þriðjudagur, 20. janúar 2009

Það er um að gera ...

...að eyða dýrmætum tíma þingisins til þessa að vinna að því hörðum höndum að koma brennivíni í matvörubúðir. Skil ekkert í skrílnum að láta svona fyrir utan Alþingishúsið, þingið verður að fá frið og ráðrúm til þess að koma helsta stefnumáli stuttbuxnadeildar íhaldsins í framkvæmd.

Það er ekkert betra fyrir “unga” þingmenn en það að geta keypt sér í matvörubúðinni eina tvær rauðvínsflöskur á degi eins og þessum til þess að dreypa á með þriðjudags kjötbollunum og ekki er nú verra að fá sér örlítið koníak með kaffinu á eftir.

Það er í mörgu að mæðast hjá formanni menntamálanefndar og formanni heilbrigðisnefndar Alþingis sem bæði hafa þá djúpu pólitísku sannfæringum að þetta, að koma auglýstu áfengi í matvörubúðir, séu hin brýnu málefni íslensks samfélags í dag.

Í hverslags félagskap er Samfylkingin eiginlega í ?- Eigum við ekki að fara að kjósa?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli