Hef stundum minnst á Færeyjar í pistlum mínu. Gott fólk færeyingar, falleg músík og fagrar eyjar. Tók meðfylgjandi mynd í sumar er ég átt leið um eyjarnar með Norrænu.
þriðjudagur, 31. ágúst 2004
sunnudagur, 29. ágúst 2004
Vel mælt hjá Halli Magnússyni
Sviðstjóra hjá íbúðarlánasjóði í Fréttablaðinu í dag þegar hann spyr: „...af hverju bankarnir geti boðið lánin á svo miklu lægri og betri kjörum nú en áður þegar þeir hafi alla tíð notið fyrsta veðréttar á húseignum: „Ástæðan er skýr. Þeir vonuðust til þess að eftirlitsstofnun EFTA setti starfsemi Íbúðalánasjóðs skorður. Þeir vonuðust til að Íbúðalánasjóður þyrfti að draga úr lánastarfsemi sinni til þess að geta boðið upp á hærri vexti en 4,4% og hagnast á íbúðalánum."
Svo mörg voru orð sviðstjórans. Kjarni málsins augljós, ýtrustu ofur gróðasjónarmið leiðarljós bankanna nú sem endranær.
Verður alltaf jafn hjárænulegt hjá þessum bransa þegar hann þykist vera að gera almenning stórkostlegan greiða . Saga okurvaxta og ofur þjónustugjalda sýnir okkur og kennir augljóslega annað.
Sé því enga leið skynsamari í dag en að efla Íbúðarlánasjóð enn frekar og gera góða stofnun að enn betri stofnun enda hag almennings er augljóslega mun betur borgið með því fyrirkomulagi en óskafyrirkomulagi bankanna.
Svo mörg voru orð sviðstjórans. Kjarni málsins augljós, ýtrustu ofur gróðasjónarmið leiðarljós bankanna nú sem endranær.
Verður alltaf jafn hjárænulegt hjá þessum bransa þegar hann þykist vera að gera almenning stórkostlegan greiða . Saga okurvaxta og ofur þjónustugjalda sýnir okkur og kennir augljóslega annað.
Sé því enga leið skynsamari í dag en að efla Íbúðarlánasjóð enn frekar og gera góða stofnun að enn betri stofnun enda hag almennings er augljóslega mun betur borgið með því fyrirkomulagi en óskafyrirkomulagi bankanna.
fimmtudagur, 26. ágúst 2004
Hvernig væru vextirnir, ef ekki væri Íbúðalánasjóður?
Spyr sá sem veit. Svarið er einfalt, mjög háir eins á öllum sviðum þar sem ekki er virk samkeppni. Í landi samráðs og fákeppni eru því opinberar stofnair eins og Íbúðalánasjóður brýn nauðsyn.
Eitt sinn var sagt að stjórnmálamenn ættu ekki að stýra vöxtum með handafli. Finnst það þó skömminni skárra en þegar að fjármálastofnanir gerða það með víðtæku samráði. Frjálshyggjuformúlurnar eins og ýmis manna verk, eru ófullkomin og skeikul.
Vona að Íbúðalánasjóður dafni sem aldrei fyrr enda gegnir sjóðurinn afar mikilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. Ég veit einnig að ef hann hættir starfsemi þá mun þeir vextir sem nú bjóðast auðvitað snarhækka. Hef nú ekki meira traust en þetta á þessum kunningjaklúbb sem íslenska bankakerfið er orðið, sennilega helgar tilgangurinn meðulin í þessu máli eins og svo margt annað sem úr þessum ranni samfélagsins kemur.
Eitt sinn var sagt að stjórnmálamenn ættu ekki að stýra vöxtum með handafli. Finnst það þó skömminni skárra en þegar að fjármálastofnanir gerða það með víðtæku samráði. Frjálshyggjuformúlurnar eins og ýmis manna verk, eru ófullkomin og skeikul.
Vona að Íbúðalánasjóður dafni sem aldrei fyrr enda gegnir sjóðurinn afar mikilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. Ég veit einnig að ef hann hættir starfsemi þá mun þeir vextir sem nú bjóðast auðvitað snarhækka. Hef nú ekki meira traust en þetta á þessum kunningjaklúbb sem íslenska bankakerfið er orðið, sennilega helgar tilgangurinn meðulin í þessu máli eins og svo margt annað sem úr þessum ranni samfélagsins kemur.
fimmtudagur, 19. ágúst 2004
Skólaskrifstofa, stjórnarfundur og einkavæðing
Starfsmenn skólaskrifstofu
Fundaði í dag með starfsmönnum skólaskrifstofu sem ekki eru á eitt sáttir varðandi fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skrifstofunni. Ekki nema von þar sem nokkuð er óljóst við hvað er átt og hverjar afleiðingar boðaðar breytingar hafa. Fólkið hefur ekki fengið neinar skýringar þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað með formlegum hætti? Málið stefnir í klúður af bestu sort ef bæjaryfirvöld skýra ekki línur fljótlega.
Stjórnin fundaði síðdegis.
Ýmis mál bar á góma, svo sem komandi kjarasamningar, Fundir innan Samflotsins sem og væntanlegur stjórnarfundur BSRB, Starfsmatið bar á góma að venju og eru þær fregnir helstar að Reykjavíkurborg ætlar að greiða samkvæmt því í október.
Samfylkingin í Hafnarfirði og einkavæðingin
Skil ekki alveg hvert Samfylkingin stefnir varðandi einkavæðingu hér í bæ. Og ekki er það til neinar fyrirmyndar að hún skuli beinast gegn hópum sem hvað síst hafa það launalega.
Einkavæðing ræstinga í skólum er að skella á. Menn vita að launakostnaður er yfir 90% af kostnaðinum við ræstinguna. Með "hagstæðu" tilboði skilst mér að boðið hafi verið rúmlega 60% af kostnaði í verkið allt.
Niðurstaðan er einföld fyrirtækið þarf að fá sitt, enda ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða. Starfsmenn munu því margir missa störf sín og miðað við einfalda reikniformúlu mun sennilega tæplega helmingur starfsmanna missa vinnuna og þeir sem eftir verða munu þurfa að leggja helmingi meira á sig en áður var fyrir sama lélega kaupið.
Mér finnst ekki viðeigandi að bæjarfélag standi með óbeinum hætti að svo víðtækum uppsögnum eins og hér verður um að ræða og það er ekki hægt að skýla sér bak við eitthvað fyrirtæki út í bæ í þeim efnum. Hafnarfjarðabær er verkkaupi og ber auðvitað sem slíkur siðferðilegar skyldur á gerðum verktakans.
Fundaði í dag með starfsmönnum skólaskrifstofu sem ekki eru á eitt sáttir varðandi fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skrifstofunni. Ekki nema von þar sem nokkuð er óljóst við hvað er átt og hverjar afleiðingar boðaðar breytingar hafa. Fólkið hefur ekki fengið neinar skýringar þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað með formlegum hætti? Málið stefnir í klúður af bestu sort ef bæjaryfirvöld skýra ekki línur fljótlega.
Stjórnin fundaði síðdegis.
Ýmis mál bar á góma, svo sem komandi kjarasamningar, Fundir innan Samflotsins sem og væntanlegur stjórnarfundur BSRB, Starfsmatið bar á góma að venju og eru þær fregnir helstar að Reykjavíkurborg ætlar að greiða samkvæmt því í október.
Samfylkingin í Hafnarfirði og einkavæðingin
Skil ekki alveg hvert Samfylkingin stefnir varðandi einkavæðingu hér í bæ. Og ekki er það til neinar fyrirmyndar að hún skuli beinast gegn hópum sem hvað síst hafa það launalega.
Einkavæðing ræstinga í skólum er að skella á. Menn vita að launakostnaður er yfir 90% af kostnaðinum við ræstinguna. Með "hagstæðu" tilboði skilst mér að boðið hafi verið rúmlega 60% af kostnaði í verkið allt.
Niðurstaðan er einföld fyrirtækið þarf að fá sitt, enda ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða. Starfsmenn munu því margir missa störf sín og miðað við einfalda reikniformúlu mun sennilega tæplega helmingur starfsmanna missa vinnuna og þeir sem eftir verða munu þurfa að leggja helmingi meira á sig en áður var fyrir sama lélega kaupið.
Mér finnst ekki viðeigandi að bæjarfélag standi með óbeinum hætti að svo víðtækum uppsögnum eins og hér verður um að ræða og það er ekki hægt að skýla sér bak við eitthvað fyrirtæki út í bæ í þeim efnum. Hafnarfjarðabær er verkkaupi og ber auðvitað sem slíkur siðferðilegar skyldur á gerðum verktakans.
fimmtudagur, 12. ágúst 2004
Starfskjaranefnd fundaði í gær
Dómsátt
Fátt fréttnæmt nema að aðilar eru að kíkja á frágang á s.k dómsátt varðandi greiðslur í fæðingarorlofi þ.e.a.s. hjá þeim konum sem áttu börn á því tímabili sem lögin breyttust og í hvaða tilfellum sáttin hafi fordæmi. Ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Launuð námsleyfi
Fyrir lá umsókn um launað námsleyfi en þetta er heimildarákvæði í kjarasamningum sem hefur verið nýtt ágætlega síðustu ár enda er þetta eina leið vinnandi fólks til framhaldsmenntunar. Lánshæfi hjá LÍN er ekkert þegar að fólk kemur úr atvinnulífinu og þessi afar hófsömu launakjör bæjarstarfsmanna gera það að verkum að menn eru ekki lánshæfir fyrsta árið. Loftið og viljinn einn dugir skammt.
Hafnarfjarðarbær ákvað einhliða og í algerri andstöðu við STH að afnema fjárveitingar til þessara mála sem auðvitað er í algeru ósamræmi við annars ágæta endurmenntunarstefnu bæjarins. STH félagar og Leikskólakennarar fá ekki launuð námsleyfi en hins vegar fá kennarar bæjarins það?
Enda fór svo að meirihluti nefndarinnar þ.e. báðir STH fulltrúarnir og annar fulltrúi bæjarins, Valgerður Sigurðardóttir, bókaði áskorum til bæjaryfirvalda að áætla fjármunum til námsleyfa eins og verið hefur.
Fátt fréttnæmt nema að aðilar eru að kíkja á frágang á s.k dómsátt varðandi greiðslur í fæðingarorlofi þ.e.a.s. hjá þeim konum sem áttu börn á því tímabili sem lögin breyttust og í hvaða tilfellum sáttin hafi fordæmi. Ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Launuð námsleyfi
Fyrir lá umsókn um launað námsleyfi en þetta er heimildarákvæði í kjarasamningum sem hefur verið nýtt ágætlega síðustu ár enda er þetta eina leið vinnandi fólks til framhaldsmenntunar. Lánshæfi hjá LÍN er ekkert þegar að fólk kemur úr atvinnulífinu og þessi afar hófsömu launakjör bæjarstarfsmanna gera það að verkum að menn eru ekki lánshæfir fyrsta árið. Loftið og viljinn einn dugir skammt.
Hafnarfjarðarbær ákvað einhliða og í algerri andstöðu við STH að afnema fjárveitingar til þessara mála sem auðvitað er í algeru ósamræmi við annars ágæta endurmenntunarstefnu bæjarins. STH félagar og Leikskólakennarar fá ekki launuð námsleyfi en hins vegar fá kennarar bæjarins það?
Enda fór svo að meirihluti nefndarinnar þ.e. báðir STH fulltrúarnir og annar fulltrúi bæjarins, Valgerður Sigurðardóttir, bókaði áskorum til bæjaryfirvalda að áætla fjármunum til námsleyfa eins og verið hefur.
þriðjudagur, 10. ágúst 2004
Af pæjum
Var á Pæjumótinu í fótbolta á Siglufirði um helgina með dóttur minni. 90 skvísur úr FH og annað eins frá Haukum á svæðinu. Allar sem ein Hafnarfirði til sóma. Gengið var svona upp og niður eins og gengur og gerist. Skipulagning heimamanna var frábær og í raun ótrúlegt hve allt gekk vel og snurðulaust fyrir sig, sérstaklega þegar að haft er í huga að spilarar voru sennilega um 1.600 talsins. Hef verið á ófáum mótum en set þetta án vafa í fyrsta sæti hvað varða skipulag og framkvæmd.
Annað mál og íhugunarvert þessu tengt er þáttur foreldra á slíkum mótum, sem alflestir og í mjög miklum meirihluta voru til sóma, en þó ekki allir. Fagna því umræðu sem verið hefur undanfarði um þátt þeirra á mótum og kannski ekki vanþörf á. Dæmi um slíkt var:
Framámaður eins félags stóð við markstöng liðs "andstæðinganna" í yngsta aldurflokki og sagði markmanni að láta boltann vera, sem og barnið gerði og úr því varð mark sem gerði út um leikinn? Og svo hitt þegar að fullorðnir einstaklingar hafa uppi afar niðrandi ummæli um dómara og einstaka leikmenn eða lið sem keppt er við. Algerlega óviðeigandi og ekki við hæfi. Sem betur fer er ekki mikið um þetta, en þó allt of mikið.
Legg því til að það verði einfaldlega bannað á mótum sem þessum að argast út í dómarann og lið andstæðinganna og einstaka leikmenn þess. Mætti jafnvel taka upp verðlaun fyrir prúðasta og uppbyggilegasta stuðningsmannaliðið.
Blessuð börnin verða að eiga góðar minningar frá svona mótum og þáttur foreldra og forráðamann þeirra er mikil ef svo á að verða. Tap og sigra er hægt að vinna með á uppbygglegan hátt en það verður ekki gert með ummæli eins og að " þessi eða hinn dómarinn sé fífl" eða að "þessi hlussa sé tuddi"?
Annað mál og íhugunarvert þessu tengt er þáttur foreldra á slíkum mótum, sem alflestir og í mjög miklum meirihluta voru til sóma, en þó ekki allir. Fagna því umræðu sem verið hefur undanfarði um þátt þeirra á mótum og kannski ekki vanþörf á. Dæmi um slíkt var:
Framámaður eins félags stóð við markstöng liðs "andstæðinganna" í yngsta aldurflokki og sagði markmanni að láta boltann vera, sem og barnið gerði og úr því varð mark sem gerði út um leikinn? Og svo hitt þegar að fullorðnir einstaklingar hafa uppi afar niðrandi ummæli um dómara og einstaka leikmenn eða lið sem keppt er við. Algerlega óviðeigandi og ekki við hæfi. Sem betur fer er ekki mikið um þetta, en þó allt of mikið.
Legg því til að það verði einfaldlega bannað á mótum sem þessum að argast út í dómarann og lið andstæðinganna og einstaka leikmenn þess. Mætti jafnvel taka upp verðlaun fyrir prúðasta og uppbyggilegasta stuðningsmannaliðið.
Blessuð börnin verða að eiga góðar minningar frá svona mótum og þáttur foreldra og forráðamann þeirra er mikil ef svo á að verða. Tap og sigra er hægt að vinna með á uppbygglegan hátt en það verður ekki gert með ummæli eins og að " þessi eða hinn dómarinn sé fífl" eða að "þessi hlussa sé tuddi"?
fimmtudagur, 5. ágúst 2004
Af einkavæðingu
Ögmundur Jónasson formaður BSRB er með frábæra grein um hina afar döpru reynslu Breta af einkavæðingu, sjón er sögu ríkari. Sjá hér
sunnudagur, 1. ágúst 2004
Stuðmenn og þjóðarsálin
Var staddur með mínu fólki í Húsdýragarðinum í gærkvöldi. Fín skemmtun hjá Stuðmönnum og fólk frá 3 -99 ára tók undir og söng með í hverju laginu á fætur öðru. Hljómsveit allra landsmanna hér að verki án alls vafa. Hef einu sinni verið vitni að sambærilegri uppákomu og í gærkvöldi.
Það var í Fredriksberg í Danmörku þar sem hin frábæra hljómsveit Shu-bi-dua ( Tek ekki ábyrgð á stafsetningunni) lék fyrir 40.000 manns. Þar kunnu allir lögin og textana, sungu hástöfum með og dönsuðu , nema ég, sem var eins og álfur út úr hól, kunni ekkert af þessu en fann mér til mikillar ánægju að ég var staddur mitt í dönsku þjóðarsálinni.
Í gærkvöldi var hin íslenska þjóðarsál mætt í Húsdýragarðinn og öllum ljóst að bandið verður auðvitað að flokka sem menningarverðmæti enda framlag þeirra til íslenskrar alþýðumenningar nú þegar mjög ríkulegt.
Það var í Fredriksberg í Danmörku þar sem hin frábæra hljómsveit Shu-bi-dua ( Tek ekki ábyrgð á stafsetningunni) lék fyrir 40.000 manns. Þar kunnu allir lögin og textana, sungu hástöfum með og dönsuðu , nema ég, sem var eins og álfur út úr hól, kunni ekkert af þessu en fann mér til mikillar ánægju að ég var staddur mitt í dönsku þjóðarsálinni.
Í gærkvöldi var hin íslenska þjóðarsál mætt í Húsdýragarðinn og öllum ljóst að bandið verður auðvitað að flokka sem menningarverðmæti enda framlag þeirra til íslenskrar alþýðumenningar nú þegar mjög ríkulegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)