Var í því ánægjulega hlutverki í gærkvöldi að vera dómari í Rokkhljómsveitakeppni Hafnarfjarðar og í keppni tölvutónlistarmanna sem fram fór í félagsmiðstöðinni Hrauninu.
16 hljómsveitir og 6 tölvutónlistarmenn á aldrinum 13 – 16 ára voru þátttakendur.
Í tölvutónlistinni sigraði Siggi “húfa” sem starfar undir nafninu Forsetinn. Frábær tónlistamaður sem á örugglega eftir að kveðja að í framtíðinni.
Stúlknabandið Gas station Hockers sigraði í hljómsveitarkeppninni. Gott og kraftmikið rokkband sem á framtíðina fyrir sér.
Í raun voru allir þátttakendurnir sigurvegarar og hinn stóri sigur var ekki síst hafnfirsk unglingamenning. Það er engin tilviljun að okkur hafnfirðingum gengur vel í Músiktilraunum. Við eigum fjölda efnilegra tónlistarmanna sem vonandi halda áfram sem lengst. Gott rock and roll spyr ekki um stað, stund né aldur.
Fínt kvöld og flott tónlist - þakka fyrir mig.
laugardagur, 30. apríl 2005
fimmtudagur, 28. apríl 2005
Hver á hvað ?
Datt Olof Palme í hug þegar að framsóknarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og opinbera eignir sínar. Í flestum ríkjum þykir það auðvitað ekkert nema sjálfsagt að almenningur viti um eignatengsl stjórnmálamanna við einstök fyrirtæki.
Palme og fjölskylda hans átti nokkurt hlutafé í stórverslun í miðborg Stokkhólms og samkvæmt upplýsingaskyldu þingmanna í Svíþjóð var það öllum ljóst.
Palme gekk reyndar skrefinu lengra því að í þau fjöldamörgu ár sem hann var forsætisráðherra þá fól hann starfsmannafélagi fyrirtækisins að fara með umboð þessara hlutabréfa og afsalaði sér með öllu áhrifum á þeim vettvangi. Uppskar sem vænta mátti trúverðugleika og ekki síst vinsældir.
Undarlegt að hér uppi á Íslandi séu menn að bisa við þetta ca 30 – 40 árum eftir framsýnum lýðræðisríkjum og slái sig til riddara.
Er sennilega ekki flókara mál en það að þetta hafi verið “ill nauðsyn” enda almenningur bæði undrandi og hneykslaður á því hvernig stjórnvöld hafa síðustu ár sólundað sameiginlegum eigum okkar til útvaldra fyrir spott prís, stundum kallað einkavinavæðing. Framsóknarflokkurinn með svona ”ég er ekki í liðinu” yfirlýsingu? Bíð spenntur eftir því hvernig aðrir flokkar taka á þessu og ekki síst hinn stjórnarflokkurinn.
Palme og fjölskylda hans átti nokkurt hlutafé í stórverslun í miðborg Stokkhólms og samkvæmt upplýsingaskyldu þingmanna í Svíþjóð var það öllum ljóst.
Palme gekk reyndar skrefinu lengra því að í þau fjöldamörgu ár sem hann var forsætisráðherra þá fól hann starfsmannafélagi fyrirtækisins að fara með umboð þessara hlutabréfa og afsalaði sér með öllu áhrifum á þeim vettvangi. Uppskar sem vænta mátti trúverðugleika og ekki síst vinsældir.
Undarlegt að hér uppi á Íslandi séu menn að bisa við þetta ca 30 – 40 árum eftir framsýnum lýðræðisríkjum og slái sig til riddara.
Er sennilega ekki flókara mál en það að þetta hafi verið “ill nauðsyn” enda almenningur bæði undrandi og hneykslaður á því hvernig stjórnvöld hafa síðustu ár sólundað sameiginlegum eigum okkar til útvaldra fyrir spott prís, stundum kallað einkavinavæðing. Framsóknarflokkurinn með svona ”ég er ekki í liðinu” yfirlýsingu? Bíð spenntur eftir því hvernig aðrir flokkar taka á þessu og ekki síst hinn stjórnarflokkurinn.
fimmtudagur, 21. apríl 2005
Samningar, vígsla og sundkort
Samningar
Samningsaðilar hittust á þriðjudag á stuttum fundi þar sem rætt voru helstu atrið í komandi kjarasamningum . Sem vænta mátti var ekkert um formleg viðbrögð af hálfu launanefndar önnur en hefðbundin, en ákveðið var að hittast í næstu viku og hefja samningslotuna.
Vígsla
Það gerir það að verkum að fyrirhuguð vígsla hins glæsilega orlofshúss okkar STH félaga á Stykkishólmi er frestað um óákveðin tíma en stefnt að því að það verði við fyrst hentugleika.
Sundkort
Við minnum á hin afar ódýru sundkort sem félagmönnum STH stendur til boða. Það er tilvalið að efla kropp og anda í upphafi sumars. Er ekki bara ódýrt heldur líka meinhollt. Allar frekar upplýsingar fást á skrifstofu STH.
Samningsaðilar hittust á þriðjudag á stuttum fundi þar sem rætt voru helstu atrið í komandi kjarasamningum . Sem vænta mátti var ekkert um formleg viðbrögð af hálfu launanefndar önnur en hefðbundin, en ákveðið var að hittast í næstu viku og hefja samningslotuna.
Vígsla
Það gerir það að verkum að fyrirhuguð vígsla hins glæsilega orlofshúss okkar STH félaga á Stykkishólmi er frestað um óákveðin tíma en stefnt að því að það verði við fyrst hentugleika.
Sundkort
Við minnum á hin afar ódýru sundkort sem félagmönnum STH stendur til boða. Það er tilvalið að efla kropp og anda í upphafi sumars. Er ekki bara ódýrt heldur líka meinhollt. Allar frekar upplýsingar fást á skrifstofu STH.
miðvikudagur, 20. apríl 2005
Heimasíða STH - biluð
Heimasíða STH er í ólagi þessa daganna. Verið er að kanna hvað veldur og vonast til að hún komist í lagi fljótlega.
sunnudagur, 17. apríl 2005
Betra en best
Brá mér í Hólminn til þess að kíkja á nýja bústaðinn okkar STH félaga. Betra en best datt mér í hug enda ekkert annað við hæfi. Stórglæsilegur bústaður á frábærum stað. Vona að flestir félagar sjái sér fært að mæta á vígsluhátíðina um mánaðarmótin. Bústaðurinn nánast alveg að verða tilbúin sem er ekki seinna vænna því hann fer í útleigu um miðjan maí. Veit að félagmenn eiga eftir að njóta dvalarinnar.
laugardagur, 9. apríl 2005
Frelsi gungunnar ?
Er sammála þeim hugmyndum sem koma fram í lagafrumvarpi um að tengja bæði farsímanúmer og IP adressum í tölvum nafni og kennitölu. Sem er fyllilega tímabært.
Er í raun verið að samræma ábyrgð og því eðlilegt að sama gildi á þessu sviði eins t.d. ritstjórnarleg ábyrgð á fjölmiðlum sem einnig gildir varðandi prentverk eins og bæklinga og dreifirit. Póstinum er t.d óheimilt að dreifa ritum eða bæklingum sem ekki eru sérstaklega merkt ábyrgðarmanni.
Frjálshyggjufélagið er alfarið á móti þessu. Ég gef ekkert fyrir rök þeirra í þessu máli enda hlýtur frelsinu að fylgja ábyrgð sem auðvitað á engan vegin við hjá þeim gungum sem í skjóli nafnleyndar stunda einelti og jafnvel eineltisherferðir, senda hótannir og jafnvel annað rugl og öllu verra. Flest allt athæfi sem varða við lög. Þetta eru athæfi sem viðkomandi myndu aldrei stunda sem ábyrgir einstaklingar í opnu samfélagi.
Réttur hvers er þá fyrir borð borinn? Er frelsi gungunnar til athafana af þessum toga það frelsi sem við sækjumst eftir? – Nei takk ómögulega segi ég – ábyrgir einstaklingar og opin umræða í lýðræðis þjóðfélagi er það eina sem skylt á við frelsi í þessum efnum. Ekki satt?
Er í raun verið að samræma ábyrgð og því eðlilegt að sama gildi á þessu sviði eins t.d. ritstjórnarleg ábyrgð á fjölmiðlum sem einnig gildir varðandi prentverk eins og bæklinga og dreifirit. Póstinum er t.d óheimilt að dreifa ritum eða bæklingum sem ekki eru sérstaklega merkt ábyrgðarmanni.
Frjálshyggjufélagið er alfarið á móti þessu. Ég gef ekkert fyrir rök þeirra í þessu máli enda hlýtur frelsinu að fylgja ábyrgð sem auðvitað á engan vegin við hjá þeim gungum sem í skjóli nafnleyndar stunda einelti og jafnvel eineltisherferðir, senda hótannir og jafnvel annað rugl og öllu verra. Flest allt athæfi sem varða við lög. Þetta eru athæfi sem viðkomandi myndu aldrei stunda sem ábyrgir einstaklingar í opnu samfélagi.
Réttur hvers er þá fyrir borð borinn? Er frelsi gungunnar til athafana af þessum toga það frelsi sem við sækjumst eftir? – Nei takk ómögulega segi ég – ábyrgir einstaklingar og opin umræða í lýðræðis þjóðfélagi er það eina sem skylt á við frelsi í þessum efnum. Ekki satt?
mánudagur, 4. apríl 2005
Taldi mig lesa gott gabb
All margir lesendur síðunnar hlupu apríl. Við Geir „milljónamæring” var m.a. haft samband frá fjölmiðlum. Geir er og væri manna líklegastur til að láta gott af sér leiða á þennan hátt og þess vegna margir sem trúðu skrökvinu. Bið lesendur forláts á spauginu og lofa því að plata ekki aftur nema...
Hélt hins vegar að ég hefði sjálfur hlaupið apríl, las nefnilega í Morgunblaðinu að Hafnarfjarðarbær hefði fengnið sérstaka viðurkenningu m.a. fyrir „velheppnaðar stjórnsýslubreytingar 2003”. Verðlaunaveitandinn ekki ómerkari aðili en Samband íslenskra sveitarfélaga. Fannst þetta flott gabb og mikið grín eins og Laddi segir.
Var ekki gabb, reyndist hins vegar (sem betur fer) vera bara hluti af herlegheitunum og bæjarfélaginu að sjálfsögðu óskað til hamingju með það sem virða ber og vel hefur verið gert og viðurkenning veitt fyrir. Meðal annars símenntunaráætlanir sem og hið nýja bókhaldseftirlitskerfi.
Hitt, eitt og sér að veita verðlaun fyrir stjórnsýslubreytingar 2003, sem voru og eru okkur öllum algerlega ógleymanlegar, er sama pönkið og að Starfsmannfélag Hafnarfjarðar myndi veita launanefnd sveitarfélaga sérstaka viðurkenningu fyrir „ríkan" skilning á högum láglaunafólks hjá sveitarfélögunum.
Hélt hins vegar að ég hefði sjálfur hlaupið apríl, las nefnilega í Morgunblaðinu að Hafnarfjarðarbær hefði fengnið sérstaka viðurkenningu m.a. fyrir „velheppnaðar stjórnsýslubreytingar 2003”. Verðlaunaveitandinn ekki ómerkari aðili en Samband íslenskra sveitarfélaga. Fannst þetta flott gabb og mikið grín eins og Laddi segir.
Var ekki gabb, reyndist hins vegar (sem betur fer) vera bara hluti af herlegheitunum og bæjarfélaginu að sjálfsögðu óskað til hamingju með það sem virða ber og vel hefur verið gert og viðurkenning veitt fyrir. Meðal annars símenntunaráætlanir sem og hið nýja bókhaldseftirlitskerfi.
Hitt, eitt og sér að veita verðlaun fyrir stjórnsýslubreytingar 2003, sem voru og eru okkur öllum algerlega ógleymanlegar, er sama pönkið og að Starfsmannfélag Hafnarfjarðar myndi veita launanefnd sveitarfélaga sérstaka viðurkenningu fyrir „ríkan" skilning á högum láglaunafólks hjá sveitarfélögunum.
föstudagur, 1. apríl 2005
Vann rúma milljón
Mikil höfðingi er hann Geir vinur minn Bjarnason og samstarfsmaður. Drengurinn vann rúma miljón í Víkingalóttóinu og gaf strax helming þess til velferðarmála.
Veit ekki hvort það er kaupið hjá hinu opinbera sem er svo gott að menn eru aflögufærir eða hvort menn eru með stórt hjarta. Sennilega það síðarnefnda en umfram allt gott mál og til hamingju með framtakið.
Veit ekki hvort það er kaupið hjá hinu opinbera sem er svo gott að menn eru aflögufærir eða hvort menn eru með stórt hjarta. Sennilega það síðarnefnda en umfram allt gott mál og til hamingju með framtakið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)