föstudagur, 31. janúar 2003
Vefrally-ið sem ég setti inn er hugsað sem æfing í nýliðafræðslu hjá ÆTH, Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Marmiðið með Rally-inu er tvíþætt . Í fyrsta lagi að átta sig á hve kostnaður við ferðalög er mikil og í hverju hann liggur. Í öðru lagi að gefa starfmönnum innsýn í hve flókið það getur verið að skipleggja ferðalag með hóp ungmenna svo vel sé og einnig hve ábyrgð starfsmanna er mikil. Eitt af prinsippum varðandi ferðalög með hópa ungmenna er t.d. að skipleggja ferð með þeim hætti að s.k. krítisk móment á sjálfu ferðalaginu séu sem fæst . Krítisk móment eru t.d. allar nauðsynlegar tímasetningar eins og brottfarir flugvéla, lesta og skipa. Það segir sig sjálft að ekkert má klikka í þeim efnum. Ferðaáætlun er því verkefnið og ekkert endilega besta áætlunin sem kostar minnst og sama hátt og sú dýrasta getur verið afar óraunhæf miðað við fjárhagsgetu hópsins?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli