Las um daginn að ungur maður í Bretlandi hefði verið dæmdur vegna “gangstéttahneigðar”. Maðurinn gerði sér sem sagt afar dælt við gangstéttar þegar að sá gálinn var á honum. Þessi undarlega ástleitni varð einnig til þess að manninum var gert skylt að leita sér meðferðar.
Datt þetta svona í hug þegar að ég sá þessa undarlegu og óviðeigandi Remax auglýsingu inn í miðju áramótaskaupinu. Fullt af fólki djúpt sokkið í einhverskonar ástaraltlotum við hús? “Húsahneigð” á háu stigi hugsaði ég með mér – argasta klám samkvæmt breska dómskerfinu – Remax fremstir í húsa porno bransanum - þurfa þeir ekki að fara í meðferð eins og Bretinn ungi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli