fimmtudagur, 17. janúar 2008
5 ára afmæli
“Tíminn líður hratt á gervihnattaöld” kvað söngvaskáldið Magnús Eiríksson hér um árið. Orð að sönnu því mér finnst einhvern vegin að ég hafi opnað þessa dagskinnu fyrir stuttu. Raunin hins vegar sú að þann 15. janúar 2003 hófst kúrs í upplýsingatækni í KHÍ hjá þeim frábæra kennara Salvöru Gissurardóttur, þar sem m.a. annars var verkefni að opna dagskinnu. Varð óforbetranlegur í þessum heimum strax. Dagskinnan hefur reynst vel – ekki allir sammála því sem þar er sett fram og oft hefur gustað hressilega sérstaklega þegar ég var á kafi í verkalýðsmálum. Ein regla í hávegum höfð – skrifa ávallt undir nafni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli