Frábært framtak hjá nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Þau blása til orustu gegn einelti á Netinu m.a. með útgáfu á veggspjaldi og með því að taka upp umræðu um þetta böl.
Eins skemmtilegir Netheimar eru þá eru þar vissulega skuggahliðar. Mesta lagkúran er auðvitað sú að vega að saklausu fólki, nafnlaust af heimasíðum eða með rafpóst sem engin veit hver sendir. Þetta er auðvitað leið gungunnar sem þorir ekki að tjá sig undir nafni. Verður auðvitað marklaust en getur auðvitað verið afar særandi og meiðandi fyrir þann sem fyrir verður.
Löngu tímabært mál að taka til hendinni í þessum málum og frábært framtak hjá krökkunum fyrir austan. Nýtum tæknina og þær mörgu jákvæðu hliðar sem hún hefur upp á að bjóða. Látum taka mark á okkur, skrifum undir nafni og tökum fulla ábyrgð á því sem frá okkur fer.
þriðjudagur, 31. janúar 2006
laugardagur, 28. janúar 2006
Frankó var hress, sögðu menn
Frankó einræðisherra á Spáni var bráðhress( í öndunarvélinni, niðurkældur, vafinn leiðslum og meðvitundarlaus) , eiginlega þó nokkuð fram yfir andlátið. Ástand hans skipti í raun engu. Öllu skipti hins vegar að almenningur hefði trú á því að karlinn væri hérna megin móðunnar miklu þess vegna var þrástaglast á því að hann væri við góða heilsu. Á meðan að svo væri þá breyttist ekkert.
Datt þetta svona í hug þegar maður fylgist með fréttum um launamál þessa daganna. Það er nefnilega svo að í öllum viðtölum í fjölmiðlum við nefndarmenn í launanefnd sveitarfélaga kemur fram a.m.k tvisvar til þrisvar að nefndin njóti óskorðað trausts o.sv.fr. Við sem í þessum heimum hrærumst vitum hins vegar að baklandið þ.e.a.s. sveitafélögin eru ekki par sammála um störf nefndarinnar. Opinberar deilur og hnútukast forsvarsmanna sveitarfélaganna undanfarið er bara toppurinn á ísjakanum. Það er greinilegur pólitískur ágreiningur um launastefnu almennt meðal sveitarfélaganna og það er nokkuð ljóst að það stefnir í að Reykjavík segi sig alfarið úr launanefnd sveitarfélaga.
Tel því einsýnt að “heilslufar” launanefndar se að einhverju leiti”Frankóískt” þessa daganna hvað sem síðar verður. För Frankós yfir móðuna miklu hafði síður en svo neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir spænsku þjóðina.
Launanefnd sveitafélaga hefur ekki reynst okkur launþegum vel. Með grjótharðri láglaunapóli ( í umboði sveitarfélaganna? ) hefur þeim tekist að koma kjörum bæjarstarfsmanna í sögulegt lágmark.
Hefði Frankó verið rétti maðurinn til þess að leiða Spánn áfram – er launnefnd sveitarfélaga rétti aðilinn til þess að koma launamálum sveitafélaganna í lag – Svari nú hver fyrir sig?
Sá sem þetta ritar myndi ekki gráta það að nefndin yrði aflögð með öllu og hefur sagt og segir enn að sveitarstjórnir eiga hver og ein að axla þá ábyrgð að stjórna sínu bæjarfélagi þ.m.t. launamálum.
Datt þetta svona í hug þegar maður fylgist með fréttum um launamál þessa daganna. Það er nefnilega svo að í öllum viðtölum í fjölmiðlum við nefndarmenn í launanefnd sveitarfélaga kemur fram a.m.k tvisvar til þrisvar að nefndin njóti óskorðað trausts o.sv.fr. Við sem í þessum heimum hrærumst vitum hins vegar að baklandið þ.e.a.s. sveitafélögin eru ekki par sammála um störf nefndarinnar. Opinberar deilur og hnútukast forsvarsmanna sveitarfélaganna undanfarið er bara toppurinn á ísjakanum. Það er greinilegur pólitískur ágreiningur um launastefnu almennt meðal sveitarfélaganna og það er nokkuð ljóst að það stefnir í að Reykjavík segi sig alfarið úr launanefnd sveitarfélaga.
Tel því einsýnt að “heilslufar” launanefndar se að einhverju leiti”Frankóískt” þessa daganna hvað sem síðar verður. För Frankós yfir móðuna miklu hafði síður en svo neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir spænsku þjóðina.
Launanefnd sveitafélaga hefur ekki reynst okkur launþegum vel. Með grjótharðri láglaunapóli ( í umboði sveitarfélaganna? ) hefur þeim tekist að koma kjörum bæjarstarfsmanna í sögulegt lágmark.
Hefði Frankó verið rétti maðurinn til þess að leiða Spánn áfram – er launnefnd sveitarfélaga rétti aðilinn til þess að koma launamálum sveitafélaganna í lag – Svari nú hver fyrir sig?
Sá sem þetta ritar myndi ekki gráta það að nefndin yrði aflögð með öllu og hefur sagt og segir enn að sveitarstjórnir eiga hver og ein að axla þá ábyrgð að stjórna sínu bæjarfélagi þ.m.t. launamálum.
föstudagur, 20. janúar 2006
Ræðukeppni & söngkeppni Vitans
Brá mér á ræðukeppni framhaldsskólanna Morfís í gærkvöldi. Er málið nokkuð skylt þar sem að sonur minn er liðsstjóri Flensborgarliðsins. Sá mína menn í Flensborgarskóla sigra Fjölbrautarskólann við Ármúla nokkuð örugglega. Fín keppni og gaman að fylgjast með því hve góðum tökum allt þetta unga fólk hefur náð á rökræðunni.
Bjartsýni var umræðuefnið - með og á móti, ekki skorti rökin, andstæðingar unnu og því ljóst að ekki er gott að byggja á bjartsýninni einni saman.
Var dómari í kvöld í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Vitans. Hef alltaf jafn gaman af því hlutverki og í raun forréttindi að fá að fylgjast með þessu upprennandi listafólki. Varð ekki fyrir vonbrigðum í kvöld. Allt frá hráu pönki þar sem menn létu hina almennt viðurkenndu tónfræði ekki trufla sig yfir í hugljúfar ballöður, og allt þar á milli . Fór að lokum svo að söngkonan og gítarleikarinn Hekla ásamt hljómsveit sigraði keppnina með minnsta mun sem ég man eftir í svona keppni.
Æskan að fara í hundanna? segir eldra fólk stundum – Tóm vitleysa segi ég og hvet alla til þess að kíkja inn í þessa veröld.
Bjartsýni var umræðuefnið - með og á móti, ekki skorti rökin, andstæðingar unnu og því ljóst að ekki er gott að byggja á bjartsýninni einni saman.
Var dómari í kvöld í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Vitans. Hef alltaf jafn gaman af því hlutverki og í raun forréttindi að fá að fylgjast með þessu upprennandi listafólki. Varð ekki fyrir vonbrigðum í kvöld. Allt frá hráu pönki þar sem menn létu hina almennt viðurkenndu tónfræði ekki trufla sig yfir í hugljúfar ballöður, og allt þar á milli . Fór að lokum svo að söngkonan og gítarleikarinn Hekla ásamt hljómsveit sigraði keppnina með minnsta mun sem ég man eftir í svona keppni.
Æskan að fara í hundanna? segir eldra fólk stundum – Tóm vitleysa segi ég og hvet alla til þess að kíkja inn í þessa veröld.
laugardagur, 14. janúar 2006
Með „bæjarstjórann" í maganum
Segir sjálfstæðiskonan Jóhanna Thorsteinsson á heimasíðu sinni um félaga minn og vin Jón Júlíusson. Tilefnið er það að Jón sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Að vera með „bæjarstjórann” í maganum er full absúrd og ekki á nokkurn mann leggjandi því eins og menn vita er Gunnar Birgisson núverandi bæjarstjóri mikil maður á velli og ekki möguleiki að koma honum fyrir með góðu móti í maga hvorki Jóns né annarra.
Ef Jóhanna á við að Jón eigi sér það markmið að verða næsti bæjarstjóri Kópavogs, þá er ekkert annað um það að segja að slíkt væri ákaflega skynsamlegt. Jón hefur mjög víðtæka reynslu á hinum ýmsu sviðum samfélagsins sem myndi án alls efa koma honum til góða í starfi sem bæjarstjóri. Jón hefur einfaldlega flesta þá kosti er prýða þarf góðan bæjarstjóra.
Myndi fagna því að félagshyggjuöflin í Kópavogi stæðu að meirihluta eftir næstu kosningar. Meirihluta sem hefði meiri skilning en nú er á kjörum hinna lægst launuðu. Í verkstjórn og sem forystumaður slíks afls er einn maður umfram aðra tilvalin, hann heitir Jón Júlíusson.
Ef Jóhanna á við að Jón eigi sér það markmið að verða næsti bæjarstjóri Kópavogs, þá er ekkert annað um það að segja að slíkt væri ákaflega skynsamlegt. Jón hefur mjög víðtæka reynslu á hinum ýmsu sviðum samfélagsins sem myndi án alls efa koma honum til góða í starfi sem bæjarstjóri. Jón hefur einfaldlega flesta þá kosti er prýða þarf góðan bæjarstjóra.
Myndi fagna því að félagshyggjuöflin í Kópavogi stæðu að meirihluta eftir næstu kosningar. Meirihluta sem hefði meiri skilning en nú er á kjörum hinna lægst launuðu. Í verkstjórn og sem forystumaður slíks afls er einn maður umfram aðra tilvalin, hann heitir Jón Júlíusson.
fimmtudagur, 12. janúar 2006
þriðjudagur, 10. janúar 2006
Er ?
Loðmundur Norðfjörð stórskáld sendir vini sínum, útgerðarmanni þessarar dagskinnu, af og til menningartengt efni sem ég birti gjarnan á síðunni. Ljóðið „Er” barst mér nýverið og það hljóðar svona:
Er nefnd sem nefnd
er launanefnd
launanefnd?
Er nefnd sem nefnd
er launanefnd
launanefnd?
laugardagur, 7. janúar 2006
Það er stund milli stríða
Þess vegna er undarlegt að bæjaryfirvöld í Kópavogi skuli standa í þessum látum sem eru fullkomlega tilefnislaus af þeirri einföldu ástæðu að sjá það allir sem það vilja sjá að það verður að gera eitthvað í launamálum. Til þess var kallað til launaráðstefnu sveitarfélaga. Þessi vonlausa barátta bæjaryfirvalda er sorglegri en tárum taki. Undarlegt að þurfi öll þessi átök vikum saman til þess eins að fá eitt viðtalsbil við stjórnendur bæjarins.
Eitthvað rámar mig í að bæjarstjóri þeirra Kópavogsmanna hafi stært sig af bestu samningum bæjarstarfsmanna og lítið var á þeim tímapunkti rætt um að bærinn væri að sprengja einhvern launaramma sveitarfélaga í landinu. Það kom seinna og þá var Reykjavík allt í einu sökudólgurinn eftir að borgarstjóri Reykjavíkur hafði sýnt þann pólitíska dugnað og þor að semja um laun á mannsæmandi nótum.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar gaf yfirlýsingu (sjá www.sthafn.is) í kjölfarið sem var þess eðlis að STH fólk hinkrar eftir niðurstöðum þessarar launaráðstefnu sem framundan er. Fram að þeim tíma er algerlega óþarft að eyða nokkru púðri hvað sem síðar verður. Púðrið er auðvitað allt á sinum stað og fer ekki langt og hægt að grípa til þess snarlega ef með þarf.
Tölvert hefur gengið á púðurbirgðir bæjaryfirvalda í Kópavogi og það sem verra er að öllu eytt á hröðu undanhaldi, vígstaða öllu verri en í upphafi. Ergo - Átök verða hafa tilgang og innhald, ef ekki þá fer illa.
Eitthvað rámar mig í að bæjarstjóri þeirra Kópavogsmanna hafi stært sig af bestu samningum bæjarstarfsmanna og lítið var á þeim tímapunkti rætt um að bærinn væri að sprengja einhvern launaramma sveitarfélaga í landinu. Það kom seinna og þá var Reykjavík allt í einu sökudólgurinn eftir að borgarstjóri Reykjavíkur hafði sýnt þann pólitíska dugnað og þor að semja um laun á mannsæmandi nótum.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar gaf yfirlýsingu (sjá www.sthafn.is) í kjölfarið sem var þess eðlis að STH fólk hinkrar eftir niðurstöðum þessarar launaráðstefnu sem framundan er. Fram að þeim tíma er algerlega óþarft að eyða nokkru púðri hvað sem síðar verður. Púðrið er auðvitað allt á sinum stað og fer ekki langt og hægt að grípa til þess snarlega ef með þarf.
Tölvert hefur gengið á púðurbirgðir bæjaryfirvalda í Kópavogi og það sem verra er að öllu eytt á hröðu undanhaldi, vígstaða öllu verri en í upphafi. Ergo - Átök verða hafa tilgang og innhald, ef ekki þá fer illa.
þriðjudagur, 3. janúar 2006
Brauðmolahagfræði
Alveg makalaust að heyra málflutning ofurlaunaliðsins. Annars vegar þegar að það er að bera saman ástæður fyrir ofurlaunum sínum og svo hins vegar að reyna að réttlæta hina grjóthörðu íslensku láglaunapólitík sem er sú svæsnasta í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hækkun launa ræstingafólks ku orsaka hrun hins íslenska efnahagslífs. Dettur helst í hug að Ragnar Reykás skrifi textann í þessum farsa.
Er ekki komin tími til „sakaruppgjafar” enda meintur glæpamaður alsaklaus. Það eru ekki laun ræstingarfólks og annara láglaunahópa sem eru að setja allt á annan endann í íslensku efnahagslífi, þó svo að fulltrúar vinnuveitenda haldi fram þeim ásökunum með kerfisbundnum hætti.
Íslensk láglaunapólitík er félagslegt böl og auðvitað hinn eini sanni sökudólgur. Það er með eindæmum að blessuðu gamla fólkinu, örykjum og láglaunafólki sé haldið í kjörum við og undir framfærslumörkum í þessu altalaða góðæri.
Ef það hefur einhvern tímann verið pólitískt stefnumið núverandi ríkisstjórnar að jafna kjörin í landinu þá hefur það algerlega mistekist. Kannski hefur það aldrei verið ætlunin, stjórnvöld fremur dregið taum þeirra samfélagshópa sem þegar hafa verulega ríflega til hnífs og skeiðar. Held það bara, svei mér þá, að svo sé og í þeim efnum hefur mönnum tekist vel til, það dettur varla brauðmoli af borðum alsnægtanna
Er ekki komin tími til „sakaruppgjafar” enda meintur glæpamaður alsaklaus. Það eru ekki laun ræstingarfólks og annara láglaunahópa sem eru að setja allt á annan endann í íslensku efnahagslífi, þó svo að fulltrúar vinnuveitenda haldi fram þeim ásökunum með kerfisbundnum hætti.
Íslensk láglaunapólitík er félagslegt böl og auðvitað hinn eini sanni sökudólgur. Það er með eindæmum að blessuðu gamla fólkinu, örykjum og láglaunafólki sé haldið í kjörum við og undir framfærslumörkum í þessu altalaða góðæri.
Ef það hefur einhvern tímann verið pólitískt stefnumið núverandi ríkisstjórnar að jafna kjörin í landinu þá hefur það algerlega mistekist. Kannski hefur það aldrei verið ætlunin, stjórnvöld fremur dregið taum þeirra samfélagshópa sem þegar hafa verulega ríflega til hnífs og skeiðar. Held það bara, svei mér þá, að svo sé og í þeim efnum hefur mönnum tekist vel til, það dettur varla brauðmoli af borðum alsnægtanna
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)