sunnudagur, 23. janúar 2005

Ekki í okkar nafni

Yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar framkvæmdastjóra ASÍ eru ekki í okkar nafni. Við erum öll Samfylkingarfélagar og fulltrúar í verkalýðsmálaráði flokksins.

Gylfa er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig en skoðanir hans eru ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar eða skoðanir verkalýðshreyfingarinnar almennt. Verkalýðsmálaráð hefur ekki komið saman, hvað þá myndað sér formlega skoðun á einstökum frambjóðendum til formannskjörs.

Það er einnig af og frá að verkalýðsmálaráð sé notað til að taka afstöðu í átökum um persónur innan flokksins. Með því er engum greiði unninn og flokknum bakað tjón.

Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í BSRB
Elín Björg Jónsdóttir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, ritari BSRB
Kristín Á Guðmundsdóttir, Formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnamaður í BSRB
Jón Ingi Cæsarsson, ritari Póstmannafélags Íslands BSRB
Svala Nordal varaformaður SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu BSRB
Pétur Sigurðsson Verkalýðsfélag Vestfjarðar " ASÍ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli