fimmtudagur, 12. ágúst 2004

Starfskjaranefnd fundaði í gær

Dómsátt
Fátt fréttnæmt nema að aðilar eru að kíkja á frágang á s.k dómsátt varðandi greiðslur í fæðingarorlofi þ.e.a.s. hjá þeim konum sem áttu börn á því tímabili sem lögin breyttust og í hvaða tilfellum sáttin hafi fordæmi. Ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

Launuð námsleyfi
Fyrir lá umsókn um launað námsleyfi en þetta er heimildarákvæði í kjarasamningum sem hefur verið nýtt ágætlega síðustu ár enda er þetta eina leið vinnandi fólks til framhaldsmenntunar. Lánshæfi hjá LÍN er ekkert þegar að fólk kemur úr atvinnulífinu og þessi afar hófsömu launakjör bæjarstarfsmanna gera það að verkum að menn eru ekki lánshæfir fyrsta árið. Loftið og viljinn einn dugir skammt.

Hafnarfjarðarbær ákvað einhliða og í algerri andstöðu við STH að afnema fjárveitingar til þessara mála sem auðvitað er í algeru ósamræmi við annars ágæta endurmenntunarstefnu bæjarins. STH félagar og Leikskólakennarar fá ekki launuð námsleyfi en hins vegar fá kennarar bæjarins það?

Enda fór svo að meirihluti nefndarinnar þ.e. báðir STH fulltrúarnir og annar fulltrúi bæjarins, Valgerður Sigurðardóttir, bókaði áskorum til bæjaryfirvalda að áætla fjármunum til námsleyfa eins og verið hefur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli