miðvikudagur, 12. janúar 2005

Söngvakeppni & vel heppnuð heimasíða

Fullt út úr dyrum og upp í rjáfur, sennilega um 400 hundruð manns. Staðurinn: Félagsmiðstöðin Aldan. 19 frábær söng- og tónlistaratriði og á fimmta tug ungra listamanna sem kom fram. Fínt sánd, flottar kynningar og góð umgjörð. Tilefnið söngvakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og á Álftanesi.

Virk menningarstarfsemi unglinga er ávísum á betra mannlíf og aukin lífgæði viðkomandi . Ríkt menningarstarf unglinga, kimi samfélagsins sem nýtur því miður ekki verðskuldaðrar athygli almennings og hverfur því miður oft í þröngu sjónarhorni fjölmiðla sem sumir hverjir fjalla nánast eingöngu um það sem miður fer, fremur en að beina kastljósi sínu á það sem vel er gert.

Flott heimasíða hjá Hafnarfjarðarbæ. Praktísk, aðgengileg og um fram allt þokkalega hröð. Það er að mínu mati nokkur kúnst að gera stjórnsýslusíður. Fagna því sérstaklega að bæjarfulltrúar eru komir í bloggheima og sem hluti af því samfélagi býð ég þá velkomna. Fínt verkfæri til að breiða út „hinn rétta boðskap" hverju sinni og ekki síst tækifæri fyrir bæjarbúa sem kjósendur að kynna sér hugmyndir og stefnumið viðkomandi bæjarfulltrúa. Endilega kíkja á síðuna slóðin er www.hafnarfjordur.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli