Var borinn til grafar í dag að lokinni mjög fjölmennri athöfn í Víðistaðakirkju. Athöfnin var látlaus, virðuleg og vörðuð ákaflega fallegum tónlistarflutningi okkar bestu listamanna. Fallinn er frá í blóma lífsins drengur góður - verkin margþættu og fjölmörgu lifa sem og minning um góðan dreng, blessuð sé minning hans. Votta Önnu Borg, börnum og ættingjunum hans mína dýpstu samúð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli