föstudagur, 17. janúar 2003
Front page
Ég hef unnið nokkuð í Front page en hef ekki verið neitt sérstaklega ánægður með það forrit. Þar er ekki fyrr en með XP útgáfunni sem almennilegt skikk komst á samband þrátt fyrir öfluga tenginu. Vefirnir sem ég hef séð um er vefur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og vefur SSB Samflots sex bæjarstarfsmannafélaga. Báðir vefirnir eru einfaldir að gerð SSB þó sýnu einfaldari. Hann var í byrjun stofnaður sem upplýsingamiðil í kjarasamningum og reyndist afburðar vel í þeim efnum því félagsmenn og annað áhugafólk um kjaramál fékk samtímafréttir beint af vettvangi kjarasamninganna og vefurinn í raun ein hvít síða + logo í byrjun, flóknari var það nú ekki. Gestafjöldi var hins vegar gríðarlegur . Hlutverk SSB vefsins er hægt og sígandi að breytast. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum núna eru ekki fullgerðar og all nokkur handtökin eftir til að mega vel við una, eins glöggir lesendur sjá. STH vefurinn er upplýsinga- og þjónustuvefur fyrir félagsmenn STH, sem og málgagn félagsins. Vefurinn hefur nokkuð jafna og góða aðsókn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli