mánudagur, 28. mars 2011

Í hroðalegri kreppunni birtist bjargvætturinn Dr. Christopher Johnson

Fékk meðfylgjandi bréf frá Dr. Christopher Johnson - velti því fyrir mér hvort Arionbanki, Glitnir, Landsbankinn  eða jafnvel Byr hefðu ekki  áhuga á viðskiptum við doktorinn. Ég sjálfur  á fullt í  fangi við að vísa frá mér afrískum ekkjum sem allar eiga fúlgur fjár eftir menn sína, oftast herforingja, sem ýmist voru skotnir og eða myrtir með hinum ólíklegustu aðferðum í hinum ýmsu ríkjum Afríku. Þessar elskur æskja bara smá viðviks af minni hálfu er varðar vesen í regluverki bankanna í viðkomandi landi og umbun ekki í nokkrum takt við vinnuframlag mitt, ein vildi t.d greiða mér 800.000 pund og önnur 1,200,000 $ sem mér fannst reyndar verulega vel gert og þannig að jafnvel skilanefndafólk mynd roðna.  Ég skil reyndar ekki hvernig og hvað það er í fari mínu sem gerir það að verkum að ég einn fárra Evrópubúa geisla þessum ótrúlega þokka langt út fyrir Schengensvæðið. En hvað með það Dr Christopher Johnson verður að leita annað - ég er einfaldur ríkisstarfsmaður, persónugervingur hinnar íslensku láglaunastefnu og skili ekki þessar stærðir sem doktorinn er að vinna með - sennilega verðug verkefnin fyrir 2007 týpuna af bankamönnum! Einhverjir af þeim dunda sér áfram í bönkunum - Hér er bréfið:

"Halló vinur.
Ég er Dr Christopher Johnson. Deildarstjóri Bókhald endurskoðunar á Suisse inneign banka, One Cabot Square, London E14 4QJ London, hérna í Englandi. Ég er að skrifa þér um viðskipti tillögu sem verða gríðarlega gagnast bæði af okkur. Í deildinni minni, sem framkvæmdastjóri London Regional Office, uppgötvaði ég Summa £ 16,5 milljónir (Sextán milljónir og fimm hundruð þúsund pund Sterling) á reikning sem tilheyrir einu af erlendum viðskiptavinum okkar Late Viðskipti Mogul Mr Moises Saba Masri Milljarðamæringur, Gyðingur frá Mexíkó sem var fórnarlamb þyrla hrun 10 Jan, 2010, drepa hann og fjölskyldu hans. Saba var 46 ára gamall. Einnig í chopper á þeim tíma sem hrun var konan hans, sonur þeirra Avraham (Albert) og dóttur-hans í lögum. Flugmaðurinn var líka dauður.
 
Val á að hafa samband þú vaknar úr landfræðilegum eðli þar sem þú býrð, einkum vegna næmi viðskiptin og trúnað hér. Nú bankinn okkar hefur verið að bíða eftir einhverju aðstandendur að koma upp fyrir kröfunni en enginn hefur gert það. Ég persónulega hef verið misheppnaður í að finna ættingja, leita Ég samþykki þitt til að kynna þér sem aðstandendur / Will Styrkþegi til hins látna svo að ágóði af þessum reikningi metin á 16,5 milljón pund hægt er að greiða þér.
 
Þetta verður ráðstafað eða deilt í þessi hlutföll, 60% í mig og 40% til þín. Ég hef tryggt öll nauðsynleg lagaleg skjöl sem hægt er að nota til að styðja þessa fullyrðingu að við erum að gera. Allt sem ég þarf að fylla í nöfn þeirra gagna og lögleiða það í dómi hér til að sanna að þú sem lögbundin styrkþega. Allt sem ég þarf núna er heiðarleg Co-your rekstri, trúnað og traust til að gera okkur kleift að sjá þessi viðskipti í gegnum. Ég tryggja þér að þetta mun vera framkvæmd undir lögbundin fyrirkomulag sem mun vernda þig frá hvaða brot á lögum.

Vinsamlegast gefa mér eftirfarandi, eins og við höfum 7 daga til að keyra það í gegnum. Þetta er mjög áríðandi PLEASE.

1. Fullt nafn:
2. Bein Mobile Number þín:
3. Netfang þitt:
4. Occupation:
5. Aldur:
6. Kyn:
7. Þjóðerni:
 
Að hafa farið í gegnum methodical leit, ákvað ég að hafa samband við þig og vona að þú finnur þessa tillögu áhugavert. Vinsamlegast á staðfestingu af þessu bréfi og gefa til kynna áhuga þinn ég mun veita þér meiri upplýsingar.
Endeavour að láta mig vita ákvörðun þína heldur en að halda mig bíða.

Þakka þér í aðdraganda hagstæð svarið.

Kveðjur,

Dr Christopher Johnson."

föstudagur, 25. mars 2011

Frístundaheimilin og fagmennska

Birti hér umsögn Félags fagfólks í frítímaþjónustu um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila hjá Reykjavíkurborg. Sem endranær þegar að FFF á í hlut þá fer hér fagleg og vönduð umsögn um brýnt málefni.

Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) hefur í ályktun mótmælt hugmyndum starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar grunnskóla og frístundaheimila. Hér verða dregin fram þau álitamál sem snúa að frítímaþjónustu í þessu samhengi og félaginu þykir mikilvægt að tekin verði afstaða til áður en endanleg ákvörðun er tekin um hvort af sameiningu verður.

Fagleg álitamál
Á sínum tíma þótti faglegur ávinningur af því að flytja heilsdagsskóla grunnskólanna frá Menntasviði til Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar (ÍTR) og stofna frístundaheimili. Á árunum 2002 til 2004 var unnið að því að skilja að starf skólans og frítímans. Megin ástæða innleiðingarinnar var gífurleg ánægja foreldra auk sýnilegs faglegs ávinnings með tilraunaverkefni sem var unnið á vegum frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs í Breiðholti frá árinu 2000. Markmiðið var að efla starf frístundaheimilanna með þeirri hugmyndafræði sem fagstarf á vettvangi frítímans byggir á. Einnig var leitað til fyrirmynda frá öðrum Norðurlöndum til stuðnings við uppbyggingu starfsins. Í Starfsskrá Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur kemur fram skýr sýn varðandi þau gildi sem liggja til grundvallar starfi frístundaheimila en áhersla er lögð á vinna með lykilfærni í frítímanum sem er samskiptafærni, félagsfærni, sjálfsmynd, virkni og þátttaka. Í starfsskránni er einnig gerð grein fyrir þeim leiðum og vinnuaðferðum sem unnið er eftir í starfi frístundaheimila.
Frístundaheimilin eru hluti af starfsemi frístundamiðstöðva sem starfræktar eru í hverjum borgarhluta Reykjavíkurborgar. Í frístundamiðstöðvum er markvisst unnið að því að efla starf frístundaheimilanna og styðja við fagvitund starfsmanna. Þar skapast vettvangur til að deila góðum hugmyndum, þróa og efla innra starf frístundaheimila í samstarfi við aðra sem starfa á sama vettvangi.
Í apríl 2010 var haldin ráðstefna um starfshætti frístundaheimila á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun, Menntavísindasviðs HÍ, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimila og skóla. Heiti ráðstefnunnar var “Gæði eða geymsla” og þar kom m.a. fram umræða um mikilvægi þess að ræða saman um hugmyndafræði og áherslur í frístundastarfi barna og skapa vettvang til framþróunar á starfinu. Fjallað var um ráðstefnuna í vefriti Félags fagfólks í frítímaþjónustu í apríl 2010
(Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Þóra Melsted, apríl 2010). Það má kannski segja að heiti ráðstefnunnar kristallist í þeim mikla mun sem hefur verið á gæðum þess starfs sem börnum er boðið upp á í framhaldi af skóladegi. Þetta heiti ráðstefnunnar “Gæði eða geymsla” beinir einnig sjónum að mikilvægi þess að standa vörð um öflugt fagstarf á þessum vettvangi.
Menning frístunda- og skólastarfs er ólík þrátt fyrir að hagsmunir barna séu það sem ræður för hjá báðum þessum aðilum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir (2009) fjallar í grein í Uppeldi og menntun um frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn í reykvísku skólastarfi. Þar koma meðal annars fram áhyggjur vegna þess að hugmyndafræði frístunda fái “lítið svigrúm til að eflast og dafna í eðlilegu samspili við hugmyndafræði kennslufræða” og hún segir jafnframt að enn sé starfsemi frístundaheimila “hornreka innan skólakerfisins”. Hugmyndafræði frístunda hefur átt erfitt uppdráttar innan skólakerfisins og það má telja harla ólíklegt að hún nái að festa sig enn frekar í sessi ef af sameiningu frístundaheimila og skóla verður. Eflaust má í einhverjum tilvikum auka samstarf á milli skóla og frístundaheimila og/eða haga því á annan hátt en verið hefur en menning þessara stofnana er ólík og nálgun fagstéttana einnig og það ber að virða.
Niðurstöður norrænna rannsókna sem gerðar hafa verið á samstarfi skóla og frístundaheimila benda til þess að það er menning skólans sem verður ráðandi í samstarfinu og lítil sem engin fagþróun á sér stað á vettvangi frístundaheimilanna (Torstenson & Johansson, 2000). Samkvæmt sænskri rannsókn Hansen (1999) þá kemur fram að þverfaglegt samstarf ólíkra fagstétta geti hindrað faglega þróun þeirra sem starfa á vettvangi frítímans vegna vöntunar á stuðningi innan síns fags.
Innan Háskóla Íslands er námsbraut í félags- og tómstundafræðum sem menntar fólk í þeim fræðum sem unnið er með á vettvangi frítímans. Um er að ræða tiltölulega nýja námsleið á Íslandi þó að mun lengri hefð sé fyrir slíku námi á hinum Norðurlöndunum. Umræða um sameiningu skóla og frístundaheimila hefur komið mjög illa við þann hóp fólks sem hefur sérmenntað sig til að starfa á vettvangi frítímans. Þessi nýja fagstétt þarfnast stuðnings til að ná þroska og miðað við fyrrnefndar rannsóknir þá mun sameiningarhugmyndin að öllum líkindum ekki fela í sér slíkan stuðning.

Fjárhagsleg álitamál
Raunverulegur sparnaður við þessar sameiningarhugmyndir er mjög óljós þar sem allar nánari útfærslur varðandi utanumhald og stjórnun frístundastarfsins eftir sameiningu koma hvergi fram. Því er engan veginn hægt að átta sig á hvar stjórnun frístundastarfsins mun eiga heima innan skólanna. FFF hefur áhyggjur af því að raunverulegur sparnaður verðienginn og raunverulegur kostnaður við rekstur frístundaheimila verði óljós innan fjárhagsramma skólanna ef af sameiningu verður
Miðað við aukið umfang starfs frístundaheimila undanfarin ár hlýtur utanumhald frístundastarfsins að fela í sér aukna vinnu innan skólanna ef af sameiningu verður sem þýðir aukið álag á stjórnendur og/eða ráðningar nýrra stjórnenda. Þegar upp verður staðið gætu þessar breytingar þannig þýtt kostnaðaraukningu innan hvers einasta skóla í stað þess að kostnaðurinn við utanumhald og rekstur liggi miðlægt hjá einni frístundamiðstöð í viðkomandi borgarhluta.
FFF hefur áhyggjur af því að sameining grunnskóla og frístundaheimila muni leiða af sér launalækkun yfirmanna í frístundaheimilum en að laun skólastjórnenda muni að sama skapi hækka.
Áætlað er að breytingarnar spari í launakostnaði um 28,6 milljóna króna á ársgrundvelli þegar innleiðingin hefur átt sér stað í borginni allri. Ekki virðist gert ráð fyrir launahækkunum sem mögulega yrðu hjá skólastjórnendum vegna þess að starfsemi frístundaheimila færist inn í skólana heldur einungis lægri launakostnaður hjá ÍTR. Í skýrslunni er talað um að hagræðing „vegna breytinga á frístundastarfi vegna tillagna í grunnskóla“ muni skila 39,9 milljónum í sparnað á ársgrundvelli. Þessi hagræðing virðast byggja á því að hægt verði að nýta húsnæði skólanna betur í kjölfar sameiningar skóla og hefur þannig lítið með það að gera hvort frístundaheimilum verður stýrt af Menntasviði eða ÍTR.
Fjárhagslegur ávinningur breytinganna er því óverulegur og líklegt að hægt væri að mæta hagræðingunni án þess að fara út í skipulagsbreytingar. Í góðu samstarfi við starfsfólk væri hægt að leita þeirra leiða til sparnaðar sem síður valda raski á beinu starfi með börnum í frístundaheimilum.

Lokaorð
Enn er mörgum spurningum ósvarað. FFF hefur meðal annars áhyggjur af því að skóladagurinn lengist á kostnað faglegs frístundastarfs og skilin þarna á milli verði óljós. Hvernig verður stjórnun frístundastarfsins háttað innan grunnskólanna og hvað verður um sumarstarf frístundaheimilanna? Grunnhugmyndafræði breytingarstjórnunar er samráð. Samkvæmt skýrslunni var lögð áhersla á samráð við hagsmunaðila; foreldra, forsjáraðila, stjórnendur og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. FFF fagnar samráði en félagið hefði gjarnan viljað koma fyrr að málum. Sá tími sem gefinn er til að vinna umsögn um skýrsluna er allt of stuttur og félagið lýsir einnig áhyggjum yfir því litla samráði sem virðist hafa verið við fagaðila á vettvangi.
Við lestur skýrslunnar er mjög óljóst hver faglegur ávinningur á að vera af sameiningu grunnskóla og frístundaheimila og sparnaðurinn sem af því hlýst er óverulegur. Að mati stjórnar FFF verður sameining grunnskóla og frístundaheimila á kostnað faglegs frístundastarfs.

Reykjavík 21. mars 2011
F.h. stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu
Elísabet Pétursdóttir,
formaður

Heimildaskrá:
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur. (án árs).Starfsskrá skrifstofu tómstundamála - ÍTR. Reykjavík:
Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Þóra Melsted. (Apríl, 2010). Gæði eða geymsla? Vefffritið. Sótt 21. mars 2011 af http://www.fagfelag.is/files/uploads/12tbl4arg.pdf 
Kolbrún Þ. Pálsdóttir. (2009). Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn í reykvísku skólastarfi. Uppeldi og menntun. 18. árgangur, 1. hefti. 
Torstenson & Johansson. (2000). Fritidshemmet i forskning och förändring, en kunskapsöversikt. Kalmar: Skolverket. 
Hansen, Monica. (1999). Yrkeskulturer i möte. Läraren, fritidspedagogen och samverkan. Yrkeskulturer i möte. Läraren, fritidspedagogen och samverkan. Göteborg Studies in Educational Sciences 131 Acta Universitatis Gothoburgensis.

mánudagur, 21. mars 2011

I left my heart in San Francisco

“Komdu þá endilega með á tónleika hjá okkur í kvöld, við munum spila á sjúkrahúsi hér í útjaðri borgarinnar” sagði Juhanni stjórnarmaður í UFN (Samtökum norrænna félagsmiðstöðva) við mig.  Ég var nýkomin til Helsinki og  hafði sagt honum að ég hefði ekkert sérstakt á prjónum þetta tiltekna fimmtudagskvöld. Samkvæmt venju var stjórnarfundur UFN á dagskrá kl 13.00 næsta dag.
Ekki slæmt að lenda á tónleikum hjá lúðrasveit samtaka Finnskra félagsmiðstöðva, hugsa ég með mér. Þetta er áhugamannasveit sem leikur víða og gjarnan á ýmsum stofnum.

Heldur var bandið dapurt, trommarinn átti í mesta basli með taktinn og það vantaði allt “grúv” í bandið. En samt sem áður voru áheyrendur allir sem einn himinlifandi og þegar að sveitin lék lagið “I left my heart in San Francisco”, gamlan “standard” sem vinsæll var á stríðsárunum, þá féllu víða tár. Veit sem var að það var ekki vegna tónlistarflutningsins.



Var staddur á hersjúkrahúsi og í salnum voru 200 -300 manns – allt karlmenn frá aldrinum 65 + og upp úr, mismunandi mikið fatlaðir og áttu það allir sameignlegt að hafa verið sendir á vígvöllinn sem kornungir menn eða réttara sagt sem unglingar og hafa í raun aldrei komið heim eftir stríðið. Mér varð það skyndilega ljóst að tala fallinna segir ekkert þegar styrjaldarátök eru annars vegar. Hér (1997) rúmum 50 árum eftir stríðslok blasa en við hinar hörmulegu afleiðingar seinni heimsstyrjaldarinnar. Mér varð það einnig ljóst að hér voru sögur hinna óþekktu hermanna saman komnar og ekki síst þvílík firring og sóun stríðsátök eru. Hvað höfðu þessir menn eiginlega til saka unnið?

Enginn lýsir þessu tilgangsleysi betur en hinn stórkostlegi finnski rithöfundur Väinö Linna í bók sinni “Óþekkti hermaðurinn” sem fjallar um örlög hermanna í finnska vetrarstríðinu. Bókin ætti að vera öllum og sérstaklega ungu kynslóðinni skyldulesning.

Áhrifamestu tónleikar sem ég hef nokkru sinni farið á – varð ekki samur maður á eftir - erfitt en lærdómsríkt – varð þarna ljóst hvílíka gæfu við íslendingar búum við að hafa lent að sem mestu leyti utan þessa hildaleiks sem seinni heimstyrjöldin var. Verð Juhanni vini mínum ávallt þakklátur fyrir boðið.

mánudagur, 14. mars 2011

Góð ljósmynd segir meira en þúsund orð

DV hefur á að skipa mörgum afbragðs ljósmyndurum . Þessi mynd er dæmi um það. Þarf ekki BYKÓ að setja ? merki á skiltið? Verðsamráð. Myndin segir meira en þúsund orð og verður "létt grín" í ljósi rannsóknar samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu..

sunnudagur, 6. mars 2011

Vel heppnuð Samféshátíð

Það er ekki á hverjum degi sem að 4.400 ungmenni á aldrinum 13- 16 ára víðsvegar af landinu koma saman og hvað þá tvo daga í röð. Sú var raunin því föstudaginn 4. mars var dansleikur í höllinni og laugardaginn 5. mars var Söngvakeppni Samfés haldin á sama stað.

Allt gekk þetta eins og í sögu, vel heppnaður dansleikur og ekki síðri söngvakeppni. Dómnefndinni hefur örugglega verið nokkur vandi á höndum enda af nægu að taka, atriði almennt mjög vönduð og góð. Félagsmiðstöðin Hólmasel í Seljahverfinu bar sigur úr bítum. Lagið  Mín eina ást, söng Teitur Gissurarson ásamt félögum sínum, Reyni, Karen Ósk Ólafsdóttur og Karin Sveinsdóttur. Lagið er erlent, Shining light eftir Ash,. og má heyra hér