fimmtudagur, 28. apríl 2005

Hver á hvað ?

Datt Olof Palme í hug þegar að framsóknarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og opinbera eignir sínar. Í flestum ríkjum þykir það auðvitað ekkert nema sjálfsagt að almenningur viti um eignatengsl stjórnmálamanna við einstök fyrirtæki.

Palme og fjölskylda hans átti nokkurt hlutafé í stórverslun í miðborg Stokkhólms og samkvæmt upplýsingaskyldu þingmanna í Svíþjóð var það öllum ljóst.
Palme gekk reyndar skrefinu lengra því að í þau fjöldamörgu ár sem hann var forsætisráðherra þá fól hann starfsmannafélagi fyrirtækisins að fara með umboð þessara hlutabréfa og afsalaði sér með öllu áhrifum á þeim vettvangi. Uppskar sem vænta mátti trúverðugleika og ekki síst vinsældir.

Undarlegt að hér uppi á Íslandi séu menn að bisa við þetta ca 30 – 40 árum eftir framsýnum lýðræðisríkjum og slái sig til riddara.
Er sennilega ekki flókara mál en það að þetta hafi verið “ill nauðsyn” enda almenningur bæði undrandi og hneykslaður á því hvernig stjórnvöld hafa síðustu ár sólundað sameiginlegum eigum okkar til útvaldra fyrir spott prís, stundum kallað einkavinavæðing. Framsóknarflokkurinn með svona ”ég er ekki í liðinu” yfirlýsingu? Bíð spenntur eftir því hvernig aðrir flokkar taka á þessu og ekki síst hinn stjórnarflokkurinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli