Segir sjálfstæðiskonan Jóhanna Thorsteinsson á heimasíðu sinni um félaga minn og vin Jón Júlíusson. Tilefnið er það að Jón sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Að vera með „bæjarstjórann” í maganum er full absúrd og ekki á nokkurn mann leggjandi því eins og menn vita er Gunnar Birgisson núverandi bæjarstjóri mikil maður á velli og ekki möguleiki að koma honum fyrir með góðu móti í maga hvorki Jóns né annarra.
Ef Jóhanna á við að Jón eigi sér það markmið að verða næsti bæjarstjóri Kópavogs, þá er ekkert annað um það að segja að slíkt væri ákaflega skynsamlegt. Jón hefur mjög víðtæka reynslu á hinum ýmsu sviðum samfélagsins sem myndi án alls efa koma honum til góða í starfi sem bæjarstjóri. Jón hefur einfaldlega flesta þá kosti er prýða þarf góðan bæjarstjóra.
Myndi fagna því að félagshyggjuöflin í Kópavogi stæðu að meirihluta eftir næstu kosningar. Meirihluta sem hefði meiri skilning en nú er á kjörum hinna lægst launuðu. Í verkstjórn og sem forystumaður slíks afls er einn maður umfram aðra tilvalin, hann heitir Jón Júlíusson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli