...brúðkaupi þar sem skyndilega, í miðri veislunni, einhver gestanna rýkur upp á sviði, tekur hljóðnemann og æpir yfir samkvæmið “ ég elska þig Gunna” og í sama mund í hinum enda salarins brestur kona í grát og segir “ ég elska þig líka Þorlákur”. Þetta verður til þess að Þorlákur hleypur ( hægt og svífandi !) þvert yfir salinn beint í útbreiddan faðm Gunnu ... og þau kyssast innilega ... og viti menn brúðhjónin, presturinn, ættingjar, og aðrir gestir mynda hálfhring um parið, fella tár, klappa og gleðjast innilega yfir örlögum Þorláks og Gunnu sem nú hafa greinilega loks náð saman. Hljómsveitin leikur gleðisöng Þorláki og Gunnu til heiðurs ...!
Aulahrollur hríslast um mann og hugsun um hve ótrúlegt rugl er borið á borð fyrir ungt fólk í formi margra amerískra bíómynda, sem leiðir hugan að því hve nauðsynlegt er að hlú að okkar eigin menningu. Ef ekkert verður að gert í þeim efnum þá munum við sennilega fyrr en varir fá töluvert af “æpandi pörum” í brúðkaupum annara. Amerísk "hágæða" væmni? Ekki beinlínis sú menning sem íslendingar vilja kenna sig við eða hvað?
Menningarverðmæti er það bara frasi í hátíðarræðum stjórnmálamanna?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli