sunnudagur, 31. ágúst 2003

Er íslenska loftið þykkara en annars staðar ?

Er íslenska loftið þykkara en annars staðar ?
Hef verið að velta fyrir mér flugeðlisfræðinni. En eins og fram hefur komið á dagskinnunni þá hafði ég uppi miklar efasemdir um verð í innanlandsflugi hér á landi. 20.000 krónur til Ísafjarðar (35 mín flug)? Held því fram að Íslendingar hafi ekki ráð á ferðast flugleiðis í sínu eigin landi og landsbyggðin búi við ofur dreifbýlisskatt a.m.k. yfir vetrarmánuðina þegar að flugið er eini kosturinn.

Meira af flugfargjöldum
Þarf starfa minna vegna að bregða mér á fund á norður Jótlandi í Danmörku um miðjan mánuðinn. Þetta er vart í frásögu færandi nema ef vera skyldi vegna flugkostnaðar.
Þannig háttar til að í gegnum Flugleiðir þá er hið hógværa fargjald alla leið aðeins tæpleg 140.000 kr. Ef maður bókar eingöngu til Köben þá er fargjaldi rúmlega 40.000 ( með helgareglu )? 100. þús fyrir 50 mín flug frá Köben til Karup sem ég get síðan fengið á ca 400- 500 kall danskar (báðar leiðir) með því að panta sjálfur beint og milliliðalaust hjá viðkomandi flugfélagi? (dálítið spes - munar 95.000 kr)
Niðurstaðan sennilegast Icelandic Express + Cimber Air fram og til baka ca 40. 000- Íslendingar hafa ekki efni á að eiga viðskipti við sitt heimafólk og hvað þá að henda 100.000 kall út í loftið - eins og fólk hafi ekkert þarfara við peninginn að gera.

Borgarnes
Það er sennilega hið þykka íslenska loft og hin mikla mótstaða þess sem veldur þessum háu flugfargjöldum. Hið þunna danska loft gerir það alla vega að verkum að verðið þeytir manni 4-5 sinnum lengri vegalengd?
Á dönskum prísum hérlendis myndi maður rétt slefa í Borganes með Flugfélagi Íslands - þvílík er þykktin á íslenska loftinu - eða er það kannski bara okrið sem veldur þessu ?

laugardagur, 30. ágúst 2003

Hver á þessar tær - hvar var ég í gær ?

Hver á þessar tær - hvar var ég í gær ?
kváðu Stuðmenn við raust hér um árið um mann sem greinilega hafði ekki einungis verið tygjum við Bakkus þá nóttina. Ekki held ég nú að það hafi orðið hlutskipti nokkurs þeirra bæjarastarfsmanna er í gærkvöld sóttu grillveislu í Skógræktinni, sem bæjarstjóri hélt og stóð fyrir. Frábært veður í frábæru umhverfi með frábæru fólki. Ákaflega vel til fundið af bæjarstjóra að efna til þessa fagnaðar og hárrétt tímasetning.

Hvaleyrarvatn
og umhverfi þess er gott útvistarsvæði og í raun stórkostlegur árangur hjá Skógræktinni að hafa tekist að umbreyta þessum fyrrum melum í fallegan skóg á um 50 ára tímabili. Þetta svæði er lýsandi dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í skógrækt hér á landi.

fimmtudagur, 28. ágúst 2003

Stjórnarfundur í dag
Klukkan 17:00 var stjórnarfundur í STH. Ýmislegt á dagskrá, mál tengd höfninni , tenging við launaflokk varðandi eftirlaun, kjaramál umsjónarmanns á Hjallabraut 33, val á fulltrúum á BSRB þing, skipulagsbreytingar, bætur vegna vinnuslys, málefni húsvarðar, starfsmatið, orlofsmöguleikar á næsta sumri, nokkur stykki styrkbeiðnir frá velferðasamtökum, fúavörn á bústað í Skorradal, fundir í samráðsnefnd Sólvangs og Heilsugæslunnar,erindi frá starfsmanna heilsdagsskóla, forystufræðsla BSRB, svo fátt eitt sé nefnt.

Starfsmatið
Merkustu tíðindi fundarins eru að blessað starfsmatið er að komast á skrið. Haraldur gjaldkeri STH og "fulltrúi" á starfsmannahaldi var hreinlega lánaður frá Hafnarfjarðarbæ til þess að vinna að og staðfæra nýja starfsmatskerfið ásamt starfsmanni frá launanefnd sveitarfélaga. Haraldur hefur mikla og víðtæka reynslu af starfsmatsvinnu, reynsla sem nýst hefur vel í þessari vinnu. Hafnarfjarðarbæ er þakkað lánið en ljóst er að ekki hefði gengið að koma þessu heim og saman með góðu móti nema með því að Haraldur færi alfarið í verkið um nokkurra mánaða skeið. Kerfið verður nýtt meðal allra bæjarstarfsmanna og vonast er til að hægt verði að koma því í gagnið sem allra fyrst.

miðvikudagur, 27. ágúst 2003

Aðalfundur SSB
11. & 12. september verður aðalfundur Samflots sex bæjarstarfsmannafélaga. Til fundarins er boðið öllum þeim bæjarstarfsmannafélögum sem vilja vinna saman að gerð næstu kjarasamninga . Von mín er sú að þau verði sem flest. Komandi kjarasamningavinna verðu á dagskrá sem og önnur hagsmunamál félaganna. En meira um það síðar.

Samráðsfarsinn
heldur áfram og nú vilja þeir sem ekki vildu rannasaka, rannsaka hvað af tekur og meintir samráðsmenn fagna ? því mjög ef marka má Moggann í dag.

Samkeppnisstofnun orðin ljóti karlinn - ætli hún verði lögð niður eins og Þjóðhagsstofnun? En sú fína stofnun vann sér aðallega það til "sakar" að spá ekki stöðugu blíðviðri í hinu íslenska efnahagskerfi sem ku hafa verið viðtekin persónuleg upplifun ráðamanna (sem ekki á neitt skylt við t.d. hagvísindi).

Núna spá menn bara sjálfir og fjármálafyrirtækin eru í stöðugu efnahagslegu blíðviðri. Fjármalaráðneytið spáir því t.d stöðugt að áætlanir fjármálaráðuneytisins gangi eftir. Menn reka bara fingurinn upp í loftið og finna hvaða pólitísku vindar blása og spá samkvæmt því.

Ef eitthvað er þá á að styrkja Samkeppnisstofnun eins vel í sessi og kostur er. Frekar þykir manni þáttur ríkislögreglustjóraembættisins snautlegur og ómaklega vegið að Samkeppnisstofnun af þess hálfu í öllu þessu máli. Hvað skyldi Spaugstofukarlinn (sá sem ræðir við eftirlitsmyndavélarnar) hafa um þetta að segja - eitt allsherjar plott????????

mánudagur, 25. ágúst 2003

Jú það er rétt lögfræðiþjónusta kostar sitt

Jú það er rétt
lögfræðiþjónusta kostar sitt og því miður hefur það reynst okkur hjá STH nauðsynlegt að eiga öllu meiri samskipti við lögfræðinga en við hefðum kosið síðustu árin. Málið er einfalt, að vernda hagsmuni félagsmanna kostar sitt og þá sérstaklega þegar að reynt hefur verið lengi og með öllum ráðum að ná sáttum án árangurs.

Á umliðnum árum
hefur lögfræðingur STH fyrir hönd viðkomandi félagsmanna og á kostnað félagsins gert fjölmarga starfslokasamninga. Ekki man ég lengur hve margir starfslokasamningar fóru í gegnum lögfræðing STH þegar að stjórnsýslubreytingar voru gerðar í tíð fyrrverandi meirihluta. S.l ár kom félagið að tveimur starfslokasamningum þegar að yfirmanni fræðslusviðs og yfirmanni fjármálasviðs var sagt upp störfum og í ár hefur einn slíkur samningur verið gerður. Í þeirri hrinu sem nú stendur yfir hefur undirritaður verið í nokkuð þéttum samskiptum við lögfræðing félagsins aðallega sem formaður STH vegna málefna einstakra starfsmanna en einnig sem prívatpersónan og embættismaðurinn Árni Guðmundsson. Nokkrir aðrir starfsmenn hafa einnig ráðfært sig milliliðalaust við lögfræðing félagsins.

Allt kostar þetta
og því miður þá hlýtur þessi aukni kostnaður að vera til marks um samskipti sem ekki geta talist með besta móti. Akureyrarbær sem tapað hefur hverju dómsmálinu á fætur öðrum varðandi réttindi og kjör starfsmanna situr uppi með þann stimpil að ekki sé allt með felldu í starfsmannamálum, viðhorf til starfsfólksins eru augljóslega afar neikvæð.

Þetta rann allt upp fyrir mér
í dag er tveimur háttsettum hafnfirskum embættismönnum þótti tilhlýðilegt að ræða við mig af fyrra bragði hið s.k. fæðingarorlofsmál. Í því máli hefur verið teygt og togað um fleiri missera skeið og bæjaryfirvöldum fyrir löngu fullljóst hvert stefndi í þessum efnum .
Starfsmannafélag er ekki bara sumarbústaðir og hótelmiðar. Starfsmannafélag er afl sem stendur vörð um réttindi sinna félagsmanna og ef það kostar peninga þá verður bara að hafa það. STH stefnir hins vegar ekki málum fyrir dómstóla af gamni sínu . Aðgerðir af slíku tagi er teknar að vel ígrunduðu máli af stjórn félagsins í samráði við "bestu manna yfirsýn" á hverjum tíma og þegar að allar aðrar leiðir hafa verið reyndar í þaula. Þetta er einfaldlega hlutverk félagsins.

laugardagur, 23. ágúst 2003

RSÍ

RSÍ
Hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvaða taktík er í gangi hjá RSÍ (Rafiðnaðarsambandi Íslands). Í síðustu samningum voru ýmsir eins og t.d formaður Rafiðnaðarsambandsins ( og jafnvel einstakir forystumenn ASÍ) sífellt kyrjandi þann söng að þeir þyrftu að ná kjörum opinberra starfsmanna og enn væri langt í land, um væri að ræða óþolandi mismunun o.sv.fr.? Því miður er byrjað að örla á þessu að nýju, m.a. í grein er formaður RSÍ ritar í Morgunblaðið um daginn. Raunin er hins vegar sú og hægur leikur að vitna til kjararannsóknanefndar í þeim efnum að samningar og kjör þar á bæ er síst lakari ef tekið er mið af sambærilegum störfum hjá opinberum starfsmönnum og ef einhverjir hafa setið eftir þá eru það opinberir starfsmenn.

Grátkórinn í Garðastræti
Það virðist því miður svo að ýmsir innan RSÍ telji sig hafa einhvern hag í því að hnýta sífellt í opinbera starfsmenn og taka þar með undir með grátkórnum úr Garðastræti sem að öllu jöfnu heldur tárakirtlunum afar virkum með þráhyggjubundinni umfjöllun um "ofurkjör" opinberra starfsmanna.

Eigum öll inni
Ekki veit ég hvort þessi undarlega taktík er gerð í vissu þess að hlutdeild launþega í þjóðartekjum aukist ekki og menn freisti þess því að krækja sér í stærri bita af kökunni en ella með þessu brölti.
Staðreyndin er hins vegar sú að íslenskt launafólk hvar sem það stendur í sveit eða fylkingum á fullan rétt á sanngjörnum hlut, ekki á kostnað hvers annars, heldur þess hlutar sem hreinlega hefur verið hirtur af almenningi í formi verðsamráðs, okurvaxta og hárra samræmdra tryggingagjalda. Hinn íslenski aðall hefur verið stikkfrí og leikið tveimur skjöldum og lítil heilindi á bak við þjóðarsáttina af þeirra hálfu.
Þarna liggja víglínur og þarna á að sækja fram. Formaður Rafiðnaðarsambandsins er því miður í herferð gegn eigin fólki og spjót hans ætluð þeim er síst skyldu.. Mitt ráð, 180° viðsnúningur, beina spjótum sínum í rétta átt og eyða ekki púðrinu í opinbera starfsmenn.

fimmtudagur, 21. ágúst 2003

Allt er gott sem endar vel

Allt er gott sem endar vel
Í ljósi samskipta minna við tollþjóna hins íslenska lýðveldis í fyrradag átti ég von á ýmsu þegar að ég gerði mér ferð til Keflavíkavíkur í hádeginu í gær. Er ég mæti á svæðið var og mér umsvifalaust vísað inn til yfirmanns sem sækir hljóðfærið góða tafarlaust og biður mig innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta mál hafi valdið mér og á þeim mistökum sem augljóslega hafi átt sér stað. Allt er gott sem endar vel hugsaði ég og sleppti fyrirhuguðum ræðuhöldum. Tollurinn sem sagt mannlegur störfum sínum rétt eins og við hin.

Starfsmat.
Loksins loksin loksins sér fyrir endann á kerfisvinnunni við starfsmatið. Kerfið sem sagt að verða ready og bara að bretta upp ermarnar. Næg verkefni framundan í þessum efnum og vonandi verður hægt að hraða vinnunni þannig að eitthvað fari að skila sér. Þetta hefur því miður dregist allt of lengi. Gildistími verður hins vegar aftur í tímann og samkvæmt samningum þar um.

þriðjudagur, 19. ágúst 2003

Hef víða farið

Hef víða farið
Hef víða farið og átt þess kost að sjá margt. Hef sem formaður samtaka norrænna félagsmiðstöðva sótt fundi víða um heim m.a. annars í austantjaldslöndum þar sem vegabréfsskoðun er afar nákvæm. Lendi þó aldrei í sambærilegum hremmingum eins og hjá hinu íslenska tolli. Þar er ég stoppaður í 9 tilfellum af hverjum 10 , læt mér það lynda og tek því með jafnaðargeði , hef jafnvel talið þetta til marks um góða gæslu. Hef stundum velt fyrir mér hvort þessi tíðu samskipti mín við hin íslensku tollayfirvöld hafi eitthvað með það að gera að vera 40 + og klæðast leðurjakka og gallabuxum?

Íslenski tollurinn
Veit það ekki, en hitt veit ég og reyndi í kvöld að tollurinn virðist á stundum geta verið einstaklega óliðlegur og viðskotaillur. Segi farir mínar því ekki sléttar og vík milli vina um þessar mundir. Hef áður gert að umfjöllunarefni á dagskinnunni hið einkar vænlega verðlag í Eistlandi. Þetta aðlaðandi verðlag olli því að ég verslaði mér hljóðfæri þar í landi.
Við hin hefðbundnu samskipti mín við tollinn, við komu mína til landsins framvísaði ég aðspurður að sjálfsögðu reikning varðandi hljóðfærakaupin ca 2.800 eistneskar krónur. Þar kom heldur betur babb í bátinn , hjá tollinum í Keflavík liggur ekki fyrir gengið á hinum margrómuðu eistnesku krónum. Meðan að yfirvöld rannsaka málið er hið ágæta hljóðfæri í vörslu hins opinbera í Keflavík og verður þar til gegni gjaldmiðilsins liggur fyrir.

Hvað er til ráða?
Fyrir alnokkru er búið að finna upp hið svokallað Internet þar sem urmull upplýsinga liggur á lausu m.a. gengi hinna ýmsu gjaldmiðla. Þó svo að Seðlabanki Íslands hafi ekki hina Eistnesku krónu í öndvegi í ritum sínum og á heimasíðu þá má benda á að danski Seðlabankinn er með afar vandaða heimasíðu þar sem gefur að líta gengi nánast allra gjaldmiðla. Ef tölvutæknin hefur hafið innreið sína hjá tollinum í Keflavík má hæglega slá inn nafni bankans á leitarvél og finna gengið bæði fljótt og vel. Með því má t.d. fyrirbyggja það að fólk þurfi að gera sér aukaferð til Keflavíkur algerlega af tilefnislausu. Óliðlegheit af þessu tagi hafa bara í för með sér ákaflega neikvætt viðhorf eins og þessi pistill ber glöggt vitni um? Það getur vel verið að tollurinn telji viðhorf til sín litlu máli skipta en óneitanlega hlýtur það vera metnaðamál hverra stofnunar að viðhorf til hennar sé jákvætt - Í þeim efnum á tollurinn ekki að vera undanskilin.

mánudagur, 18. ágúst 2003

Tallinn

Tallinn
Er einnig afar falleg borg en turisminn hefur sett sinn svip a verdlagid. Er staddur i theirri aegaetu borg. Var i nagrenni Tartu (Äksi)en er nu a heimleid eftir vel heppnadan fund og frodlega radstefnu.
Ymislegt getum vid kennt okkar agaetu vini i Baltnesku löndunum hvad vardar aeskulydsmal. Madur laerir ekki sidur ymislegt og undravert hve mikid verdur ur thvi sem litid er thvi ekki hafa thaer fau felagsmidstödvar sem her eru ur miklu ad spila.

fimmtudagur, 14. ágúst 2003

Tartu

Tartu
er falleg borg og Eistland vinsamlegt land. Er staddur thar um thessar mundir a radstefnu samtaka norraenna felagsmidstodva. En i theim agaetu samtokum gegni eg formennsku. I thessu fagra landi er af ymsu ad taka i verkalydsmalum. Mjog god laun her i landi eru um 35 - 40 thusund en a moti kemur ad verdlag er afar vinsamleg. Islensk laun og Eistneskt verdlag vaeri flott. Eistnesk laun og islenskt verdlag vaeri tragidia.

þriðjudagur, 12. ágúst 2003

Mér er það bæði ljúft og skylt

Mér er það bæði ljúft og skylt að koma eftirfarandi á framfæri:
Ágætu félagar
Fyrir tveimur árum var veitingahúsið í orlofsbyggðum okkar í Munaðarnesi flokkað í hópi þeirra 10 veitingahúsa í landinu þar sem vatnið mældist hreinast. Nú bregður hins vegar svo við að orlofsbyggðirnar geta ekki boðið upp á ósoðið vatn! Um miðjan júlí mældist mengun í drykkjarvatninu í orlofsbyggðum BSRB í Munaðarnesi og nú hefur fundist kampýlobaktería í vatninu. Þetta er í senn alvarlegt og dapurlegt þótt dvalargestum þurfi ekki að stafa hætta af menguninni ef þeir gæta þess að fara að leiðbeiningum og sjóða drykkjarvatnið.
Mengunin er rakin til hitanna að undanförnu en í þeim fer allt kvikt á hreyfingu. Strax og mengunar varð vart, voru settar viðvaranir í öll húsin og hafa þær verið ítrekaðar síðan. Jafnframt hefur verið leitað lausna til að ráða bót á vandanum bæði til skamms tíma og langs. Allt er gert til að finna úrbætur.
Talsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa greint frá áformum um að leggja kaldavatnsveitu á þessu svæði næsta haust. Ef af því verður mun okkar vandi úr sögunni. Fram til þess tíma munum við leita skammtímalausna en jafnframt treysta á að fólk sýni jafnaðargeð gagnvart þessu ástandi sem við ráðum ekki við að leysa á annan hátt en nú er reynt að gera.
Skrifstofa BSRB

mánudagur, 11. ágúst 2003

Stjórnarfundur 11. ágúst

Stjórnarfundur 11. ágúst
Á stjórnarfundi í dag var m.a. verið að ræða það ófremdarástand sem hefur skapast í vatnsmálum í Skorradal sem og í Munaðarnesi. Vatnið í Skorradal reynist ekki nægilega gott og þarf að sjóða allt neysluvatn sem er afar slæmt. Magnið er hins vegar ekki vandamál heldur gæðin. Vandræði hafa verið í nokkur ár með vatnsbólið og áhöld um að það sé einfaldlega ekki nægilega vel varið.

Uppi eru áform um að stofna vatnsveitu á svæðinu en hins vegar stingur það nokkuð í stúf því samkvæmt leigusamningi ber landeiganda að skaffa vatn að okkar mati. Annað kvöld verður fundur í félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu þar sem þessi mál verða rædd. Landeiganda teljum við eiga nokkra skyldu í þessu máli enda vatnsmál algert lykilatriði í skiplagðri sumarhúsabyggð og ef eigendur þurfa að standa að stofnun vatnsveitu þá vakna spurningar hvort lóðarleiga sé ekki allt of há ef ekki er fyrir hendi lágmarksþjónusta.

Í Munaðarnesi er einnig algert ófremdarástand, en af öðrum toga, þar er vatnsskortur orðin verulegur og áleitin spurning hvernig stendur á því mengað yfirborðsvatn virðist vera það eina sem lekur í vatnsbólið um þessar mundir? Afar þurru sumri er kennt um að mestum hluta en hins vegar er ljóst að stórátak þarf að gera í vatnsmálum á svæðinu til að fyrirbyggja að atburðir af þessu tagi endurtaki sig.

Fundir á Heilsugæslu og á Sólvangi eru fyrirhugaðir á næstunni en í samningum gagnvart ríkinu sem eru s.k. aðlögunarsamningar er gert ráð fyrir að fara þurfi yfir stöðu mála á tímabilinu m.a. með endurskoðun launa í huga.

sunnudagur, 10. ágúst 2003

Robert Nolan

Robert Nolan
og félagar hans í samnefndu tríói eru vel liðtækir spilarar. Tveir akustiskir gítarar og kontrabassi, tær snilld . Þeir félagar hófu Django jazz 2003 festivalið á Akureyri s.l. fimmtudagskvöld með miklum glæsibrag og spilamennsku á heimsmælikvarða. Frábærir tónleikar í Ketilhúsinu í Listagilinu og ekki síður gaman að upplifa hve vel hefur tekist til með átakið "Listasumar á Akureyri" sem að Jazzhátíðin er einn liður í.

miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Alltaf gaman að koma til "Akureyris"

Alltaf gaman að koma til "Akureyris"
sagði söngvari einn hér um árið og eru orð að sönnu, ef litið er fram hjá málfræðinni.
Hef verið í góðu yfirlæti í Furulundinum og sótt Héraðskjalasafnið nokkuð stíft. Verið er að byggja við safnið sem skapar tímabundin vandræði eins og t.d. lokun á lesstofu. Verður flott safn þegar að viðbyggingin opnar og allt kemst í samt horf

Skipulagsbreytingar & fæðingarorlofsgreiðslur
Hef lítð heyrt af lyktum varðandi skipulagsbreytingar, veit það eitt að einhverjir voru í vafa varðandi hin nýju störf og vildu gjarnan fá lengri umhugsunarfrest.

Krafa Lögmanns STH vegna greiðslu launa í fæðingarorlofi var lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Sé ekki að bókuð hafi verið nein niðurstaða í það mál. Fyrir liggur hins vegar að bæjarráð gerði greinargerð starfsmannastjóra og bæjarlögmanns, um þetta mál, að sinni hér um daginn. Að öllu óbreyttu stefnir þessi krafa því óðfluga inn á borð Héraðsdóms í formi málaferla.

föstudagur, 1. ágúst 2003

Af breytingum

Af breytingum
Það er búið að vera í ýmsu að snúast og nokkrir starfsmenn haft samband varðandi hvernig eigi að túlka bréf um flutning í starfi. Meginreglan er sú að starfsmönnum ber að sæta flutningi svo fremi sem sé um sambærilegt starf að ræða , að starfið sé á sama level í stjórnsýslunni og að laun haldist óbreytt.

Í þeim breytingum sem nú eiga sér stað er ljóst að ekki er um tilfærslur af þessu tagi að ræða nema í tilfelli Æskulýðs- og tómstundafulltrúa og Íþróttafulltrúa. Á þeirri deild er engin yfirmaður svo að viðkomandi (sem frá 1. september n.k. heita "fulltrúar íþrótta- og tómstundamála") eru settir skör neðar en áður var sem skapar ótvíræðan biðlaunarétt, kjósi menn svo.

Uppi eru álitamál um launakjör á hinu nýja þjónustuborði. STH telur sjálfgefið að laun hækki ( þó svo að ekkert liggi fyrir í þeim efnum) við þessa færslu þar sem að störf á þjónustuborði krefjast mun meiri og sérhæfðrar þekkingar en hin fyrri störf. Hærri laun er einnig sú niðurstaða sem orðið hefur hjá þeim sveitarfélögum sem tekið hafa upp þetta fyrirkomulag.