fimmtudagur, 28. ágúst 2003

Stjórnarfundur í dag
Klukkan 17:00 var stjórnarfundur í STH. Ýmislegt á dagskrá, mál tengd höfninni , tenging við launaflokk varðandi eftirlaun, kjaramál umsjónarmanns á Hjallabraut 33, val á fulltrúum á BSRB þing, skipulagsbreytingar, bætur vegna vinnuslys, málefni húsvarðar, starfsmatið, orlofsmöguleikar á næsta sumri, nokkur stykki styrkbeiðnir frá velferðasamtökum, fúavörn á bústað í Skorradal, fundir í samráðsnefnd Sólvangs og Heilsugæslunnar,erindi frá starfsmanna heilsdagsskóla, forystufræðsla BSRB, svo fátt eitt sé nefnt.

Starfsmatið
Merkustu tíðindi fundarins eru að blessað starfsmatið er að komast á skrið. Haraldur gjaldkeri STH og "fulltrúi" á starfsmannahaldi var hreinlega lánaður frá Hafnarfjarðarbæ til þess að vinna að og staðfæra nýja starfsmatskerfið ásamt starfsmanni frá launanefnd sveitarfélaga. Haraldur hefur mikla og víðtæka reynslu af starfsmatsvinnu, reynsla sem nýst hefur vel í þessari vinnu. Hafnarfjarðarbæ er þakkað lánið en ljóst er að ekki hefði gengið að koma þessu heim og saman með góðu móti nema með því að Haraldur færi alfarið í verkið um nokkurra mánaða skeið. Kerfið verður nýtt meðal allra bæjarstarfsmanna og vonast er til að hægt verði að koma því í gagnið sem allra fyrst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli