Það er ekki á hverjum degi sem að 4.400 ungmenni á aldrinum 13- 16 ára víðsvegar af landinu koma saman og hvað þá tvo daga í röð. Sú var raunin því föstudaginn 4. mars var dansleikur í höllinni og laugardaginn 5. mars var Söngvakeppni Samfés haldin á sama stað.
Allt gekk þetta eins og í sögu, vel heppnaður dansleikur og ekki síðri söngvakeppni. Dómnefndinni hefur örugglega verið nokkur vandi á höndum enda af nægu að taka, atriði almennt mjög vönduð og góð. Félagsmiðstöðin Hólmasel í Seljahverfinu bar sigur úr bítum. Lagið Mín eina ást, söng Teitur Gissurarson ásamt félögum sínum, Reyni, Karen Ósk Ólafsdóttur og Karin Sveinsdóttur. Lagið er erlent, Shining light eftir Ash,. og má heyra hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli