laugardagur, 30. apríl 2005

Flott músík

Var í því ánægjulega hlutverki í gærkvöldi að vera dómari í Rokkhljómsveitakeppni Hafnarfjarðar og í keppni tölvutónlistarmanna sem fram fór í félagsmiðstöðinni Hrauninu.

16 hljómsveitir og 6 tölvutónlistarmenn á aldrinum 13 – 16 ára voru þátttakendur.
Í tölvutónlistinni sigraði Siggi “húfa” sem starfar undir nafninu Forsetinn. Frábær tónlistamaður sem á örugglega eftir að kveðja að í framtíðinni.
Stúlknabandið Gas station Hockers sigraði í hljómsveitarkeppninni. Gott og kraftmikið rokkband sem á framtíðina fyrir sér.

Í raun voru allir þátttakendurnir sigurvegarar og hinn stóri sigur var ekki síst hafnfirsk unglingamenning. Það er engin tilviljun að okkur hafnfirðingum gengur vel í Músiktilraunum. Við eigum fjölda efnilegra tónlistarmanna sem vonandi halda áfram sem lengst. Gott rock and roll spyr ekki um stað, stund né aldur.

Fínt kvöld og flott tónlist - þakka fyrir mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli