miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2010



Æskulýðsráð í samvinnu við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS Háskóla Íslands og  Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri standa að ráðstefnunni
 Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2010
Aðrir samstarfsaðilar eru: Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF;  Rannsóknarstofa  í Bernsku- og æskulýðsfræðum, BÆR og Félag æskulýðs- íþrótta- og  tómstundafulltrúa, FÍÆT.

5.  nóvember  2010  MVS Háskóla Íslands v/Stakkahlíð í Bratta

Ráðstefnustjóri: Stefán Hrafn Jónsson, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs Lýðheilsustöðvar.

Dagskrá:
09:30. Setning og ávörp. Berglind Rós Magnúsdóttir ráðgjafi Mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson forseti MVS.

09:50. Hugleiðingar um stöðu æskulýðsrannsókna. Óskar Dýrmundur Ólafsson formaður Æskulýðsráðs. 
10.00 - 10.20. Hver kaupir ? Uppruni áfengis sem unglingar drekka og tengsl við drykkjumynstur þeirra. Kjartan Ólafsson, lektor HA. Meðhöfundur Þóroddur Bjarnason Prófessor í félagsfræði HA.
10.25 -10.45. Konsumtionssamhällets barn/unga, som föremål för våra omsorger. Frågan om "Med vilken rätt ger vi oss in i ungarnas liv?".Lars Lagergren, námsbrautarstjóri Fritidsvetenskap Malmö högskola.

Kaffi 15 mín.

11.00-11.20. Tómstundir og frístundir barna í 1., 3., 6., og 9 bekk. Dr. Amalía Björnsdóttir , MVS HÍ. Meðhöfundar Dr.Baldur Kristjánsson og Dr.Börkur Hansen , MVS HÍ.
11.25- 11.45. Hvað er farsælt samfélag? Um misskiptingu auðs og velferð barna og unglinga. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og M.A í heimspeki.
11.50-12.10. Norsk klubbungdom. Pål Isdal Solberg, framkvæmdastjóri Ung og fri i Norge.

Matarhlé.
Málstofur A/B

13.00-13.20.
A. Varð kátt í höllinni? Um aðstöðuleysi æskunnar í íslensku samfélagi. Árni Guðmundsson, M.Ed og doktorsnemi HÍ.
B. Sjónarmið barna – þeirra réttindi.  Hervör Alma Árnadóttir, lektor Félagsráðgjafadeild HÍ.
13.20-13.50.
A. Hvernig getur samstarf heimila og skóla haft áhrif á vímuefnaneyslu nemenda? Geir Bjarnason, M.Ed, og forvarnarfulltrúi. Meðhöfundur Dr. Amalía Björnsdóttir, MVS HÍ.
B. Þátttaka barna við gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarmálum. Anni G Haugen, lektor félagsráðgjafadeild HÍ.
13.50-14.10
A. Eru Tómstundir tómar stundir? Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor HÍ.
B. „Mikilvægt að fá að vera barn meðan maður er barn”. Elsa S. Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi. Meðhöfundar: Dr. Hermann Óskarsson, dósent HA og Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor HA.

Kaffi 20 mín.

14.30-14.50. 

A. „Maður lærir helling sem ekki er hægt að læra frá öðrum en sjálfum sér“ Um ferðalög og reynslumiðað nám. Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt HÍ.
B. Áhrif kyns á vöktun foreldra byggt á gögnum HBSC rannsóknarinnar um heilsu og lífkjör skólanema. Kristín Linda Jónsdóttir, meistaranemi HA.
14.50-15.10.
A. Líðan samkynhneigðra unglinga. Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, dósent HA. 

B. Líkamsímynd íslenskra skólabarna 2006-2010. Anna Lilja Sigurvinsdóttir, meistaranemi HA.
15.10-15.20.
A. Tjejers valmöjligheter : - en studie kring gymnasieval, yrkesval och framtid. Bibbi Björk Eriksson, M.A. Fritidsledarskolorna.
B. Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi. Jóhanna S Kristjánsdóttir, meistaranemi heilbrigðissviði HA.
15.20-15.40. 

A. Skortur á gögnum eða skortur á upplýsingum. Kjartan Ólafsson , lektor HA. 
B. Að vinna eða vinna ekki? Um hvers vegna 13-17 ára íslenskra ungmenni vinna eða vinna ekki með skóla. Margrét Einarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, HÍ.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli