mánudagur, 10. janúar 2005

Af andans mönnum

L. Norðfjörð stórskáld er maður nefndur sem gaukar oft að mér ýmsu menningarefni,tek ábyrgð á skrifum hans. Loðmundur þessi Norðfjörð hitti eitt sinn annan andans mann á förnum vegi, Flosa Ólafsson og sagði við það tilefni „þetta er bara eins og þegar að Bítlarnir hittu Rolling Stones"

L. Norðfjörð er um þessar mundir á miðju Thor Vilhjálmssonar tímabilinu í kveðskap sínum. Skáldið kveðjur djúpt eins og merkja má af kvæðunum Mímisbrunnur , Algleymi viskunnar og Eplið

Mímisbrunnur
Mímir í skjáskyggni
vestur í verum
fer í flæmingi
að andans kverum

Algleymi viskunnar
Eins og smjörbráð við sjóndeildarhringinn
húkum við mennirnir
Þar sem tíminn varir
og þrösturinn flýgur yfir farin veg
Þar er miðja hlutanna
í algleymi viskunnar
þar sem súrum eplum
meðalhófsins er haganlega
fyrirkomið.

Eplið
Eplið er
einungis
óvandaður
ferhyrningur
Af hverju er það
að gera grín af
okkur mönnunum

L. Norðfjörð anno 2004

Engin ummæli:

Skrifa ummæli