni.
Hófst nú lesturinn og ekki voru menn að láta latnesk heiti ýmissa líkamsparta trufla lesturinn. Orðin tippi og píka flugu um öldur ljósvakans þetta mánudagskvöld sem mæltist vægast sagt afar illa fyrir hjá þeim áheyrendum sem eldri voru , sem voru fjölmargir og hringdu í umvörpum í síma ríkisútvarpsins og kvörtuð sáran yfir þessum klámkjafti.
Blés nú ekki byrlega hjá okkar manni þar sem að hið hæstvirta útvarpsráð tók málið til umfjöllunar og ákvað samhljóða í snarhasti að sérmenntaður maður og þá ekkert minna en verulega langskólagengin doktor í læknavísindum yrði fengin til verksins í þeim tilgangi að klára seinni hluta umfjöllunarinnar, enda fyrirliggjandi loforð frá klámkjaftinum að halda áfram í næsta þætti þessari pornografisku umfjöllun, eins og einn eldri hlustenda orðaði svo snyrtilega
Doktorinn hóf lestur einn mikinn sem engin skyldi en að sögn lærðra manna í engu betri en í fyrri þættinum og gríðarlegt porno í öllu máli hans. Hins vegar skyldi ekki nokkur maður, eins og áður sagði, upp né niður í þessu „latínutali" og það sem merkilegast var að eldra fólkið var ánægt en blessuðum unglingunum fannst þetta bara leiðinlegt og sendu okkur bréf um hvers vegna við héldum ekki áfram fræðslunni frá fyrri þætti og hvers vegna við létum „ Karlinn" vera að lesa alla þessa útlensku?
Nú er öldin önnur, ungt fólk og krakkar kunna sennilega jafn mikla anatomíu og blessaður doktorinn okkar forðum, Mörgum leiðist þetta hreinlega, innri og ytri þetta og hitt...
Sem leiðir hugann að því að kannski er þessi fræðsla okkar á villigötum. Lífærrafræði neðan nafla er öllum löngu kunn. Eru ekki einhver önnur atriði sem þarf að fjalla um , þarf ekki nýja nálgun?
Hiklaust segi ég. Siðferði kynlífs og þau gildi sem ráða í nánum mannlegum samskiptum. Finnst stundum eins og ungt fólk sé ráðvillt og viti ekki sitt hlutverk. Fari jafnvel út í hluti sem þeim líkar ekki af því að þau halda að þetta eigi að vera svona, það séu bara þau sjálf sem eitthvað er að. Þetta skapar mikla vanlíðan hjá mörgu ungu fólk og ekki síst óöryggi þeirra um sitt kynhlutverk og sínar tilfinningar. Þetta segir manni að fræðslan er ekki nægileg og ekki miðuð við þær þarfir sem fræðslan þarf að uppfylla í samfélagi nútímans.
Það þarf því að bretta upp ermarnar í þessum efnum - megum ekki lenda í því að „sleppa þessari blaðsíðu" úr fræðslunni eins og átti sér stað með „æxlun mannsins" í gamla daga.
laugardagur, 1. janúar 2005
Solidarnoz
Óska lesendum gleðilegs árs og þakka lesendum síðunnar viðbrögð af öllum „sortum” á árinu. Hafa að öllu jöfnu verið jákvæð en auðvitað hefur maður stundum fengið orð í eyra. Merkilegast er sennilega það að ein og sama greinin getur valdið ríkum geðbrigðum í báðar áttir og verið því í senn, að mati viðkomandi, sú besta eða versta grein sem viðkomandi hefur lesið.
Hvað með það síðan þjónar vel sínum tilgangi sem er einfaldlega sá að láta hugann reika um ýmis þau mál sem eru mér efst í huga hverju sinni. Verð læriföður mínum í KHÍ á sviði upplýsingartækni Dr. Salvöru Gissurardóttur ávallt þakklátur fyrir að kynna mér þessa frábæru tækni Netsins.
Solidarnoz – samstaða er yfirskrift á þessum fyrsta pistli ársins og ekki vanþörf á, því árið sem var að líða í verkalýðsmálum er búið að vera bæði leiðinlegt og ákaflega erfitt. Seinkun starfsmatsins hefur reynt verulega á þanþol fólks og skyldi engan undra.
Og þegar að á móti blæs þá er ekkert annað í stöðunni en að standa þétt saman í stað þess að hopa af hólmi og setja rassinn í vindinn á einhverju undanhaldi. Markmið viðsemjanda okkar eru augljós, viðhalda láglaunapólitík og í því felst m.a. að mylja verklýðshreyfinguna niður í helst sem flestar og dreifðustu einingar.
Fyrir launanefndina er það alger óskastaða ef bæjarstarfsmenn eru í sem flestum félögum sem mynda litlar og veikar einingar sem skapa lítinn þrýsting og geta lítið sem ekkert aðhafst einar og sér. Kostnaður LN afar lítil, sennilega bara tímabundin mismunun meðan þetta er að ganga yfir, sem gerir lítið þegar að til lengri tíma er litið.
Ráðagerð launanefndar sveitarfélaga um að afnema einhliða bókun 7 þann 1. desember 2002, um samræmingu launa háskólahópa innan bæjarstarfsmannafélaga m.m.t. samsetningu heildarlauna, segir auðvitað allt sem segja þarf í þessum efnum.
Launanefnd sveitarfélaga samtals fimm manns og fimm til vara sem fara algerlega með umboð sveitarfélaganna í landinu , sveitarfélögin þurfa ekki einu sinni að bera upp samninga til samþykktar í viðkomandi bæjarstjórnum – valdið er algert.
Árangurinn sennilega talin„fínn” enda það grundvallarmarkmið launanefndarinnar að viðhalda grjótharðri láglaunapólitík tekist með miklum ágætum. Sveitarfélögin í landinu geta nú um stundir með sanni „státað” af því að gera hvað allra síst við sitt fólk í launum. Dæmi um slíkt er að STH félagar sem vinna hjá ríkinu í sambærilegum störfum og STH félagar hjá bæjarfélaginu hafa mun og jafnvel verulega hærri laun en bæjarstarfsmenn innan STH.
Það er enginn annar kostur í stöðunni fyrir launafólk að standa saman og berjast á móti vindinum. Það er alger nauðsyn því að í mars n.k. renna samningar út og þá þarf að sækja það sem okkur ber. Til þess að það megi takast verður fólk að standa saman. Það skeður ekkert af sjálfu sér í þessum efnum, það gerir þetta engin fyrir mann og það kemur ekkert upp í hendur okkar. Verklýðs„hreyfing” er ekkert afl nema fyrir tilstilli samhentra félagsmanna. Málið er ekkert flóknara en þetta. Verum virk og fylkjum liði og þá mun okkur farnast vel í þeirri hörðu baráttu sem framundan er.
Hvað með það síðan þjónar vel sínum tilgangi sem er einfaldlega sá að láta hugann reika um ýmis þau mál sem eru mér efst í huga hverju sinni. Verð læriföður mínum í KHÍ á sviði upplýsingartækni Dr. Salvöru Gissurardóttur ávallt þakklátur fyrir að kynna mér þessa frábæru tækni Netsins.
Solidarnoz – samstaða er yfirskrift á þessum fyrsta pistli ársins og ekki vanþörf á, því árið sem var að líða í verkalýðsmálum er búið að vera bæði leiðinlegt og ákaflega erfitt. Seinkun starfsmatsins hefur reynt verulega á þanþol fólks og skyldi engan undra.
Og þegar að á móti blæs þá er ekkert annað í stöðunni en að standa þétt saman í stað þess að hopa af hólmi og setja rassinn í vindinn á einhverju undanhaldi. Markmið viðsemjanda okkar eru augljós, viðhalda láglaunapólitík og í því felst m.a. að mylja verklýðshreyfinguna niður í helst sem flestar og dreifðustu einingar.
Fyrir launanefndina er það alger óskastaða ef bæjarstarfsmenn eru í sem flestum félögum sem mynda litlar og veikar einingar sem skapa lítinn þrýsting og geta lítið sem ekkert aðhafst einar og sér. Kostnaður LN afar lítil, sennilega bara tímabundin mismunun meðan þetta er að ganga yfir, sem gerir lítið þegar að til lengri tíma er litið.
Ráðagerð launanefndar sveitarfélaga um að afnema einhliða bókun 7 þann 1. desember 2002, um samræmingu launa háskólahópa innan bæjarstarfsmannafélaga m.m.t. samsetningu heildarlauna, segir auðvitað allt sem segja þarf í þessum efnum.
Launanefnd sveitarfélaga samtals fimm manns og fimm til vara sem fara algerlega með umboð sveitarfélaganna í landinu , sveitarfélögin þurfa ekki einu sinni að bera upp samninga til samþykktar í viðkomandi bæjarstjórnum – valdið er algert.
Árangurinn sennilega talin„fínn” enda það grundvallarmarkmið launanefndarinnar að viðhalda grjótharðri láglaunapólitík tekist með miklum ágætum. Sveitarfélögin í landinu geta nú um stundir með sanni „státað” af því að gera hvað allra síst við sitt fólk í launum. Dæmi um slíkt er að STH félagar sem vinna hjá ríkinu í sambærilegum störfum og STH félagar hjá bæjarfélaginu hafa mun og jafnvel verulega hærri laun en bæjarstarfsmenn innan STH.
Það er enginn annar kostur í stöðunni fyrir launafólk að standa saman og berjast á móti vindinum. Það er alger nauðsyn því að í mars n.k. renna samningar út og þá þarf að sækja það sem okkur ber. Til þess að það megi takast verður fólk að standa saman. Það skeður ekkert af sjálfu sér í þessum efnum, það gerir þetta engin fyrir mann og það kemur ekkert upp í hendur okkar. Verklýðs„hreyfing” er ekkert afl nema fyrir tilstilli samhentra félagsmanna. Málið er ekkert flóknara en þetta. Verum virk og fylkjum liði og þá mun okkur farnast vel í þeirri hörðu baráttu sem framundan er.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)