fimmtudagur, 27. desember 2007

Stefnuljós og greindarvísitala

Sel það ekki dýrara en ég keypti en svo ku vera samkvæmt vísindalegum niðurstöðum að notkun stefnuljósa í umferðinni hefur verulega fylgni við greind viðkomandi ökumanns. Með öðrum orðum því minni notkun stefnuljósa því vitlausari er viðkomandi – stemmir sennilega algerlega – Mr Bean notar aldrei stefnuljós. Segið þið svo að vísindin séu ekki praktísk - einföld umferðarregla skilur á milli greindra og ... ekki greindra einstaklinga!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli