fimmtudagur, 26. ágúst 2004

Hvernig væru vextirnir, ef ekki væri Íbúðalánasjóður?

Spyr sá sem veit. Svarið er einfalt, mjög háir eins á öllum sviðum þar sem ekki er virk samkeppni. Í landi samráðs og fákeppni eru því opinberar stofnair eins og Íbúðalánasjóður brýn nauðsyn.

Eitt sinn var sagt að stjórnmálamenn ættu ekki að stýra vöxtum með handafli. Finnst það þó skömminni skárra en þegar að fjármálastofnanir gerða það með víðtæku samráði. Frjálshyggjuformúlurnar eins og ýmis manna verk, eru ófullkomin og skeikul.

Vona að Íbúðalánasjóður dafni sem aldrei fyrr enda gegnir sjóðurinn afar mikilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. Ég veit einnig að ef hann hættir starfsemi þá mun þeir vextir sem nú bjóðast auðvitað snarhækka. Hef nú ekki meira traust en þetta á þessum kunningjaklúbb sem íslenska bankakerfið er orðið, sennilega helgar tilgangurinn meðulin í þessu máli eins og svo margt annað sem úr þessum ranni samfélagsins kemur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli