þriðjudagur, 26. október 2010

Hvað ef ... fín sýning

Sá sýninguna Hvað ef í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson. Tónlistarstjórn og handritsumsjón er í höndum  Guðmundar Inga Þorvaldssonar. Leikarar eru Ævar Þór Benediktsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Guðmundur Ingi Þorvaldsson.
 Hér er um að ræða fína sýningu og fróðlega sérstaklega fyrir ungt fólk. Vímuefnavandinn er í brennidepli og er fjallað um hann  frá dýpstu alvöru yfir í hið mesta grín, sem sagt allur tilfinningakvarðinn nýttir. Getur orkað tvímælis en í þessari sýningu tekst þetta mjög vel  og boðskapurinn kemst vel til skila. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel. Ólöf Jara fremst meðal jafningja en fyrir utan að vera góður leikari þó ung sé að árum þá er hún einnig afburðagóður tónlistarmaður. Góð sýning stutt og hnitmiðuð og tilvalið fyrir þá sem eldri eru að bjóða ungviðinu með sér á sýninguna sem gerir öllum gott og vekur athygli á brýnu málefni sem sífellt þarf að vera í umræðunni. Þakka fyrir mig. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli