miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Ef Alþingi er vinnustaður ...

... þá er hann afar sérstakur og eiginlega algerlega afleiddur sem slíkur. Enda svo komið að ýmsir starfsmenn kvarta undan ástandinu. Ástæður öllum augljósar, eða flestum, gríðarlegir samstarfsörðuleikar og viðvarandi einelti. Það er því ekki úr vegi að benda starfsmönnum á reglugerð sem byggir að lögum nr. 46/1980. Reglugerð aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilda um. Ef litið er til 3.gr orðskýringa þá kemur eftirfarnandi fram:

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a. Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.”

Starfsmannafélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg skilgreina vandann með eftifarandi hætti og á svipuðum notum er bæklingur SFR.

Starfsmenn geta upplifað áreitni, truflandi hegðun og yfirgang í ýmsum myndum bæði af hálfu samstarfsmanna og þeirra sem njóta þjónustu borgarinnar. Matið á áreitni ræðst af ýmsum þáttum svo sem upplifun starfsmanns á atvikinu, hversu gróft það er og hvort um endurtekið atferli er að ræða. Einnig þarf að taka tillit til aðdraganda áreitninnar og kringumstæðna.
Einelti: Þolandi verður fyrir endurtekinni ertni, stríðni eða aðkasti, niðurlægingu, illu umtali, útilokun eða er á annan hátt lagður í einelti af starfsfélögum. Einelti er oft eins konar hópfyrirbæri þar sem tiltekinn einstaklingur verður fyrir aðkasti án þess að nokkur komi honum til varnar. Stundum er eineltið einangrað og fer leynt fyrir flestum í hópnum.”

Og síðar:

Önnur áreitni: Þolanda er sýndur yfirgangur í samskiptum, vegið að honum með skömmum, niðurlægjandi eða ögrandi ummælum, aðdróttunum, skætingi, fyrirlitningu og þess háttar. Hótanir flokkast undir áreitni hvort sem alvara er gerð úr þeim eða ekki. Hér undir flokkast einnig ofsóknir þar sem starfsmaður verður fyrir ítrekuðu aðkasti og óþægindum sem getur falist í því að fylgst er með honum, hringt í hann, hann fær sendingar eða skilaboð og fjölskylda hans er ónáðuð.”

Alþingi er ekki fyrsti vinnustaðurinn sem á hremmingum. Vandamálið þekkt og því hefur Vinnueftirlit ríkisins fyrir allnokkru gefið út fræðsluritið Vellíðan í vinnunni fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13. Þar segir í kaflanum Vinnan og sjálfsmyndin:

Við erum það sem við gerum. Starfið er ekki aðeins tæki til að afla tekna heldur hluti af sjálfsmynd okkar. Það er mikilvægt fyrir fólk að vera í starfi, sem hefur tilgang bæði í augum einstaklingsins sjálfs og umhverfisins.Staða mannsins innan vinnustaðarins skiptir einnig máli. Hlutverkin eru mismunandi innan starfshópsins, sumum er ætlað að stjórna, öðrum fremur að framkvæma. Það eykur öryggi manna, ef línurnar eru skýrar, þeir vita til hvers er ætlast af þeim. Skipurit og starfslýsingar eru tæki til að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Rammar af þeim toga útiloka ekki, að samkomulag geti verið um, að hinn almenni starfsmaður taki ábyrgð á afmörkuðum verkefnum, sýni frumkvæði og taki sjálfstæðar ákvarðanir. Slíkt er þvert á móti æskilegt, eykur afköst og stuðlar að vinnugleði”.

Og síðar í þessum ágæta bæklingi segir:

Við erum það sem við gerum - GÓÐIR OG VONDIR VINNUSTAÐIR. Einkennandi fyrir góðan vinnustað er að vinnufélagarnir bera traust hver til annars, finna til samhygðar og hafa umburðarlyndi gagnvart sérkennum náungans. Starfshópurinn getur því aðeins unnið vel saman og þróast, að þekking, geta og sköpunarhæfni einstaklinganna nýtist eins og best verður á kosið. Í góðum starfshópi veit hver og einn til hvers er ætlast af honum og hvaða stöðu hann hefur í hópnum. Á góðum vinnustað ríkir lýðræði, fólk þorir að vera það sjálft og býr ekki við ótta og öryggisleysi. Vandamál eru rædd í vinsemd og til þess að leysa þau, en ekki til að koma höggi á sökudólg. Fjallað er um markmiðin og ákvarðanir teknar í samráði við starfsmenn. Miðað er að því að fólk þroskist og endurnýi sig í starfi, geti notið hæfileika sinna og þekking og færni hvers og eins sé metin að verðleikum. Samstarfsmenn gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum.”

Allt er þetta satt og rétt, sorglegt að ekki skuli unnið samkvæmt þessu. En þrátt fyrir það þá er ekki öll von úti því Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi stefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum sem einfaldlega má nýta á vinnustaðnum Alþingi Íslendinga.

STEFNA
Það er stefna fyrirtækisins að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti verður undir engum kringumstæðum umborið á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd.
VIÐBRÖGÐ
Starfsmaður sem verður fyrir einelti skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki er hægt að snúa sér til tveggja annarra trúnaðaraðila.
Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar fyrirtækisins fá vitneskju um einelti munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.
Auk yfirmanna fyrirtækisins eru eftirfarandi trúnaðaraðilar tilbúnir að ræða við starfsmenn um meint einelti á vinnustaðnum.
Bjarni Jónsson öryggistrúnaðarmaður og Sigrún Gunnarsdóttir, starfsmannastjóri og öryggisvörður.”

Niðurstaðan liggur í augum upp Alþingi sem vinnustaður er með því versta sem gerist enda tiltrú og viðhorf almennings gagnvart vinnstaðnum í sögulegu lágmarki. Ráð mitt er því að starfsmenn notfæri sér allt það ágæta efni sem til er og tekur á eins alvarlegum meinsemdum og hrjá þingheim í sérstaklega miklu mæli um þessar mundir. Annað er viðvarandi dónaskapur við vinnuveitendurnar sem að óbreyttu munu sennilega ekki endurnýja ráðingarsamninga margra þessara starfsmanna.

þriðjudagur, 9. nóvember 2010

Síðasta kvöldmáltíðin

Fékk þessa merkilegu mynd senda fyrir skömmu. Myndin ein og sér segir meira en mörg þúsund orð og sýnir hve ljósmyndin ein og sér er gríðarlega öflugur miðill. Síðustu kvöldmáltíðina kalla gárungarnir myndina þó svo að þann þrettánda vanti í hópinn, var ugglaust seinn fyrir og ekki með á myndinni af þeim sökum, sennilega að eitthvað að endasendast fyrir Baug og örugglega fyrir silfur að mati hinna sem á myndinni eru. En sjón er sögu ríkari.miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2010Æskulýðsráð í samvinnu við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands og  Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri standa að ráðstefnunni
 Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2010
Aðrir samstarfsaðilar eru: Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF;  Rannsóknarstofa  í Bernsku- og æskulýðsfræðum, BÆR og Félag æskulýðs- íþrótta- og  tómstundafulltrúa, FÍÆT.

5.  nóvember  2010  MVS Háskóla Íslands v/Stakkahlíð í Bratta

Ráðstefnustjóri: Stefán Hrafn Jónsson, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs Lýðheilsustöðvar.

Dagskrá:
09:30. Setning og ávörp. Berglind Rós Magnúsdóttir ráðgjafi Mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson forseti MVS.

09:50. Hugleiðingar um stöðu æskulýðsrannsókna. Óskar Dýrmundur Ólafsson formaður Æskulýðsráðs. 
10.00 - 10.20. Hver kaupir ? Uppruni áfengis sem unglingar drekka og tengsl við drykkjumynstur þeirra. Kjartan Ólafsson, lektor HA. Meðhöfundur Þóroddur Bjarnason Prófessor í félagsfræði HA.
10.25 -10.45. Konsumtionssamhällets barn/unga, som föremål för våra omsorger. Frågan om "Med vilken rätt ger vi oss in i ungarnas liv?".Lars Lagergren, námsbrautarstjóri Fritidsvetenskap Malmö högskola.

Kaffi 15 mín.

11.00-11.20. Tómstundir og frístundir barna í 1., 3., 6., og 9 bekk. Dr. Amalía Björnsdóttir , MVS HÍ. Meðhöfundar Dr.Baldur Kristjánsson og Dr.Börkur Hansen , MVS HÍ.
11.25- 11.45. Hvað er farsælt samfélag? Um misskiptingu auðs og velferð barna og unglinga. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og M.A í heimspeki.
11.50-12.10. Norsk klubbungdom. Pål Isdal Solberg, framkvæmdastjóri Ung og fri i Norge.

Matarhlé.
Málstofur A/B

13.00-13.20.
A. Varð kátt í höllinni? Um aðstöðuleysi æskunnar í íslensku samfélagi. Árni Guðmundsson, M.Ed og doktorsnemi HÍ.
B. Sjónarmið barna – þeirra réttindi.  Hervör Alma Árnadóttir, lektor Félagsráðgjafadeild HÍ.
13.20-13.50.
A. Hvernig getur samstarf heimila og skóla haft áhrif á vímuefnaneyslu nemenda? Geir Bjarnason, M.Ed, og forvarnarfulltrúi. Meðhöfundur Dr. Amalía Björnsdóttir, MVS HÍ.
B. Þátttaka barna við gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarmálum. Anni G Haugen, lektor félagsráðgjafadeild HÍ.
13.50-14.10
A. Eru Tómstundir tómar stundir? Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor HÍ.
B. „Mikilvægt að fá að vera barn meðan maður er barn”. Elsa S. Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi. Meðhöfundar: Dr. Hermann Óskarsson, dósent HA og Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor HA.

Kaffi 20 mín.

14.30-14.50. 

A. „Maður lærir helling sem ekki er hægt að læra frá öðrum en sjálfum sér“ Um ferðalög og reynslumiðað nám. Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt HÍ.
B. Áhrif kyns á vöktun foreldra byggt á gögnum HBSC rannsóknarinnar um heilsu og lífkjör skólanema. Kristín Linda Jónsdóttir, meistaranemi HA.
14.50-15.10.
A. Líðan samkynhneigðra unglinga. Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, dósent HA. 

B. Líkamsímynd íslenskra skólabarna 2006-2010. Anna Lilja Sigurvinsdóttir, meistaranemi HA.
15.10-15.20.
A. Tjejers valmöjligheter : - en studie kring gymnasieval, yrkesval och framtid. Bibbi Björk Eriksson, M.A. Fritidsledarskolorna.
B. Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi. Jóhanna S Kristjánsdóttir, meistaranemi heilbrigðissviði HA.
15.20-15.40. 

A. Skortur á gögnum eða skortur á upplýsingum. Kjartan Ólafsson , lektor HA. 
B. Að vinna eða vinna ekki? Um hvers vegna 13-17 ára íslenskra ungmenni vinna eða vinna ekki með skóla. Margrét Einarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, HÍ.