Ég er sem sagt búin að vera velta fyrir mér skuldum íslenska ríkisins. 2.150 milljarðar (2.150.000.000.000) segir fjármálaráðherra? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa tölu og get ekki komið henni í almennilegt samhengi. Bregð því hér á það ráð að koma þessu í sjónrænt samhengi sem oft er kostur þegar að abstrakt stærðir eins og peningar og hagfræði eru til umfjöllunar. Ég hef lengst af verði opinberstarfsmaður og því fórnarlamb hinnar íslensku láglaunastefnu. Ég skil þúsundkalla og jafn vel nokkra í hóp en ekki marga, veskið er ekki stórt og launin sjaldnast neitt til að hrópa húrra yfir.
Mér reiknast til að ef við leggjum þúsundkall við þúsundkall þá nemi skuldirnar vegalengdinni 3.255.000 kílómetrum. Þjóðvegur 1 er ca 1.400 kílómetrar en hann má leggja einfaldri röð þúsund kalla u.þ.b. 2.325 sinnum eða rúmlega 81 skipti í kring um jörðina, eða tæplega 10 sinnum til tunglsins. Að keyra meðfram þúsundköllunum miðað við góð skilyrði t.d. á 80 km hraða tekur ca 2 ár og fjóra mánuði ef keyrt er allan sólarhringinn. Miðað við vinnutímatilskipun EB þá má reikna með rúmlega 10 ára törn ( rúmlega fjórðung starfsævinnar) í verkið.
Ef við fletjum þúsundkallana út þá er flæmið 2.257.500 ferkílómetrar eða rúmlega 22 falt flatarmál landsins eða 2/3 hluta Indlands. Ef við deilum höfðatölu í “flatamál skulda” lagðir í þúsund köllum þá hefur hver Íslendingur ca 7.500 fermetra út af fyrir sig sem hlýtur að vera heimsmet.
Sé það á þessu að skuldirnar eru efnahaglegt stórvirki á hryðjuverkasviðinu a.m.k. gangvart íslenskum almenningi , örugglega heimsmet og “einstakt afrek” og í raun “einhverskonar snilld” sem felst í því hvering fáum einstaklingum hefur tekist að klúðra jafnmiklu og rækilega á jafn skömmum tíma og sem bitar á jafnmörgum og nú er raunin ...og svo eru menn hissa á því að einhverju ungmenninu hitni í hamsi - Það eru ekki margir sem sitja uppi með 7.500 fermetra af þúsundköllum í skuld algerlega að ósekju – menn hafa fengið að kjaftinn fyrir minna – ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli