laugardagur, 7. janúar 2006

Það er stund milli stríða

Þess vegna er undarlegt að bæjaryfirvöld í Kópavogi skuli standa í þessum látum sem eru fullkomlega tilefnislaus af þeirri einföldu ástæðu að sjá það allir sem það vilja sjá að það verður að gera eitthvað í launamálum. Til þess var kallað til launaráðstefnu sveitarfélaga. Þessi vonlausa barátta bæjaryfirvalda er sorglegri en tárum taki. Undarlegt að þurfi öll þessi átök vikum saman til þess eins að fá eitt viðtalsbil við stjórnendur bæjarins.

Eitthvað rámar mig í að bæjarstjóri þeirra Kópavogsmanna hafi stært sig af bestu samningum bæjarstarfsmanna og lítið var á þeim tímapunkti rætt um að bærinn væri að sprengja einhvern launaramma sveitarfélaga í landinu. Það kom seinna og þá var Reykjavík allt í einu sökudólgurinn eftir að borgarstjóri Reykjavíkur hafði sýnt þann pólitíska dugnað og þor að semja um laun á mannsæmandi nótum.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar gaf yfirlýsingu (sjá www.sthafn.is) í kjölfarið sem var þess eðlis að STH fólk hinkrar eftir niðurstöðum þessarar launaráðstefnu sem framundan er. Fram að þeim tíma er algerlega óþarft að eyða nokkru púðri hvað sem síðar verður. Púðrið er auðvitað allt á sinum stað og fer ekki langt og hægt að grípa til þess snarlega ef með þarf.

Tölvert hefur gengið á púðurbirgðir bæjaryfirvalda í Kópavogi og það sem verra er að öllu eytt á hröðu undanhaldi, vígstaða öllu verri en í upphafi. Ergo - Átök verða hafa tilgang og innhald, ef ekki þá fer illa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli