Þegar að litið er á málalista Alþingis fyrstu starfsdaga nýrrar ríkistjórnar og tekin
út þau mál sem lögð hafa verið fram af þingmönnum minnihluta þá lítur málalistinn
svona út:
Eins og sjá má af þessu þá er áfengisfrumvarpið í raun algert forgangsmál á þessu þingi, lagt fram sem mál númer sjö af dagskrá meirihlutans. Þar
af eru fjögur frumvörp Villhjálms Bjarnasonar, Eitt frumvarp fjármálaráðherra
og eitt frumvarp úr velferðarnefnd. Fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins kvað aðspurður mikla vinnu hafa verið lagða í frumvarpið að þessu sinni. Í þessu
ljósi er sólklárt að þingið mun eins fljótt og frekast verður unnt taka málið á
dagskrá. Skoðanir forseta þingsins og
formanns alsherjar- og menntamálanefndar til málsins, þangað sem málinu verður
vísað, eru kunnar. Og í ljósi mikilvægi málsins mun forseti og nefndarformaður (sem jafnframt er meðflutningsmaður frumvarpsins) nýta
til fullnustu það vald sem þeim hefur
verið falið af hálfu þingsins í því skyni að koma málinu í gegn. Já í mörgu er að mæðast þegar að mikilvægar pólitískar hugsjónir
eru í húfi og ekki síst þar sem flutningsmenn frumvarpsins virðast byggja pólitíska vegferð sína á málinu. Af þeim sökum þarf engum að koma á óvart að málið verið fyrr en seinna sett á dagskrá þingsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli