Frábært framtak hjá nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Þau blása til orustu gegn einelti á Netinu m.a. með útgáfu á veggspjaldi og með því að taka upp umræðu um þetta böl.
Eins skemmtilegir Netheimar eru þá eru þar vissulega skuggahliðar. Mesta lagkúran er auðvitað sú að vega að saklausu fólki, nafnlaust af heimasíðum eða með rafpóst sem engin veit hver sendir. Þetta er auðvitað leið gungunnar sem þorir ekki að tjá sig undir nafni. Verður auðvitað marklaust en getur auðvitað verið afar særandi og meiðandi fyrir þann sem fyrir verður.
Löngu tímabært mál að taka til hendinni í þessum málum og frábært framtak hjá krökkunum fyrir austan. Nýtum tæknina og þær mörgu jákvæðu hliðar sem hún hefur upp á að bjóða. Látum taka mark á okkur, skrifum undir nafni og tökum fulla ábyrgð á því sem frá okkur fer.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli