þriðjudagur, 9. nóvember 2010

Síðasta kvöldmáltíðin

Fékk þessa merkilegu mynd senda fyrir skömmu. Myndin ein og sér segir meira en mörg þúsund orð og sýnir hve ljósmyndin ein og sér er gríðarlega öflugur miðill. Síðustu kvöldmáltíðina kalla gárungarnir myndina þó svo að þann þrettánda vanti í hópinn, var ugglaust seinn fyrir og ekki með á myndinni af þeim sökum, sennilega að eitthvað að endasendast fyrir Baug og örugglega fyrir silfur að mati hinna sem á myndinni eru. En sjón er sögu ríkari.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli