föstudagur, 31. janúar 2003


Vefrally-ið sem ég setti inn er hugsað sem æfing í nýliðafræðslu hjá ÆTH, Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Marmiðið með Rally-inu er tvíþætt . Í fyrsta lagi að átta sig á hve kostnaður við ferðalög er mikil og í hverju hann liggur. Í öðru lagi að gefa starfmönnum innsýn í hve flókið það getur verið að skipleggja ferðalag með hóp ungmenna svo vel sé og einnig hve ábyrgð starfsmanna er mikil. Eitt af prinsippum varðandi ferðalög með hópa ungmenna er t.d. að skipleggja ferð með þeim hætti að s.k. krítisk móment á sjálfu ferðalaginu séu sem fæst . Krítisk móment eru t.d. allar nauðsynlegar tímasetningar eins og brottfarir flugvéla, lesta og skipa. Það segir sig sjálft að ekkert má klikka í þeim efnum. Ferðaáætlun er því verkefnið og ekkert endilega besta áætlunin sem kostar minnst og sama hátt og sú dýrasta getur verið afar óraunhæf miðað við fjárhagsgetu hópsins?

miðvikudagur, 29. janúar 2003

Nú er ekki um annað að ræða en að setja Vefrally-ið ferdarall.htm á bloggið a.m.k.á meðan ég freista þess að ná tökum á bakgrunni á heimasíðunni

þriðjudagur, 28. janúar 2003

Nú fór í verra heimasíðan í hinu versta standi og löskuð eftir viðleitni mína til að tengja vefrallysíðu eina mikla við herlegheitin. Get ekki með góðu móti svarað spurningunni " hvað er eiginlega í gangi?" "Hefst þó hægt fari" segir Sólveig Jakobs. Læt það verða mitt leiðarljós í tilraunum mínum til frekari frama og afreka á tölvusviðinu á næstu dögum.

mánudagur, 27. janúar 2003

Tæknipistill
Ég nota tölvur rosalega mikið og eru þær í raun mitt helsta atvinnutæki. Bæði í starfi mínu hjá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og sem formaður STH. Við erum með 3-4 tölvur á heimilinu og þar af eru tvær tengdar s.k. heimaneti. Við erum með ADSL tenginu sem er góður kostur fyrir þá sem nota tölvur eins mikið og við. Elsta dóttir mín er í háskólanum, sonur minn er í efsta bekk grunnskóla og á kafi í tövlutónlist. Tölvuflotinn samastendur af einni gamalli Hyudai tölvu 200 mhz, annri annari 500 mhz og einni sem er með 1 Ghz og 1056 mb í vinnsluminni.

Ég get ekki sett neitt sérstak tegundarheiti á þær tvær síðastnefndu enda eru þær samsettar eftir forskrift bróður míns sem er kerfisfræðingur og mikil grúskari og kann vélbúnaðarpakkann (Hardware) mjög vel. Ég hef því ekki verið að elta merki og sparað mér nokkurt fé á því. Ég er hins vegar mjög sérsinna hvað varðar lyklaborð og notast í þeim efnum við eldgamalt stórt IBM lyklaborð við þá tölvu sem ég nota mest. Prentarinn er nettengdur. Ég einnig með Tohsiba fartölvu 433 mhz sem hefur reynst mér ótrúlega vel og þvælst með mér um víða veröld og aldrei slegið feilpúst, ef frá er talið að rafhlaðan gaf sig eftir 4-5 ára mikla notkun. Ég er hins vegar að endurnýja þann kost og hef sterklega í huga að fjárfesta í tegund sem heitir Hi Grade. Vélar þessar fá mjög góða dóma og ekki síst þá er verðið afar hagstætt. Umboðið er í Ólafsvík, Tækja- og tölvubúðin, þannig að stór- Hafnarfjarðarsvæðið er ekki endilega hagkvæmasta svæðið í viðskiptum af þessu tagi.

Að lokum vill ég nefna gsm símtækið mitt sem er af Nokia gerð , hlunkur en afar praktískur. Málið er það að um tveggja ára skeið var ég með lófatölvu sem ég nýtti eins og dagbók. Þegar að ég missti út allt efnið í 2 eða 3 sinn þá parkeraði ég henni. Því það var ekki nóg með að ég missti allt út úr lófatölvunni því að öryggisafrit og annað sem samtengt var Outlookinu straujaðist einnig út. Þetta var vægast sagt afar slæmt því ég sinni þannig störfum að ég þarf að hafa mjög nákvæmt yfirlit yfir fundarsetur. Vandamálið með lófatölvur er það að maður hleður tækið ekki eins reglubundið og farsíma og í því liggja kostirninr við að sameina þessi tvö tæki í eitt. Ég hef s.l. tvö ár nýtt mér Nokia síma með mjög góðu dagbókarkerfi sem samlagast Outlook calender mjög vel. Símin hefur auk þess nettengingu ( sem er allt of hæg og maður notar ekkert af þeim sökum) E- mail , ritvinnslu / töflureikni , upptökutæki , gott kontakt kerfi m.m. Praktískt en klunnalegt.
Kostirnir við rafræna dagbók eru mikilir fram yfir gamla formið, penna og dagbók. Um leið og skráning er orðin rafræn þá tekur örskotsstund að gera upp fundarsókn , en sú vinna gat oft tekið nokkrar klukkustundir hér í eina tíð.

sunnudagur, 26. janúar 2003

laugardagur, 25. janúar 2003

Hver segir að lífið

Hver segir að lífið eigi að vera eins og bein lína. Svo virðist sem að þegar að einni hæðinni er náð þá blasi ný jafnan strax við og það oft öllu torfærari en hin fyrri.
Þar sem nú er komið sögu er að maður er í miðjum trúarskiptum þ.e. úr hinu þokkalega en vísa Front Page sýstemi yfir í Ftp pakkann. Slíkum grundvallar viðhorfabreytingum fylgja nokkrir örðugleikar. Nú um stundir lætur t.d ftp þjónninn illa að stjórn og hefur að engu heiðarlegar tilraunir mínar til þess að koma fyrir í ró og spekt heimasíðu minni sem gerð er samkvæmt kúnstarinnar reglum og skilmálum Dremweavers forritsins. Undirritaður hefur ávallt haft fullan skilning á gerðum þess er henti rjómatertu framan í Bill Gates hér um árið. Hins vegar veit ég ekki hvert á kasta tertum í hinu nýja trúarsamfélagi. Kannski best að láta það vera en hafa í huga hin gömlu sannindi að engin verður óbarinn biskup.

fimmtudagur, 23. janúar 2003

Jæja þá er maður búinn að smella inn mynd. Ekki verður annað sagt en að html kóðarnir rifjist upp einn af öðrum enda var ég búinn að renna blint lengi dags varðandi staðsetningu, hafnað bæði utan sem innan rammans og á óliklegustu stöðum. Að lokum náði ég lendingu innan rammans á þokkalegum stað og læt því staðar numið að sinni.

föstudagur, 17. janúar 2003

Front page

Ég hef unnið nokkuð í Front page en hef ekki verið neitt sérstaklega ánægður með það forrit. Þar er ekki fyrr en með XP útgáfunni sem almennilegt skikk komst á samband þrátt fyrir öfluga tenginu. Vefirnir sem ég hef séð um er vefur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og vefur SSB Samflots sex bæjarstarfsmannafélaga. Báðir vefirnir eru einfaldir að gerð SSB þó sýnu einfaldari. Hann var í byrjun stofnaður sem upplýsingamiðil í kjarasamningum og reyndist afburðar vel í þeim efnum því félagsmenn og annað áhugafólk um kjaramál fékk samtímafréttir beint af vettvangi kjarasamninganna og vefurinn í raun ein hvít síða + logo í byrjun, flóknari var það nú ekki. Gestafjöldi var hins vegar gríðarlegur . Hlutverk SSB vefsins er hægt og sígandi að breytast. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum núna eru ekki fullgerðar og all nokkur handtökin eftir til að mega vel við una, eins glöggir lesendur sjá. STH vefurinn er upplýsinga- og þjónustuvefur fyrir félagsmenn STH, sem og málgagn félagsins. Vefurinn hefur nokkuð jafna og góða aðsókn.

fimmtudagur, 16. janúar 2003

Ég er að leita

Ég er að leita að góðum Website template vef. Allar upplýsingar um slíkt eru vel þegnar.
Þá er þetta allt að koma blessað Bloggið lá niðri í gær en nú virðist allt með felldu.

miðvikudagur, 15. janúar 2003

Jæja þá er maður komin með blogger

Jæja þá er maður komin með blogger þ.e.a.s. ef tekst að publisha hann , sem hefur gengið illa. Hvað með það Bloggerinn er liður í námskeiðinu Nám og kennsla á netinu í hinu virðurlega menntasetri Kennaraháskóla Íslands.