Tæknipistill
Ég nota tölvur rosalega mikið og eru þær í raun mitt helsta atvinnutæki. Bæði í starfi mínu hjá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og sem formaður STH. Við erum með 3-4 tölvur á heimilinu og þar af eru tvær tengdar s.k. heimaneti. Við erum með ADSL tenginu sem er góður kostur fyrir þá sem nota tölvur eins mikið og við. Elsta dóttir mín er í háskólanum, sonur minn er í efsta bekk grunnskóla og á kafi í tövlutónlist. Tölvuflotinn samastendur af einni gamalli Hyudai tölvu 200 mhz, annri annari 500 mhz og einni sem er með 1 Ghz og 1056 mb í vinnsluminni.
Ég get ekki sett neitt sérstak tegundarheiti á þær tvær síðastnefndu enda eru þær samsettar eftir forskrift bróður míns sem er kerfisfræðingur og mikil grúskari og kann vélbúnaðarpakkann (Hardware) mjög vel. Ég hef því ekki verið að elta merki og sparað mér nokkurt fé á því. Ég er hins vegar mjög sérsinna hvað varðar lyklaborð og notast í þeim efnum við eldgamalt stórt IBM lyklaborð við þá tölvu sem ég nota mest. Prentarinn er nettengdur. Ég einnig með Tohsiba fartölvu 433 mhz sem hefur reynst mér ótrúlega vel og þvælst með mér um víða veröld og aldrei slegið feilpúst, ef frá er talið að rafhlaðan gaf sig eftir 4-5 ára mikla notkun. Ég er hins vegar að endurnýja þann kost og hef sterklega í huga að fjárfesta í tegund sem heitir Hi Grade. Vélar þessar fá mjög góða dóma og ekki síst þá er verðið afar hagstætt. Umboðið er í Ólafsvík, Tækja- og tölvubúðin, þannig að stór- Hafnarfjarðarsvæðið er ekki endilega hagkvæmasta svæðið í viðskiptum af þessu tagi.
Að lokum vill ég nefna gsm símtækið mitt sem er af Nokia gerð , hlunkur en afar praktískur. Málið er það að um tveggja ára skeið var ég með lófatölvu sem ég nýtti eins og dagbók. Þegar að ég missti út allt efnið í 2 eða 3 sinn þá parkeraði ég henni. Því það var ekki nóg með að ég missti allt út úr lófatölvunni því að öryggisafrit og annað sem samtengt var Outlookinu straujaðist einnig út. Þetta var vægast sagt afar slæmt því ég sinni þannig störfum að ég þarf að hafa mjög nákvæmt yfirlit yfir fundarsetur. Vandamálið með lófatölvur er það að maður hleður tækið ekki eins reglubundið og farsíma og í því liggja kostirninr við að sameina þessi tvö tæki í eitt. Ég hef s.l. tvö ár nýtt mér Nokia síma með mjög góðu dagbókarkerfi sem samlagast Outlook calender mjög vel. Símin hefur auk þess nettengingu ( sem er allt of hæg og maður notar ekkert af þeim sökum) E- mail , ritvinnslu / töflureikni , upptökutæki , gott kontakt kerfi m.m. Praktískt en klunnalegt.
Kostirnir við rafræna dagbók eru mikilir fram yfir gamla formið, penna og dagbók. Um leið og skráning er orðin rafræn þá tekur örskotsstund að gera upp fundarsókn , en sú vinna gat oft tekið nokkrar klukkustundir hér í eina tíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli