miðvikudagur, 27. ágúst 2003

Aðalfundur SSB
11. & 12. september verður aðalfundur Samflots sex bæjarstarfsmannafélaga. Til fundarins er boðið öllum þeim bæjarstarfsmannafélögum sem vilja vinna saman að gerð næstu kjarasamninga . Von mín er sú að þau verði sem flest. Komandi kjarasamningavinna verðu á dagskrá sem og önnur hagsmunamál félaganna. En meira um það síðar.

Samráðsfarsinn
heldur áfram og nú vilja þeir sem ekki vildu rannasaka, rannsaka hvað af tekur og meintir samráðsmenn fagna ? því mjög ef marka má Moggann í dag.

Samkeppnisstofnun orðin ljóti karlinn - ætli hún verði lögð niður eins og Þjóðhagsstofnun? En sú fína stofnun vann sér aðallega það til "sakar" að spá ekki stöðugu blíðviðri í hinu íslenska efnahagskerfi sem ku hafa verið viðtekin persónuleg upplifun ráðamanna (sem ekki á neitt skylt við t.d. hagvísindi).

Núna spá menn bara sjálfir og fjármálafyrirtækin eru í stöðugu efnahagslegu blíðviðri. Fjármalaráðneytið spáir því t.d stöðugt að áætlanir fjármálaráðuneytisins gangi eftir. Menn reka bara fingurinn upp í loftið og finna hvaða pólitísku vindar blása og spá samkvæmt því.

Ef eitthvað er þá á að styrkja Samkeppnisstofnun eins vel í sessi og kostur er. Frekar þykir manni þáttur ríkislögreglustjóraembættisins snautlegur og ómaklega vegið að Samkeppnisstofnun af þess hálfu í öllu þessu máli. Hvað skyldi Spaugstofukarlinn (sá sem ræðir við eftirlitsmyndavélarnar) hafa um þetta að segja - eitt allsherjar plott????????

Engin ummæli:

Skrifa ummæli