mánudagur, 11. ágúst 2003

Stjórnarfundur 11. ágúst

Stjórnarfundur 11. ágúst
Á stjórnarfundi í dag var m.a. verið að ræða það ófremdarástand sem hefur skapast í vatnsmálum í Skorradal sem og í Munaðarnesi. Vatnið í Skorradal reynist ekki nægilega gott og þarf að sjóða allt neysluvatn sem er afar slæmt. Magnið er hins vegar ekki vandamál heldur gæðin. Vandræði hafa verið í nokkur ár með vatnsbólið og áhöld um að það sé einfaldlega ekki nægilega vel varið.

Uppi eru áform um að stofna vatnsveitu á svæðinu en hins vegar stingur það nokkuð í stúf því samkvæmt leigusamningi ber landeiganda að skaffa vatn að okkar mati. Annað kvöld verður fundur í félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu þar sem þessi mál verða rædd. Landeiganda teljum við eiga nokkra skyldu í þessu máli enda vatnsmál algert lykilatriði í skiplagðri sumarhúsabyggð og ef eigendur þurfa að standa að stofnun vatnsveitu þá vakna spurningar hvort lóðarleiga sé ekki allt of há ef ekki er fyrir hendi lágmarksþjónusta.

Í Munaðarnesi er einnig algert ófremdarástand, en af öðrum toga, þar er vatnsskortur orðin verulegur og áleitin spurning hvernig stendur á því mengað yfirborðsvatn virðist vera það eina sem lekur í vatnsbólið um þessar mundir? Afar þurru sumri er kennt um að mestum hluta en hins vegar er ljóst að stórátak þarf að gera í vatnsmálum á svæðinu til að fyrirbyggja að atburðir af þessu tagi endurtaki sig.

Fundir á Heilsugæslu og á Sólvangi eru fyrirhugaðir á næstunni en í samningum gagnvart ríkinu sem eru s.k. aðlögunarsamningar er gert ráð fyrir að fara þurfi yfir stöðu mála á tímabilinu m.a. með endurskoðun launa í huga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli