mánudagur, 3. desember 2007

Hinar mörgu ásjónur launanefndar sveitarfélaga

Dagar LN eru taldir, segir formaður STFS
"Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja telur að dagar Launanefndar sveitafélaga séu taldir þar sem komið hafi í ljós að láglaunastefna nefndarinnar sé ekki að virka. Hvetur hann sveitarfélög á Suðurnesjum að feta í fótspor sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu sem hafa hækkað mánaðarlegar eingreiðslur til þeirra starfsmanna sem hafa lægst laun."
Af http://www.bsrb.is/

Fundargerð samstarfsnefndar launanefndar og Samflots bæjarstarfsmanna 22. nóv 2007.
"Samflotið lagði einnig fram gögn varðandi sértækar aðgerðir einstakra sveitarfélaga til launahækkunar fyrir starfsmenn sína og beinir því til LN fyrir hönd sveitarfélaga að gætt verði samræmis um laun óháð búsetu. Fulltrúar LN benda á að þessar sértæku aðgerðir sveitarfélaga eru án íhlutunar launanefndar og hafa þessi sveitarfélög nýtt sér fyrirliggjandi heimildir LN frá 28. janúar 2006."

SVEITARFÉLÖG - Kennarasamband Íslands
"...Karl Björnsson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskrasveitarfélaga, segir að báðir aðilar hafi lært af slæmri reynslu sinni og samskiptaerfiðleikum síðustu ára og nú sé fullur vilji beggja til að bæta úr. Karl flutti erindi um samningaviðræður við kennara síðustu ár á Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku. Þar kom fram að samskipti hefðu verið erfið og of miklu púðri hafi verið eytt í að deila um staðreyndir en skort á sameiginlegan undirbúning. Hvergi hafi verið sameiginlegan flöt að finna. Þessu sé sátt um að breyta. Búið er að gera aðgerðaáætlun sem á að auka fagmennsku, bæta vinnubrögð, skapa traust og efla virðingu milli aðila. „Þegar kjaraviðræður hefjast í febrúar er markmiðið að fyrir liggi nákvæmar upplýsingar og að sátt ríki um allar tölur þannig að á kjaraviðræðutímabilinu sé ekki eytt púðri í að deila um tölur og grunngögn,“ segir Karl. (Fréttablaðið í dag 2. des 2007)"

Ragnar Örn mælir oft af skynsemi - launanefnd sveitarfélaga er nefnd hinna lægstu viðmiða og hinna erfiðu samskipta. Láglaunastefnan grjótharða tekur á sig margar myndir og ólíkar ásjónur - ekki satt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli